„Glórulaus blindbylur“ þegar skollinn á við Sólheimasand Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2020 20:00 Útsýnið úr bíl á Þjóðvegi 1 við Sólheimasand fyrr í kvöld. Mynd/Sigurður Búið er að loka þjóðvegi 1 á milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal. Lögreglumaður sem var á ferðinni þar áðan segir veðrið glórulaust á þessum slóðum í augnablikinu. Líkt og komið hefur fram er gert ráð fyrir ofsaveðri á Suðurlandi á morgun, og reyndar víðar. Rauð veðurviðvörun tekur gildi klukkan sex en svo virðist sem að veðrið sé þegar farið að láta á sér kræla.Sjá einnig: Óveðursvaktin - Rauð viðvörun gefin út Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi hafði hugsað sér að fara að bílastæðinu við gönguleiðina að flugvélarflakinu á Sólheimasandi til að loka gönguleiðinni, eftir að björgunarsveitin Víkverji gekk úr skugga um að enginn var á svæðinu. Hann sneri við á miðri leið. „Ég sá bara ekki neitt þannig að ég óskaði eftir því að það yrði lokað. Það er bara glórulaus blindbylur hérna,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Ég lagði ekki í meir og sneri bara við og er þakklátur fyrir að vera kominn í Vík.“ Skýr skilaboð.Mynd/Sigurður Á morgun er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og hættulegum vindhviðum við fjöll á Suðurlandi, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Áhrif lægðarinnar eru þegar farin að koma fram að sögn Sigurðar sem staddur er í Vík. „Það er svo mikil ofankoma að það sést ekki neitt. Björgunarsveitin er búinn að draga upp allavega fimm bíla í Mýrdalnum og við erum bara að snúa fólki við hérna.“ Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Samgöngur Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að huga að bátum sínum Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt. 13. febrúar 2020 12:01 Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélarflakinu á Sólheimasandi í dag svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið skellir yfir. 13. febrúar 2020 18:00 Lögregla vill að Eyjamenn taki óveðurspána alvarlega Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir að afar slæm veðurspá er fyrir landið og hefur veðurstofan sett á appelsínugula viðvörun fyrir landið allt. Veðrið verður verst á spásvæði Suðurlands og þar eru Vestmannaeyjar undir. 13. febrúar 2020 11:17 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Búið er að loka þjóðvegi 1 á milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal. Lögreglumaður sem var á ferðinni þar áðan segir veðrið glórulaust á þessum slóðum í augnablikinu. Líkt og komið hefur fram er gert ráð fyrir ofsaveðri á Suðurlandi á morgun, og reyndar víðar. Rauð veðurviðvörun tekur gildi klukkan sex en svo virðist sem að veðrið sé þegar farið að láta á sér kræla.Sjá einnig: Óveðursvaktin - Rauð viðvörun gefin út Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi hafði hugsað sér að fara að bílastæðinu við gönguleiðina að flugvélarflakinu á Sólheimasandi til að loka gönguleiðinni, eftir að björgunarsveitin Víkverji gekk úr skugga um að enginn var á svæðinu. Hann sneri við á miðri leið. „Ég sá bara ekki neitt þannig að ég óskaði eftir því að það yrði lokað. Það er bara glórulaus blindbylur hérna,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Ég lagði ekki í meir og sneri bara við og er þakklátur fyrir að vera kominn í Vík.“ Skýr skilaboð.Mynd/Sigurður Á morgun er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og hættulegum vindhviðum við fjöll á Suðurlandi, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Áhrif lægðarinnar eru þegar farin að koma fram að sögn Sigurðar sem staddur er í Vík. „Það er svo mikil ofankoma að það sést ekki neitt. Björgunarsveitin er búinn að draga upp allavega fimm bíla í Mýrdalnum og við erum bara að snúa fólki við hérna.“
Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Samgöngur Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að huga að bátum sínum Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt. 13. febrúar 2020 12:01 Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélarflakinu á Sólheimasandi í dag svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið skellir yfir. 13. febrúar 2020 18:00 Lögregla vill að Eyjamenn taki óveðurspána alvarlega Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir að afar slæm veðurspá er fyrir landið og hefur veðurstofan sett á appelsínugula viðvörun fyrir landið allt. Veðrið verður verst á spásvæði Suðurlands og þar eru Vestmannaeyjar undir. 13. febrúar 2020 11:17 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Austfirðingar hvattir til að huga að bátum sínum Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt. 13. febrúar 2020 12:01
Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05
Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélarflakinu á Sólheimasandi í dag svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið skellir yfir. 13. febrúar 2020 18:00
Lögregla vill að Eyjamenn taki óveðurspána alvarlega Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir að afar slæm veðurspá er fyrir landið og hefur veðurstofan sett á appelsínugula viðvörun fyrir landið allt. Veðrið verður verst á spásvæði Suðurlands og þar eru Vestmannaeyjar undir. 13. febrúar 2020 11:17