Kvartendur skikkaðir í tíma til sálfræðings Björn Þorfinnsson skrifar 11. nóvember 2019 06:15 Ummæli aðkeypts mannauðsráðgjafa um starfsmenn vinnuvéladeildar ollu mikilli reiði. Fréttablaðið/Anton Brink Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu að undanförnu hefur mikil óánægja kraumað meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Starfsandi er mjög slæmur og telja margir starfsmenn að stjórnendur komi illa fram við annað starfsfólk. Þannig var niðurstaða nýlegrar könnunar meðal starfsmanna að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti í starfi. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, gekkst við þessum vandamálum í svörum til Fréttablaðsins en sagði að hluti af vandamálinu væri að stofnunin væri að gangast undir umfangsmiklar skipulagsbreytingar sem ekki allir væru sáttir með. Þá hefðu stjórnendur gripið til margs konar aðgerða til þess að lægja öldurnar. Meðal annars eflt viðbragðsáætlanir vegna eineltistilvika, samið við sálfræðistofu um að starfsmenn gætu leitað þangað, skipulagt samskiptavinnustofu og samþykkt nýja mannauðsáætlun. Eitt atvik sem hefur dregið dilk á eftir sér var þegar mannauðsráðgjafi og einn eigenda almannatengslafyrirtækisins Attentus var látinn víkja eftir að trúnaðarmenn starfsmanna höfðu kvartað undan framkomu ráðgjafans. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Hin umdeildu ummæli eiga að hafa fallið þegar trúnaðarmaður starfsmanna vinnuvéladeildar stofnunarinnar sagði ráðgjafanum að margir starfsmenn væru að íhuga að hætta störfum vegna óánægju með kaup og kjör og ekki síður starfsanda innan Vinnueftirlitsins. Þá á ráðgjafinn að hafa sagst ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu mála enda fengju þessi starfsmenn aldrei aðra vinnu. Ummælin vöktu mikla reiði meðal starfsmanna og var ekki á bætandi enda hafði mikil ónægja kraumað meðal starfsmanna um nokkurt skeið. Fjórir trúnaðarmenn meðal starfsmanna skrifuðu að endingu bréf til forstjóra Vinnueftirlitsins, félagsmálaráðherra, Attentus og stéttarfélaga þar sem ummælunum var mótmælt og farið fram á að mannauðsráðgjafinn myndi víkja úr embætti sínu. Það varð að lokum niðurstaðan og nýr mannauðsráðgjafi frá Attentus tók við hlutverkinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ollu mótmæli starfsmanna mikilli gremju hjá stjórnendum Vinnueftirlitsins sem í kjölfarið beittu þá þrýstingi um að draga þau til baka. Voru starfsmennirnir skikkaðir til þess að sækja tíma hjá sálfræðingum Streituskólans að frumkvæði Vinnueftirlitsins. Meðal annars hefur Fréttablaðið undir höndum drög að bréfi sem utanaðkomandi sálfræðingar skrifuðu fyrir hönd starfsmannanna. Í bréfinu voru mótmælin dregin til baka sem og krafan um að mannauðsstjórinn viki. Var það tillaga sálfræðinganna að starfsmennirnir myndu skrifa undir bréfið og senda það áfram sömu leið og fyrra bréf. Kemur fram að mikilvægt væri að mati sálfræðinganna að fyrra bréf yrði dregið til baka enda gæti það orsakað bótaskyldu auk þess málið yrði notað síðar meir gegn trúnaðarráði Vinnueftirlitsins. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15 Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu að undanförnu hefur mikil óánægja kraumað meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Starfsandi er mjög slæmur og telja margir starfsmenn að stjórnendur komi illa fram við annað starfsfólk. Þannig var niðurstaða nýlegrar könnunar meðal starfsmanna að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti í starfi. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, gekkst við þessum vandamálum í svörum til Fréttablaðsins en sagði að hluti af vandamálinu væri að stofnunin væri að gangast undir umfangsmiklar skipulagsbreytingar sem ekki allir væru sáttir með. Þá hefðu stjórnendur gripið til margs konar aðgerða til þess að lægja öldurnar. Meðal annars eflt viðbragðsáætlanir vegna eineltistilvika, samið við sálfræðistofu um að starfsmenn gætu leitað þangað, skipulagt samskiptavinnustofu og samþykkt nýja mannauðsáætlun. Eitt atvik sem hefur dregið dilk á eftir sér var þegar mannauðsráðgjafi og einn eigenda almannatengslafyrirtækisins Attentus var látinn víkja eftir að trúnaðarmenn starfsmanna höfðu kvartað undan framkomu ráðgjafans. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Hin umdeildu ummæli eiga að hafa fallið þegar trúnaðarmaður starfsmanna vinnuvéladeildar stofnunarinnar sagði ráðgjafanum að margir starfsmenn væru að íhuga að hætta störfum vegna óánægju með kaup og kjör og ekki síður starfsanda innan Vinnueftirlitsins. Þá á ráðgjafinn að hafa sagst ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu mála enda fengju þessi starfsmenn aldrei aðra vinnu. Ummælin vöktu mikla reiði meðal starfsmanna og var ekki á bætandi enda hafði mikil ónægja kraumað meðal starfsmanna um nokkurt skeið. Fjórir trúnaðarmenn meðal starfsmanna skrifuðu að endingu bréf til forstjóra Vinnueftirlitsins, félagsmálaráðherra, Attentus og stéttarfélaga þar sem ummælunum var mótmælt og farið fram á að mannauðsráðgjafinn myndi víkja úr embætti sínu. Það varð að lokum niðurstaðan og nýr mannauðsráðgjafi frá Attentus tók við hlutverkinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ollu mótmæli starfsmanna mikilli gremju hjá stjórnendum Vinnueftirlitsins sem í kjölfarið beittu þá þrýstingi um að draga þau til baka. Voru starfsmennirnir skikkaðir til þess að sækja tíma hjá sálfræðingum Streituskólans að frumkvæði Vinnueftirlitsins. Meðal annars hefur Fréttablaðið undir höndum drög að bréfi sem utanaðkomandi sálfræðingar skrifuðu fyrir hönd starfsmannanna. Í bréfinu voru mótmælin dregin til baka sem og krafan um að mannauðsstjórinn viki. Var það tillaga sálfræðinganna að starfsmennirnir myndu skrifa undir bréfið og senda það áfram sömu leið og fyrra bréf. Kemur fram að mikilvægt væri að mati sálfræðinganna að fyrra bréf yrði dregið til baka enda gæti það orsakað bótaskyldu auk þess málið yrði notað síðar meir gegn trúnaðarráði Vinnueftirlitsins.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15 Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15
Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30