Stranger Things slær áhorfendamet Netflix Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2019 08:14 Nokkrir leikarar þáttanna á góðri stundu. (F.v: Joe Keery, Finn Wolfhard, Natalia Dyer og Charlie Heaton) Vísir/Getty Þriðja þáttaröð bandarísku vísindaskálskaparþáttanna Stranger Things, sem framleiddir eru af streymisveitunni Netflix, hefur sett nýtt met þegar kemur að áhorfi á efni veitunnar. Þáttaröðin fór í loftið á Netflix þann 4. júlí síðastliðinn, en síðan þá hafa rúmlega 40 milljónir byrjað á þáttaröðinni, á aðeins 14 dögum. Frá þessu greindi streymisveitan vinsæla í tísti þar sem einnig kemur fram að rúmar 18 milljónir Netflix-reikninga hafi þegar klárað þriðju þáttaröðina í heild sinni. Fyrra met streymisveitunnar átti sjónvarpsmyndin Murder Mystery með Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólaf Darra í aðalhlutverkum..@Stranger_Things 3 is breaking Netflix records! 40.7 million household accounts have been watching the show since its July 4 global launch — more than any other film or series in its first four days. And 18.2 million have already finished the entire season. — Netflix US (@netflix) July 8, 2019 Það er mat þeirra sem fylgst hafa með krökkunum knáu frá Hawkins í Indiana, þar sem þættirnir gerast, að þriðja þáttaröðin sé sú blóðugasta og jafnframt sú myndrænasta, þar sem hún skartar atriðum sem skilja áhorfendur eftir með ónotatilfinningu í maganum. Margir virðast þó einfaldlega ekki geta sleppt því að horfa. Shawn Levy, einn framleiðenda þáttanna hefur þá upplýst um að þriðja þáttaröðin verði ekki sú síðasta. Þáttaröð fjögur af Stranger Things eigi „pottþétt eftir að gerast.“ Netflix á þó eftir að staðfesta þær fregnir, en miðað við vinsældir þáttanna er ólíklegt að streymisrisinn vilji sleppa takinu af gullgæsinni sem þættirnir hafa reynst vera. „Ég skal segja ykkur það að við erum með nokkuð skýra hugmynd um hvað kemur til með að gerast í fjórðu seríu. Sería fjögur er pottþétt að fara að gerast,“ sagði Levy í samtali við miðilinn Collider. „Það eru miklar líkur á annarri þáttaröð í kjölfar hennar [þeirrar fjórðu] en það er óákveðið að svo stöddu.“ Bandaríkin Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Murder Mystery slær áhorfsmet á Netflix Nærri 31 milljón horfði á myndina fyrstu þrjá dagana sem hún var aðgengileg á streymisveitunni. 19. júní 2019 12:25 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þriðja þáttaröð bandarísku vísindaskálskaparþáttanna Stranger Things, sem framleiddir eru af streymisveitunni Netflix, hefur sett nýtt met þegar kemur að áhorfi á efni veitunnar. Þáttaröðin fór í loftið á Netflix þann 4. júlí síðastliðinn, en síðan þá hafa rúmlega 40 milljónir byrjað á þáttaröðinni, á aðeins 14 dögum. Frá þessu greindi streymisveitan vinsæla í tísti þar sem einnig kemur fram að rúmar 18 milljónir Netflix-reikninga hafi þegar klárað þriðju þáttaröðina í heild sinni. Fyrra met streymisveitunnar átti sjónvarpsmyndin Murder Mystery með Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólaf Darra í aðalhlutverkum..@Stranger_Things 3 is breaking Netflix records! 40.7 million household accounts have been watching the show since its July 4 global launch — more than any other film or series in its first four days. And 18.2 million have already finished the entire season. — Netflix US (@netflix) July 8, 2019 Það er mat þeirra sem fylgst hafa með krökkunum knáu frá Hawkins í Indiana, þar sem þættirnir gerast, að þriðja þáttaröðin sé sú blóðugasta og jafnframt sú myndrænasta, þar sem hún skartar atriðum sem skilja áhorfendur eftir með ónotatilfinningu í maganum. Margir virðast þó einfaldlega ekki geta sleppt því að horfa. Shawn Levy, einn framleiðenda þáttanna hefur þá upplýst um að þriðja þáttaröðin verði ekki sú síðasta. Þáttaröð fjögur af Stranger Things eigi „pottþétt eftir að gerast.“ Netflix á þó eftir að staðfesta þær fregnir, en miðað við vinsældir þáttanna er ólíklegt að streymisrisinn vilji sleppa takinu af gullgæsinni sem þættirnir hafa reynst vera. „Ég skal segja ykkur það að við erum með nokkuð skýra hugmynd um hvað kemur til með að gerast í fjórðu seríu. Sería fjögur er pottþétt að fara að gerast,“ sagði Levy í samtali við miðilinn Collider. „Það eru miklar líkur á annarri þáttaröð í kjölfar hennar [þeirrar fjórðu] en það er óákveðið að svo stöddu.“
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Murder Mystery slær áhorfsmet á Netflix Nærri 31 milljón horfði á myndina fyrstu þrjá dagana sem hún var aðgengileg á streymisveitunni. 19. júní 2019 12:25 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Murder Mystery slær áhorfsmet á Netflix Nærri 31 milljón horfði á myndina fyrstu þrjá dagana sem hún var aðgengileg á streymisveitunni. 19. júní 2019 12:25