Jón Þór útskýrir rauða spjaldið: „Glórulaus dómur og ég gleymdi mér aðeins í því“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. október 2019 19:59 Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson var hæstánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í fótolta sem valtaði yfir Letta í undankeppni EM 2021 ytra í dag. Jón Þór missti sig aðeins undir lok leiksins og fékk rautt spjald fyrir. „Þetta var frábær leikur, virkilega vel útfærður. Ég er ánægður með liðið heilt yfir þessar 90 mínútur,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það var frábært að komast snemma yfir, við eigum fínan fyrri hálfleik og skorum þrjú mörk. Er virkilega ánægður með seinni hálfeikinn að halda alltaf áfram og þær sýndu mikið hungur í að klára leikinn vel.“ „Það var ekkert auðvelt því völlurinn og aðstæðurnar voru mjög erfiðar.“ Ísland vann leikinn örugglega, 6-0, og var sigurinn aldrei í hættu. „Við náðum að láta boltann rúlla út á vængina, koma okkur í þessi svæði sem við ætluðum að komast í inni í vítateig. Hreyfingin þar og grimmdin þar var það sem virkilega skilaði þessum sigri.“ „Öguð og góð frammistaða og ekkert í leik liðsins sem ég var ekki sáttur með. Ég var mjög ánægður með liðið, frábær sigur á erfiðum velli.“ Undir lok leiksins fékk Jón Þór að líta beint rautt spjald og þurfti að horfa á restina af leiknum úr áhorfendastúkunni. Hvað gerðist þar? „Við vildum halda áfram og skora meira. Það voru 10 mínútur eftir og við vildum ná fleiri mörkum þannig að það var mikið hungur í liðinu öllu og við vildum klára heilsteyptar 90 mínútur.“ „Ég kannski gleymdi mér aðeins í því, við erum að vinna boltann og erum að koma upp með boltann og þá er Gunnhildur dæmd brotleg þegar hún er að senda boltann fram á við. Það var glórulaus dómur og ég gleymdi mér aðeins í því og var full hvass og fæ beint rautt fyrir.“ „En það þýðir ekkert að kvarta yfir því núna, það er búið og gert.“ Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í riðlinum, en er í öðru sæti á eftir Svíum á markatölu. „Við erum með fullt hús sem var það sem við ætluðum. Við byrjuðum frábærlega, ekki hægt að biðja um meira. Næsta verkefni er að taka það með inn í nýtt landsliðsár.“ „Ég er virkilega ánægður með þetta fyrsta ár og hefur fundist liðið spila og sýna góða frammistöðu,“ sagði Jón Þór Hauksson. EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Sjá meira
Jón Þór Hauksson var hæstánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í fótolta sem valtaði yfir Letta í undankeppni EM 2021 ytra í dag. Jón Þór missti sig aðeins undir lok leiksins og fékk rautt spjald fyrir. „Þetta var frábær leikur, virkilega vel útfærður. Ég er ánægður með liðið heilt yfir þessar 90 mínútur,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það var frábært að komast snemma yfir, við eigum fínan fyrri hálfleik og skorum þrjú mörk. Er virkilega ánægður með seinni hálfeikinn að halda alltaf áfram og þær sýndu mikið hungur í að klára leikinn vel.“ „Það var ekkert auðvelt því völlurinn og aðstæðurnar voru mjög erfiðar.“ Ísland vann leikinn örugglega, 6-0, og var sigurinn aldrei í hættu. „Við náðum að láta boltann rúlla út á vængina, koma okkur í þessi svæði sem við ætluðum að komast í inni í vítateig. Hreyfingin þar og grimmdin þar var það sem virkilega skilaði þessum sigri.“ „Öguð og góð frammistaða og ekkert í leik liðsins sem ég var ekki sáttur með. Ég var mjög ánægður með liðið, frábær sigur á erfiðum velli.“ Undir lok leiksins fékk Jón Þór að líta beint rautt spjald og þurfti að horfa á restina af leiknum úr áhorfendastúkunni. Hvað gerðist þar? „Við vildum halda áfram og skora meira. Það voru 10 mínútur eftir og við vildum ná fleiri mörkum þannig að það var mikið hungur í liðinu öllu og við vildum klára heilsteyptar 90 mínútur.“ „Ég kannski gleymdi mér aðeins í því, við erum að vinna boltann og erum að koma upp með boltann og þá er Gunnhildur dæmd brotleg þegar hún er að senda boltann fram á við. Það var glórulaus dómur og ég gleymdi mér aðeins í því og var full hvass og fæ beint rautt fyrir.“ „En það þýðir ekkert að kvarta yfir því núna, það er búið og gert.“ Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í riðlinum, en er í öðru sæti á eftir Svíum á markatölu. „Við erum með fullt hús sem var það sem við ætluðum. Við byrjuðum frábærlega, ekki hægt að biðja um meira. Næsta verkefni er að taka það með inn í nýtt landsliðsár.“ „Ég er virkilega ánægður með þetta fyrsta ár og hefur fundist liðið spila og sýna góða frammistöðu,“ sagði Jón Þór Hauksson.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Sjá meira