Bíó og sjónvarp

Mur­der My­stery slær á­horfs­met á Net­flix

Sylvía Hall skrifar
Ólafur Darri fer með hlutverk í myndinni.
Ólafur Darri fer með hlutverk í myndinni. Skjáskot
Nýjasta mynd Netflix, sem skartar þeim Adam Sandler og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum, hefur slegið áhorfsmet en nærri 31 milljón horfði á myndina fyrstu þrjá dagana sem hún var aðgengileg á streymisveitunni. Variety greinir frá þessu.

Myndin var aðgengileg frá og með 14. júní og hefur hún greinilega fallið vel í kramið hjá áhorfendum. Umrædd tölfræði nær einungis til þeirra notenda sem horfa á meira en sjötíu prósent myndarinnar og hefur hún því slegið við myndum á borð við Triple Frontier og heimildarmyndinni um Fyre Festival sem nutu báðar mikilla vinsælda.

Íslendingar eiga sinn fulltrúa í myndinni en stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í myndinni. Í viðtali við Ísland í dag á síðasta ári sagði Ólafur Darri hópinn vera samheldinn og að stemningin í hópnum hafi verið mjög góð.

„Við erum rosalega mikið öll saman allur þessi leikhópur, mikið út að borða saman, þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Ólafur um tökuferlið.

Árið 2015 gerði Netflix samning við Adam Sandler um fjórar kvikmyndir á tíma sem myndir hans voru ekki að skila miklum hagnaði í kvikmyndahúsum. Tveimur árum síðar skrifaði Sandler svo undir annan samning um fjórar myndir til viðbótar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×