„Við getum ekki skilið hann eftir þarna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2019 11:17 Brak vélarinnar á hafsbotni. AP/AAIB Fjölskylda David Ibbotson, flugmannsins sem talið er að hafi látist er hann flaug knattspyrnumanninum Emilio Sala til Bretlands, leitar nú allra leiða til þess að finna lík hans. Guardian greinir frá. David Ibbotson var að fljúga með Sala frá Nantes til Cardiff 21. janúar síðastliðinn þegar vélin hrapaði rétt hjá Guernsey í Ermasundi. Búið er að finna brak vélarinnar og í því fannst lík Sala, Ibbotson er þó enn saknað. Meðal þess sem fjölskyldan stendur fyrir er söfnun til að safna fjármagni svo leit geti hafist að nýju en henni var hætt eftir að lík Sala fannst. Fjölskyldan hefur hafið söfnun á vefsíðunni GoFundMe þar sem safnast hafa um 150 þúsund pund, um 23 milljónir. Markmiðið er að safna 300 þúsund pundum, um 45 milljónum en stjörnur á borð við Kylian Mpabbe og Gary Lineker hafa stutt söfnunina með háum fjárhæðum. „Við þurfum þessa hjálp,“ sagði Nora Ibbotson, eiginkona David, er hún ræddi missinn og söfnunina í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain í morgun.'We can't leave him out there on his own.' The wife of missing pilot David Ibbotson says they just want to bring his body home. Recovery efforts for his body ended last week, but the Ibbotsons have started a fundraising page to restart the search. pic.twitter.com/fIOrAqNxRr — Good Morning Britain (@GMB) February 11, 2019 Vill hún að leitarkafbátur samskonar þeim sem fann brakið af vélinni verður sendur aftur á staðinn til að leita að líki eiginmanns hennar í grennd við brakið. Það myndi létta fjölskyldunni áfallið mikið að vita að allt hafi verið reynt til þess að finna Ibbotson.„Bara það að fara þarna aftur niður og leita í síðasta skipti. Leita almennilega. Ég veit að aðstæður þarna eru erfiðar, þetta er hættulegt hafsvæði en þá myndum við vita að allt hafi verið reynt,“ sagði Ibbotson.Hún segir undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir fjölskylduna en við hlið Noru í viðtalinu sat 21 árs gömul dóttir þeirra, Danielle. Hún sagðist hafa neitað að trúa því að faðir hennar hafi lent í flugslysinu, þegar hún fékk fregnir af því.Greindi Danielle frá því að hún hafi ítrekað reynt að hringja í föður sinn eftir að hún fékk fregnirnar án árangurs.„Ég veit að leitin gæti tekið langan tíma en ég vil ekki að þetta endi svona,“ sagði Danielle. Móðir hennar tók í sama streng.„Við getum ekki skilið hann eftir þarna.“David Ibbotson's daughter Danielle opens up about the moment she found out something had gone wrong on her father's flight over the English channel. pic.twitter.com/37j8rOL0OA — Good Morning Britain (@GMB) February 11, 2019 Bretland Tengdar fréttir Mbappe búinn að gefa meira en átta milljónir Franska ungstirnið Kylian Mbappe hefur komið mjög sterkur inn í að fjármagna leitina af Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson í Ermarsundi. 11. febrúar 2019 09:30 Búið að ná í líkið úr braki vélarinnar Aðgerðin fór fram við erfiðar aðstæður en vélin sem Emiliano Salah hrapaði í er komið á fast land. 7. febrúar 2019 07:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Fjölskylda David Ibbotson, flugmannsins sem talið er að hafi látist er hann flaug knattspyrnumanninum Emilio Sala til Bretlands, leitar nú allra leiða til þess að finna lík hans. Guardian greinir frá. David Ibbotson var að fljúga með Sala frá Nantes til Cardiff 21. janúar síðastliðinn þegar vélin hrapaði rétt hjá Guernsey í Ermasundi. Búið er að finna brak vélarinnar og í því fannst lík Sala, Ibbotson er þó enn saknað. Meðal þess sem fjölskyldan stendur fyrir er söfnun til að safna fjármagni svo leit geti hafist að nýju en henni var hætt eftir að lík Sala fannst. Fjölskyldan hefur hafið söfnun á vefsíðunni GoFundMe þar sem safnast hafa um 150 þúsund pund, um 23 milljónir. Markmiðið er að safna 300 þúsund pundum, um 45 milljónum en stjörnur á borð við Kylian Mpabbe og Gary Lineker hafa stutt söfnunina með háum fjárhæðum. „Við þurfum þessa hjálp,“ sagði Nora Ibbotson, eiginkona David, er hún ræddi missinn og söfnunina í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain í morgun.'We can't leave him out there on his own.' The wife of missing pilot David Ibbotson says they just want to bring his body home. Recovery efforts for his body ended last week, but the Ibbotsons have started a fundraising page to restart the search. pic.twitter.com/fIOrAqNxRr — Good Morning Britain (@GMB) February 11, 2019 Vill hún að leitarkafbátur samskonar þeim sem fann brakið af vélinni verður sendur aftur á staðinn til að leita að líki eiginmanns hennar í grennd við brakið. Það myndi létta fjölskyldunni áfallið mikið að vita að allt hafi verið reynt til þess að finna Ibbotson.„Bara það að fara þarna aftur niður og leita í síðasta skipti. Leita almennilega. Ég veit að aðstæður þarna eru erfiðar, þetta er hættulegt hafsvæði en þá myndum við vita að allt hafi verið reynt,“ sagði Ibbotson.Hún segir undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir fjölskylduna en við hlið Noru í viðtalinu sat 21 árs gömul dóttir þeirra, Danielle. Hún sagðist hafa neitað að trúa því að faðir hennar hafi lent í flugslysinu, þegar hún fékk fregnir af því.Greindi Danielle frá því að hún hafi ítrekað reynt að hringja í föður sinn eftir að hún fékk fregnirnar án árangurs.„Ég veit að leitin gæti tekið langan tíma en ég vil ekki að þetta endi svona,“ sagði Danielle. Móðir hennar tók í sama streng.„Við getum ekki skilið hann eftir þarna.“David Ibbotson's daughter Danielle opens up about the moment she found out something had gone wrong on her father's flight over the English channel. pic.twitter.com/37j8rOL0OA — Good Morning Britain (@GMB) February 11, 2019
Bretland Tengdar fréttir Mbappe búinn að gefa meira en átta milljónir Franska ungstirnið Kylian Mbappe hefur komið mjög sterkur inn í að fjármagna leitina af Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson í Ermarsundi. 11. febrúar 2019 09:30 Búið að ná í líkið úr braki vélarinnar Aðgerðin fór fram við erfiðar aðstæður en vélin sem Emiliano Salah hrapaði í er komið á fast land. 7. febrúar 2019 07:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Mbappe búinn að gefa meira en átta milljónir Franska ungstirnið Kylian Mbappe hefur komið mjög sterkur inn í að fjármagna leitina af Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson í Ermarsundi. 11. febrúar 2019 09:30
Búið að ná í líkið úr braki vélarinnar Aðgerðin fór fram við erfiðar aðstæður en vélin sem Emiliano Salah hrapaði í er komið á fast land. 7. febrúar 2019 07:30
Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00