Samherji „bara rétt að byrja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 09:53 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Rannsókn sem útgerðarfyrirtækið Samherji hrinti af stað vegna starfsemi sinnar í Namibíu „miðar ágætlega“. Þetta kemur fram í Þorláksmessubréfi til starfsmanna Samherja sem Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri birtir á vef fyrirtækisins í dag. Þar kemur einnig fram að málið hafi ekki haft teljandi áhrif á reksturinn. Í aðdraganda umfjöllunar um meinta brotastarfsemi Samherja í Namibíu tilkynnti Samherji að fyrirtækið hefði ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins í Afríku. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku að Wiborg Rein vinni á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í Namibíu.Sjá einnig: Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur segir í bréfi sínu til starfsmanna að rannsókninni miði ágætlega, líkt og áður sagði. Vonast sé til þess að niðurstöður hennar liggi fyrir fljótlega á nýju ári. Það sé markmið Samherja að „félagið standi af sér storminn og komi mun sterkara í gegnum hann.“ „Ég veit að sum ykkar vildu að Samherji svaraði ásökunum á hendur fyrirtækinu af meiri krafi. Ekki velkjast í neinum vafa um að við munum leiðrétta allar rangfærslur um félagið. Við erum bara rétt að byrja. Sem betur fer hefur þetta mál ekki haft teljandi áhrif á reksturinn og það er fyrst og fremst ykkur að þakka,“ skrifar Björgólfur. Forsvarsmenn Samherja hafa haldið því fram að fréttir af meintum mútugreiðslum Samherja í Namibíu byggi á völdu efni úr pósthólfi Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Þá hefur Björgólfur sjálfur lýst því yfir að hann trúi því ekki að Samherji hafi greitt neinar mútur. Áðurnefndur Jóhannes sagði í Kastljósi fyrr í mánuðinum að slíkar yfirlýsingar úr herbúðum Samherja standist enga skoðun. Þá boðaði hann birtingu fleiri pósta um málefni Samherja. Þá ritaði Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks Björgólfi opið bréf í síðustu viku þar sem hann sagði ekkert mál að birta umrædda tölvupósta – en Björgólfur verði helst að gefa grænt ljós á það sjálfur. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgólfur efast um að Samherjamálið byggi á heiðarlegri blaðamennsku Björgólfur Jóhannsson svarar Kristni Hrafnssyni. 19. desember 2019 14:30 Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Sjávarútvegsráðherra segist ekki ætla að stíga til hliðar og segir pólitík ástæðu þess að hæfi hans í málum sem tengjast Samherja sé dregið í efa. 22. desember 2019 11:49 Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00 Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Rannsókn sem útgerðarfyrirtækið Samherji hrinti af stað vegna starfsemi sinnar í Namibíu „miðar ágætlega“. Þetta kemur fram í Þorláksmessubréfi til starfsmanna Samherja sem Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri birtir á vef fyrirtækisins í dag. Þar kemur einnig fram að málið hafi ekki haft teljandi áhrif á reksturinn. Í aðdraganda umfjöllunar um meinta brotastarfsemi Samherja í Namibíu tilkynnti Samherji að fyrirtækið hefði ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins í Afríku. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku að Wiborg Rein vinni á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í Namibíu.Sjá einnig: Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur segir í bréfi sínu til starfsmanna að rannsókninni miði ágætlega, líkt og áður sagði. Vonast sé til þess að niðurstöður hennar liggi fyrir fljótlega á nýju ári. Það sé markmið Samherja að „félagið standi af sér storminn og komi mun sterkara í gegnum hann.“ „Ég veit að sum ykkar vildu að Samherji svaraði ásökunum á hendur fyrirtækinu af meiri krafi. Ekki velkjast í neinum vafa um að við munum leiðrétta allar rangfærslur um félagið. Við erum bara rétt að byrja. Sem betur fer hefur þetta mál ekki haft teljandi áhrif á reksturinn og það er fyrst og fremst ykkur að þakka,“ skrifar Björgólfur. Forsvarsmenn Samherja hafa haldið því fram að fréttir af meintum mútugreiðslum Samherja í Namibíu byggi á völdu efni úr pósthólfi Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Þá hefur Björgólfur sjálfur lýst því yfir að hann trúi því ekki að Samherji hafi greitt neinar mútur. Áðurnefndur Jóhannes sagði í Kastljósi fyrr í mánuðinum að slíkar yfirlýsingar úr herbúðum Samherja standist enga skoðun. Þá boðaði hann birtingu fleiri pósta um málefni Samherja. Þá ritaði Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks Björgólfi opið bréf í síðustu viku þar sem hann sagði ekkert mál að birta umrædda tölvupósta – en Björgólfur verði helst að gefa grænt ljós á það sjálfur.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgólfur efast um að Samherjamálið byggi á heiðarlegri blaðamennsku Björgólfur Jóhannsson svarar Kristni Hrafnssyni. 19. desember 2019 14:30 Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Sjávarútvegsráðherra segist ekki ætla að stíga til hliðar og segir pólitík ástæðu þess að hæfi hans í málum sem tengjast Samherja sé dregið í efa. 22. desember 2019 11:49 Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00 Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Björgólfur efast um að Samherjamálið byggi á heiðarlegri blaðamennsku Björgólfur Jóhannsson svarar Kristni Hrafnssyni. 19. desember 2019 14:30
Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Sjávarútvegsráðherra segist ekki ætla að stíga til hliðar og segir pólitík ástæðu þess að hæfi hans í málum sem tengjast Samherja sé dregið í efa. 22. desember 2019 11:49
Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00
Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32