Tugmilljónatjón Samherja í óveðrinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 11:12 Húsnæði Samherja á Dalvík. Vísir/Sigurjón Óveðrið sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum olli milljónatjóni hjá starfsemi Samherja á Norðurlandi. Þetta kemur fram í Þorláksmessupistli Björgólfs Jóhannssonar starfandi forstjóra Samherja sem hann birti á vef fyrirtækisins í dag. Samherji er með umfangsmikla starfsemi á Norðurlandi en Björgólfur segir að rafmagnsleysið í landshlutanum hafi orðið þess valdandi að vinnsla Samherja á Dalvík hafi legið niðri í fimm daga. Tjón vegna þess hlaupi á tugum milljóna króna. Þó hafi tekist að afstýra tjóni vegna hráefnis og hluti starfsmanna á Dalvík hafi fært sig yfir til Akureyrar tímabundið. Vinnsla hófst svo aftur á Dalvík á þriðjudag. Þá hafi blessunarlega ekki orðið tjón á tækjabúnaði og skipum. Björgólfur þakkar viðbragsaðilum fyrir starf sitt í rafmagnsleysinu, sem og starfsmönnum Samherja sem færðu sig tímabundið til Akureyrar. Viðgerðum á Dalvíkurlínu lauk loks á miðvikudaginn síðasta en hún skemmdist mikið í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið. Varðskipið Þór var sent til Dalvíkur til að sjá bænum tímabundið fyrir rafmagni og var ástandið einnig afar slæmt víðar í landshlutanum. Tjón á Norðurlandi vegna óveðursins er talið hlaupa á milljörðum. Óveður 10. og 11. desember 2019 Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bóndi í Svarfaðardal lýsir ástandinu sem skapaðist í óveðrinu sem hryllingi Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu, og Bjarni Óskarsson, bóndi á Völlum í Svarfaðardal, gagnrýna stjórnvöld fyrir það ástand sem skapaðist á Norðurlandi í síðustu viku í óveðrinu sem þá gekk yfir landið. 19. desember 2019 13:15 Óboðlegt að íbúar verði innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. 21. desember 2019 10:00 Ríkisstjórnin samþykkir fimmtán milljóna króna styrk til björgunarsveitanna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita Slysavarnafélaginu Landsbjörg 15 milljóna króna fjárstyrk af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu. 20. desember 2019 13:14 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Óveðrið sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum olli milljónatjóni hjá starfsemi Samherja á Norðurlandi. Þetta kemur fram í Þorláksmessupistli Björgólfs Jóhannssonar starfandi forstjóra Samherja sem hann birti á vef fyrirtækisins í dag. Samherji er með umfangsmikla starfsemi á Norðurlandi en Björgólfur segir að rafmagnsleysið í landshlutanum hafi orðið þess valdandi að vinnsla Samherja á Dalvík hafi legið niðri í fimm daga. Tjón vegna þess hlaupi á tugum milljóna króna. Þó hafi tekist að afstýra tjóni vegna hráefnis og hluti starfsmanna á Dalvík hafi fært sig yfir til Akureyrar tímabundið. Vinnsla hófst svo aftur á Dalvík á þriðjudag. Þá hafi blessunarlega ekki orðið tjón á tækjabúnaði og skipum. Björgólfur þakkar viðbragsaðilum fyrir starf sitt í rafmagnsleysinu, sem og starfsmönnum Samherja sem færðu sig tímabundið til Akureyrar. Viðgerðum á Dalvíkurlínu lauk loks á miðvikudaginn síðasta en hún skemmdist mikið í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið. Varðskipið Þór var sent til Dalvíkur til að sjá bænum tímabundið fyrir rafmagni og var ástandið einnig afar slæmt víðar í landshlutanum. Tjón á Norðurlandi vegna óveðursins er talið hlaupa á milljörðum.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bóndi í Svarfaðardal lýsir ástandinu sem skapaðist í óveðrinu sem hryllingi Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu, og Bjarni Óskarsson, bóndi á Völlum í Svarfaðardal, gagnrýna stjórnvöld fyrir það ástand sem skapaðist á Norðurlandi í síðustu viku í óveðrinu sem þá gekk yfir landið. 19. desember 2019 13:15 Óboðlegt að íbúar verði innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. 21. desember 2019 10:00 Ríkisstjórnin samþykkir fimmtán milljóna króna styrk til björgunarsveitanna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita Slysavarnafélaginu Landsbjörg 15 milljóna króna fjárstyrk af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu. 20. desember 2019 13:14 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Bóndi í Svarfaðardal lýsir ástandinu sem skapaðist í óveðrinu sem hryllingi Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu, og Bjarni Óskarsson, bóndi á Völlum í Svarfaðardal, gagnrýna stjórnvöld fyrir það ástand sem skapaðist á Norðurlandi í síðustu viku í óveðrinu sem þá gekk yfir landið. 19. desember 2019 13:15
Óboðlegt að íbúar verði innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. 21. desember 2019 10:00
Ríkisstjórnin samþykkir fimmtán milljóna króna styrk til björgunarsveitanna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita Slysavarnafélaginu Landsbjörg 15 milljóna króna fjárstyrk af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu. 20. desember 2019 13:14