„Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 20:30 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki ætla að styðja frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem fjallar um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Vísir/Vilhelm „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Það er óhætt að segja að það er ekki oft sem að Brynjar og Helga Vala, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, eru sammála, en í þessu máli eru þau sammála um það að geta ekki stutt frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ bætti Brynjar við.Sjá einnig: „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og GeirfinnsmálumHonum er grín þó ekki ofarlega í huga hvað snýr að umræddu frumvarpi sem Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir í kvöld. „ Ég er mjög hugsi yfir tilgangi með þessu frumvarpi og þegar maður les greinargerðirnar með virðist tilgangurinn vera fyrst og fremst sá að sýna fram á vilja stjórnvalda og löggjafans um að greiða hinum sýknuðu og aðstandendum þeirra sanngjarnar bætur,“ sagði Brynjar. „Þetta er raunverulega algjörlega með ólíkindum. Ég líta á alla þessa málsmeðferð sem bara aðför að dómsvaldinu í landinu, hvað sem okkur kann að finnast um það,“ bætti Brynjar við. Honum finnist meðferð málsins vera „fullkomið hneyksli,“ og hann geti alls ekki stutt frumvarpið. Brynjar og Helga Vala, sem bæði eru lögmenn, eru þó ekki í einu og öllu sammála. „Það var áhugaverð ræðan hjá háttvirtum þingmanni Brynjari Níelssyni sem ég verð að játa að ég var að einhverju leyti sammála. Það er eiginlega alveg rosalegt. En ég er hreint ekki sammála öllu sem hann sagði,“ sagði Helga Vala. Hún sé aðeins sammála honum í því efni er lýtur að lagatæknilegum þáttum frumvarpsins og málatilbúnað. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
„Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Það er óhætt að segja að það er ekki oft sem að Brynjar og Helga Vala, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, eru sammála, en í þessu máli eru þau sammála um það að geta ekki stutt frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ bætti Brynjar við.Sjá einnig: „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og GeirfinnsmálumHonum er grín þó ekki ofarlega í huga hvað snýr að umræddu frumvarpi sem Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir í kvöld. „ Ég er mjög hugsi yfir tilgangi með þessu frumvarpi og þegar maður les greinargerðirnar með virðist tilgangurinn vera fyrst og fremst sá að sýna fram á vilja stjórnvalda og löggjafans um að greiða hinum sýknuðu og aðstandendum þeirra sanngjarnar bætur,“ sagði Brynjar. „Þetta er raunverulega algjörlega með ólíkindum. Ég líta á alla þessa málsmeðferð sem bara aðför að dómsvaldinu í landinu, hvað sem okkur kann að finnast um það,“ bætti Brynjar við. Honum finnist meðferð málsins vera „fullkomið hneyksli,“ og hann geti alls ekki stutt frumvarpið. Brynjar og Helga Vala, sem bæði eru lögmenn, eru þó ekki í einu og öllu sammála. „Það var áhugaverð ræðan hjá háttvirtum þingmanni Brynjari Níelssyni sem ég verð að játa að ég var að einhverju leyti sammála. Það er eiginlega alveg rosalegt. En ég er hreint ekki sammála öllu sem hann sagði,“ sagði Helga Vala. Hún sé aðeins sammála honum í því efni er lýtur að lagatæknilegum þáttum frumvarpsins og málatilbúnað.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira