Vara flugmenn við að treysta á Reykjavíkurflugvöll við erfið skilyrði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2019 11:18 Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Egill Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna telur að sýna þurfi sérstaka aðgát ef nota þurfi Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll utan auglýsts þjónustutíma séu líkur á ísingu og skertum bremsuskilyrðum. Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp undanfarið eitt og hálft ár þar sem væntingar flugmanna með þjónustu Isavia hafa brugðist. Þetta kemur fram í mati öryggisnefndarinnar sem birtist á vef FÍA í dag og sent var íslenskum atvinnuflugmönnum í tölvupósti. Þar segir að áhafnir flugvéla hafi í gegnum tíðina getað reitt sig á Reykjavíkurflugvöll sem ákjósanlegan varaflugvöll. Undanfarin ár hafi þó þrengt að vellinum, ekki síst vegna takmarkana á þjónustutíma sem auglýstur sé í flugmálahandbók, AIP Iceland. Í bókinni kemur fram að Reykjavíkurflugvöllur sé lokaður fyrir allri umferð frá klukkan 23 að kvöldi til sjö að morgni á virkum dögum en átta að morgni um helgar. Þá er hann lokaður ýmsa helgidaga. Hins vegar segir einnig í bókinni að Reykjavíkurflugvöll sé hægt að fá opnaðan með flugupplýsingaþjónustu (AFIS) utan þjónustutíma með 15 mínútna fyrirvara, meðal annars fyrir millilandaflug sem notar flugvöllinn sem varaflugvöll. „Nú hafa komið upp amk. tvö tilvik á 18 mánuðum þar sem væntingar flugmanna til þessarar þjónustu hafa brugðist og Isavia ekki tekist að gera flugvöllinn nothæfan á 15 mínútum eins og kemur fram í flugmálahandbók,“ segir í mati öryggisnefndarinnar. Það er því mat Öryggisnefndar FÍA að sýna þurfi sérstaka aðgát ef nota þarf Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll utan auglýsts þjónustutíma ef líkur eru á ísingu og skertum bremsuskilyrðum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15 Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna telur að sýna þurfi sérstaka aðgát ef nota þurfi Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll utan auglýsts þjónustutíma séu líkur á ísingu og skertum bremsuskilyrðum. Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp undanfarið eitt og hálft ár þar sem væntingar flugmanna með þjónustu Isavia hafa brugðist. Þetta kemur fram í mati öryggisnefndarinnar sem birtist á vef FÍA í dag og sent var íslenskum atvinnuflugmönnum í tölvupósti. Þar segir að áhafnir flugvéla hafi í gegnum tíðina getað reitt sig á Reykjavíkurflugvöll sem ákjósanlegan varaflugvöll. Undanfarin ár hafi þó þrengt að vellinum, ekki síst vegna takmarkana á þjónustutíma sem auglýstur sé í flugmálahandbók, AIP Iceland. Í bókinni kemur fram að Reykjavíkurflugvöllur sé lokaður fyrir allri umferð frá klukkan 23 að kvöldi til sjö að morgni á virkum dögum en átta að morgni um helgar. Þá er hann lokaður ýmsa helgidaga. Hins vegar segir einnig í bókinni að Reykjavíkurflugvöll sé hægt að fá opnaðan með flugupplýsingaþjónustu (AFIS) utan þjónustutíma með 15 mínútna fyrirvara, meðal annars fyrir millilandaflug sem notar flugvöllinn sem varaflugvöll. „Nú hafa komið upp amk. tvö tilvik á 18 mánuðum þar sem væntingar flugmanna til þessarar þjónustu hafa brugðist og Isavia ekki tekist að gera flugvöllinn nothæfan á 15 mínútum eins og kemur fram í flugmálahandbók,“ segir í mati öryggisnefndarinnar. Það er því mat Öryggisnefndar FÍA að sýna þurfi sérstaka aðgát ef nota þarf Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll utan auglýsts þjónustutíma ef líkur eru á ísingu og skertum bremsuskilyrðum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15 Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15
Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14
Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30