Murder Mystery slær áhorfsmet á Netflix Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 12:25 Ólafur Darri fer með hlutverk í myndinni. Skjáskot Nýjasta mynd Netflix, sem skartar þeim Adam Sandler og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum, hefur slegið áhorfsmet en nærri 31 milljón horfði á myndina fyrstu þrjá dagana sem hún var aðgengileg á streymisveitunni. Variety greinir frá þessu. Myndin var aðgengileg frá og með 14. júní og hefur hún greinilega fallið vel í kramið hjá áhorfendum. Umrædd tölfræði nær einungis til þeirra notenda sem horfa á meira en sjötíu prósent myndarinnar og hefur hún því slegið við myndum á borð við Triple Frontier og heimildarmyndinni um Fyre Festival sem nutu báðar mikilla vinsælda. Íslendingar eiga sinn fulltrúa í myndinni en stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í myndinni. Í viðtali við Ísland í dag á síðasta ári sagði Ólafur Darri hópinn vera samheldinn og að stemningin í hópnum hafi verið mjög góð. „Við erum rosalega mikið öll saman allur þessi leikhópur, mikið út að borða saman, þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Ólafur um tökuferlið. Árið 2015 gerði Netflix samning við Adam Sandler um fjórar kvikmyndir á tíma sem myndir hans voru ekki að skila miklum hagnaði í kvikmyndahúsum. Tveimur árum síðar skrifaði Sandler svo undir annan samning um fjórar myndir til viðbótar. Netflix Tengdar fréttir Sjáðu stikluna úr nýjustu mynd Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólafs Darra Myndin var tekin upp í Kanada og á Ítalíu í fyrra en hún segir frá bandarískum hjónum sem ákveða að fara í frí til Evrópu til að lífga upp á hjónabandið en ferðin vindur heldur betur upp á sig þegar þau eru sökuð að hafa myrt aldraðan auðkýfing. 30. apríl 2019 19:30 Ólafur Darri í tökum með Jennifer Aniston og Adam Sandler: „Þetta er erfitt líf“ Ólafur Darri leikur með Jennifer Aniston og Adam Sandler á Ítalíu. 26. júlí 2018 10:30 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Dóttir DeNiro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Nýjasta mynd Netflix, sem skartar þeim Adam Sandler og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum, hefur slegið áhorfsmet en nærri 31 milljón horfði á myndina fyrstu þrjá dagana sem hún var aðgengileg á streymisveitunni. Variety greinir frá þessu. Myndin var aðgengileg frá og með 14. júní og hefur hún greinilega fallið vel í kramið hjá áhorfendum. Umrædd tölfræði nær einungis til þeirra notenda sem horfa á meira en sjötíu prósent myndarinnar og hefur hún því slegið við myndum á borð við Triple Frontier og heimildarmyndinni um Fyre Festival sem nutu báðar mikilla vinsælda. Íslendingar eiga sinn fulltrúa í myndinni en stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í myndinni. Í viðtali við Ísland í dag á síðasta ári sagði Ólafur Darri hópinn vera samheldinn og að stemningin í hópnum hafi verið mjög góð. „Við erum rosalega mikið öll saman allur þessi leikhópur, mikið út að borða saman, þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Ólafur um tökuferlið. Árið 2015 gerði Netflix samning við Adam Sandler um fjórar kvikmyndir á tíma sem myndir hans voru ekki að skila miklum hagnaði í kvikmyndahúsum. Tveimur árum síðar skrifaði Sandler svo undir annan samning um fjórar myndir til viðbótar.
Netflix Tengdar fréttir Sjáðu stikluna úr nýjustu mynd Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólafs Darra Myndin var tekin upp í Kanada og á Ítalíu í fyrra en hún segir frá bandarískum hjónum sem ákveða að fara í frí til Evrópu til að lífga upp á hjónabandið en ferðin vindur heldur betur upp á sig þegar þau eru sökuð að hafa myrt aldraðan auðkýfing. 30. apríl 2019 19:30 Ólafur Darri í tökum með Jennifer Aniston og Adam Sandler: „Þetta er erfitt líf“ Ólafur Darri leikur með Jennifer Aniston og Adam Sandler á Ítalíu. 26. júlí 2018 10:30 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Dóttir DeNiro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Sjáðu stikluna úr nýjustu mynd Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólafs Darra Myndin var tekin upp í Kanada og á Ítalíu í fyrra en hún segir frá bandarískum hjónum sem ákveða að fara í frí til Evrópu til að lífga upp á hjónabandið en ferðin vindur heldur betur upp á sig þegar þau eru sökuð að hafa myrt aldraðan auðkýfing. 30. apríl 2019 19:30
Ólafur Darri í tökum með Jennifer Aniston og Adam Sandler: „Þetta er erfitt líf“ Ólafur Darri leikur með Jennifer Aniston og Adam Sandler á Ítalíu. 26. júlí 2018 10:30