Jón Þór útskýrir rauða spjaldið: „Glórulaus dómur og ég gleymdi mér aðeins í því“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. október 2019 19:59 Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson var hæstánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í fótolta sem valtaði yfir Letta í undankeppni EM 2021 ytra í dag. Jón Þór missti sig aðeins undir lok leiksins og fékk rautt spjald fyrir. „Þetta var frábær leikur, virkilega vel útfærður. Ég er ánægður með liðið heilt yfir þessar 90 mínútur,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það var frábært að komast snemma yfir, við eigum fínan fyrri hálfleik og skorum þrjú mörk. Er virkilega ánægður með seinni hálfeikinn að halda alltaf áfram og þær sýndu mikið hungur í að klára leikinn vel.“ „Það var ekkert auðvelt því völlurinn og aðstæðurnar voru mjög erfiðar.“ Ísland vann leikinn örugglega, 6-0, og var sigurinn aldrei í hættu. „Við náðum að láta boltann rúlla út á vængina, koma okkur í þessi svæði sem við ætluðum að komast í inni í vítateig. Hreyfingin þar og grimmdin þar var það sem virkilega skilaði þessum sigri.“ „Öguð og góð frammistaða og ekkert í leik liðsins sem ég var ekki sáttur með. Ég var mjög ánægður með liðið, frábær sigur á erfiðum velli.“ Undir lok leiksins fékk Jón Þór að líta beint rautt spjald og þurfti að horfa á restina af leiknum úr áhorfendastúkunni. Hvað gerðist þar? „Við vildum halda áfram og skora meira. Það voru 10 mínútur eftir og við vildum ná fleiri mörkum þannig að það var mikið hungur í liðinu öllu og við vildum klára heilsteyptar 90 mínútur.“ „Ég kannski gleymdi mér aðeins í því, við erum að vinna boltann og erum að koma upp með boltann og þá er Gunnhildur dæmd brotleg þegar hún er að senda boltann fram á við. Það var glórulaus dómur og ég gleymdi mér aðeins í því og var full hvass og fæ beint rautt fyrir.“ „En það þýðir ekkert að kvarta yfir því núna, það er búið og gert.“ Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í riðlinum, en er í öðru sæti á eftir Svíum á markatölu. „Við erum með fullt hús sem var það sem við ætluðum. Við byrjuðum frábærlega, ekki hægt að biðja um meira. Næsta verkefni er að taka það með inn í nýtt landsliðsár.“ „Ég er virkilega ánægður með þetta fyrsta ár og hefur fundist liðið spila og sýna góða frammistöðu,“ sagði Jón Þór Hauksson. EM 2021 í Englandi Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira
Jón Þór Hauksson var hæstánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í fótolta sem valtaði yfir Letta í undankeppni EM 2021 ytra í dag. Jón Þór missti sig aðeins undir lok leiksins og fékk rautt spjald fyrir. „Þetta var frábær leikur, virkilega vel útfærður. Ég er ánægður með liðið heilt yfir þessar 90 mínútur,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það var frábært að komast snemma yfir, við eigum fínan fyrri hálfleik og skorum þrjú mörk. Er virkilega ánægður með seinni hálfeikinn að halda alltaf áfram og þær sýndu mikið hungur í að klára leikinn vel.“ „Það var ekkert auðvelt því völlurinn og aðstæðurnar voru mjög erfiðar.“ Ísland vann leikinn örugglega, 6-0, og var sigurinn aldrei í hættu. „Við náðum að láta boltann rúlla út á vængina, koma okkur í þessi svæði sem við ætluðum að komast í inni í vítateig. Hreyfingin þar og grimmdin þar var það sem virkilega skilaði þessum sigri.“ „Öguð og góð frammistaða og ekkert í leik liðsins sem ég var ekki sáttur með. Ég var mjög ánægður með liðið, frábær sigur á erfiðum velli.“ Undir lok leiksins fékk Jón Þór að líta beint rautt spjald og þurfti að horfa á restina af leiknum úr áhorfendastúkunni. Hvað gerðist þar? „Við vildum halda áfram og skora meira. Það voru 10 mínútur eftir og við vildum ná fleiri mörkum þannig að það var mikið hungur í liðinu öllu og við vildum klára heilsteyptar 90 mínútur.“ „Ég kannski gleymdi mér aðeins í því, við erum að vinna boltann og erum að koma upp með boltann og þá er Gunnhildur dæmd brotleg þegar hún er að senda boltann fram á við. Það var glórulaus dómur og ég gleymdi mér aðeins í því og var full hvass og fæ beint rautt fyrir.“ „En það þýðir ekkert að kvarta yfir því núna, það er búið og gert.“ Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í riðlinum, en er í öðru sæti á eftir Svíum á markatölu. „Við erum með fullt hús sem var það sem við ætluðum. Við byrjuðum frábærlega, ekki hægt að biðja um meira. Næsta verkefni er að taka það með inn í nýtt landsliðsár.“ „Ég er virkilega ánægður með þetta fyrsta ár og hefur fundist liðið spila og sýna góða frammistöðu,“ sagði Jón Þór Hauksson.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira