Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2019 20:45 Jóhannes Stefánsson leysti fyrst frá skjóðunni opinberlega í fréttaskýringaþættinum Kveik í byrjun nóvember. Mynd/RÚV Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að fleiri tölvupóstar eigi eftir að verða birtir í tengslum við Samherjamálið. Jóhannes kom miklu magni gagna til Wikileaks sem urðu kveikjan að umfjöllun um starfsemi Samherjasamtæðunnar í Namibíu. Hann segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefÞar greindi Jóhannes frá því að hann væri mjög hrifinn af því hvernig tekið hafi verið á málinu í Namibíu og að hann beri traust til embættis héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Hann hefur ekki stöðu uppljóstrara hér á landi líkt og í Namibíu og segist hafa sætt sig við það að aðgerðum hans geti fylgt persónulegar afleiðingar. Segir yfirlýsingar Samherja ekki standast skoðun Ein fyrstu viðbrögð Samherja við umfjöllun um starfsemi félagsins í Namibíu voru að skella allri hugsanlegri skuld á Jóhannes sjálfan. Þá var gefið út að árið 2016 hafi félagið hafið rannsókn á störfum Jóhannesar þar í landi vegna gruns um að hann hafi flækt félagið í ólöglega starfsemi. Aðspurður um viðbrögð við yfirlýsingum Samherja segir Jóhannes þær vera skrítnar og að þær standist ekki skoðun. „Til dæmis málið sem er núna í Namibíu þar sem búið er að handtaka þessa sex hákarla, eitt mál er að þeir hafi þegið mútur frá Samherja upp á átta hundruð og eitthvað milljónir íslenskar. Ég er bara ábyrgur fyrir einhverjum tuttugu til þrjátíu prósentum af þeim.“ Vill hann meina að eftir að hann hætti þar störfum árið 2016 hafi starfsemin haldið áfram og færst í vöxt. Boðar birtingu fleiri tölvupósta Þegar Jóhannes er spurður út í þá fullyrðingu Samherja að hann hafi einungis birt hluta af tölvupóstum sínum og handvalið pósta til birtingar, fullyrðir Jóhannes að allir hans tölvupóstar og gögn hafi verið afhentir rannsóknaraðilum á Íslandi og í Namibíu. Hann segir að Wikileaks hafi einungis birt pósta sem snúi að þessu tiltekna máli en hafi samt sem áður alla sína pósta undir höndum. „Það verða birtir fleiri póstar, mér finnst það þá líka kannski bara vera ágætt að Samherji sýni þennan vilja. Þeir ættu þá bara að afhenda alla pósta til héraðssaksóknara og þá frá 2011 þegar byrjað er að vinna í Namibíu.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur WikiLeaks Tengdar fréttir Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13 Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að fleiri tölvupóstar eigi eftir að verða birtir í tengslum við Samherjamálið. Jóhannes kom miklu magni gagna til Wikileaks sem urðu kveikjan að umfjöllun um starfsemi Samherjasamtæðunnar í Namibíu. Hann segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefÞar greindi Jóhannes frá því að hann væri mjög hrifinn af því hvernig tekið hafi verið á málinu í Namibíu og að hann beri traust til embættis héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Hann hefur ekki stöðu uppljóstrara hér á landi líkt og í Namibíu og segist hafa sætt sig við það að aðgerðum hans geti fylgt persónulegar afleiðingar. Segir yfirlýsingar Samherja ekki standast skoðun Ein fyrstu viðbrögð Samherja við umfjöllun um starfsemi félagsins í Namibíu voru að skella allri hugsanlegri skuld á Jóhannes sjálfan. Þá var gefið út að árið 2016 hafi félagið hafið rannsókn á störfum Jóhannesar þar í landi vegna gruns um að hann hafi flækt félagið í ólöglega starfsemi. Aðspurður um viðbrögð við yfirlýsingum Samherja segir Jóhannes þær vera skrítnar og að þær standist ekki skoðun. „Til dæmis málið sem er núna í Namibíu þar sem búið er að handtaka þessa sex hákarla, eitt mál er að þeir hafi þegið mútur frá Samherja upp á átta hundruð og eitthvað milljónir íslenskar. Ég er bara ábyrgur fyrir einhverjum tuttugu til þrjátíu prósentum af þeim.“ Vill hann meina að eftir að hann hætti þar störfum árið 2016 hafi starfsemin haldið áfram og færst í vöxt. Boðar birtingu fleiri tölvupósta Þegar Jóhannes er spurður út í þá fullyrðingu Samherja að hann hafi einungis birt hluta af tölvupóstum sínum og handvalið pósta til birtingar, fullyrðir Jóhannes að allir hans tölvupóstar og gögn hafi verið afhentir rannsóknaraðilum á Íslandi og í Namibíu. Hann segir að Wikileaks hafi einungis birt pósta sem snúi að þessu tiltekna máli en hafi samt sem áður alla sína pósta undir höndum. „Það verða birtir fleiri póstar, mér finnst það þá líka kannski bara vera ágætt að Samherji sýni þennan vilja. Þeir ættu þá bara að afhenda alla pósta til héraðssaksóknara og þá frá 2011 þegar byrjað er að vinna í Namibíu.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur WikiLeaks Tengdar fréttir Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13 Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13
Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55
Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56