Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 19:00 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn.Fjölmennt var á fundinum í dagÞað var fjölmennt á fundinum sem hófst klukkan ellefu í morgun og þó nokkrir sem þurftu að standa þar sem öll sæti voru upptekin. Fundurinn er sá fyrsti af fimmtán sem þingflokkurinn fer um landið í vikunni. Bjarni Benediktsson formaður flokksins sagði á fundinum að fá mál hefðu verið eins vel undirbúin fyrir þingið og þriðji orkupakkinn. Hann telur að málið hljóti samþykki þegar það verður tekið fyrir á Alþingi í ágúst. „Við teljum að málið sé fullrætt. Þess vegna er það komið út úr utanríkismálanefnd, þess vegna sögðum við í júní að við værum tilbúin til að ljúka málinu. Ég held að það sé mikill meirihluti fyrir því á þingi að ljúka málinu,“ segir Bjarni. Bjarni líkti málþófi Miðflokksins á Alþingi um málið í vor við atriði í Hringleikahúsi. „Því er stundum haldið fram að þingið sé nokkurs konar hringleikahús. Í þessu máli í þessu máli hafa sumir listamannanna í þessu atriði sýnt atriði allan hringinn í hringleikahúsinu,“ segir Bjarni. Á þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnumÁ þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnum þar sem flokksmenn geta skorað á Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að efna til atkvæðagreiðslu um 3 orkupakkann. Hún gangi vel. „Hún gengur mjög vel og miklu betur en við þorðum að vona,“ segir Jón Kári. Hann segir að undirskriftarsöfnunni ljúki eftir 10 til 15 daga. Jón Kári er sannfærður um að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur feli það í sér fyrstu skref í átt að afsali á orkuauðlindunum. „Ef þetta verður samþykkt þá felur það í sér fyrstu skref í átt að afsali af mörgum“ segir hann. Ekki skylda um samþykki sæstrengs Bjarni Benediktsson segir þetta rangt, þá feli samningurinn ekki heldur í sér skyldu um samþykkja sæstreng til Íslands. „Ég er sömuleiðis algjörlega ósammála því að samþykki feli í sér framsal á orkustefnu Íslendinga,“ segir Bjarni. Þá greinir einnig á um hvernig samstaðan í flokknum um málið er. „Það er mjög mikil óánægja víða og í þessu máli er flokkurinn klofinn,“ segir Jón Kári. „Ég myndi ekki segja að það væri mjög alvarlegt ástand vegna málsins innan flokksins. Ég verð ekki var við klofning,“ segir Bjarni. Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn.Fjölmennt var á fundinum í dagÞað var fjölmennt á fundinum sem hófst klukkan ellefu í morgun og þó nokkrir sem þurftu að standa þar sem öll sæti voru upptekin. Fundurinn er sá fyrsti af fimmtán sem þingflokkurinn fer um landið í vikunni. Bjarni Benediktsson formaður flokksins sagði á fundinum að fá mál hefðu verið eins vel undirbúin fyrir þingið og þriðji orkupakkinn. Hann telur að málið hljóti samþykki þegar það verður tekið fyrir á Alþingi í ágúst. „Við teljum að málið sé fullrætt. Þess vegna er það komið út úr utanríkismálanefnd, þess vegna sögðum við í júní að við værum tilbúin til að ljúka málinu. Ég held að það sé mikill meirihluti fyrir því á þingi að ljúka málinu,“ segir Bjarni. Bjarni líkti málþófi Miðflokksins á Alþingi um málið í vor við atriði í Hringleikahúsi. „Því er stundum haldið fram að þingið sé nokkurs konar hringleikahús. Í þessu máli í þessu máli hafa sumir listamannanna í þessu atriði sýnt atriði allan hringinn í hringleikahúsinu,“ segir Bjarni. Á þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnumÁ þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnum þar sem flokksmenn geta skorað á Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að efna til atkvæðagreiðslu um 3 orkupakkann. Hún gangi vel. „Hún gengur mjög vel og miklu betur en við þorðum að vona,“ segir Jón Kári. Hann segir að undirskriftarsöfnunni ljúki eftir 10 til 15 daga. Jón Kári er sannfærður um að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur feli það í sér fyrstu skref í átt að afsali á orkuauðlindunum. „Ef þetta verður samþykkt þá felur það í sér fyrstu skref í átt að afsali af mörgum“ segir hann. Ekki skylda um samþykki sæstrengs Bjarni Benediktsson segir þetta rangt, þá feli samningurinn ekki heldur í sér skyldu um samþykkja sæstreng til Íslands. „Ég er sömuleiðis algjörlega ósammála því að samþykki feli í sér framsal á orkustefnu Íslendinga,“ segir Bjarni. Þá greinir einnig á um hvernig samstaðan í flokknum um málið er. „Það er mjög mikil óánægja víða og í þessu máli er flokkurinn klofinn,“ segir Jón Kári. „Ég myndi ekki segja að það væri mjög alvarlegt ástand vegna málsins innan flokksins. Ég verð ekki var við klofning,“ segir Bjarni.
Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði