Mömmur selja möffins fyrir litla gimsteina á fæðingardeildinni Davíð Stefánsson skrifar 3. ágúst 2019 09:30 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm „Þetta er með notalegri viðburðum hátíðarhaldanna á Akureyri um verslunarmannahelgina,“ segir Valdís Anna Jónsdóttir, umsjónarmaður „Mömmur og möffins“ sem fram fer í dag. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem hluti af hátíðarhöldum um verslunarmannahelgina á Akureyri. Þá kemur fólk saman í Lystigarðinum til að gæða sér á fallegum og litríkum möffinskökum sem þar eru til sölu og rennir niður með kaffi eða safa. Undir hljóma hugljúfir tónar lifandi tónlistar þeirra Hermanns Arasonar og Ragnheiðar Júlíusdóttur. „Öll innkoman rennur óskert til fæðingardeildarinnar á Akureyri, en þar er verið að safna fyrir nýjum vöggum handa litlu gimsteinunum sem þar fæðast. Þetta er verðugt samfélagsverkefni,“ segir Valdís. Viðburðurinn var fyrst haldinn árið 2010. „Þá tók hópur öflugra kvenna sig til, bakaði möffins og bauð til veislu í garðinum, síðan hefur þetta stækkað og dafnað. Allir leggjast á eitt, mömmur og ömmur, pabbar og afar. Allir bökunarsnillingar bæjarins eru hvattir til að koma með möffins til að leggja í púkkið.“ Hún segir framtakið hafa skilað miklu. „Í fyrra var keyptur hjartsláttarnemi sem nemur hjartslátt bæði móður og barns í fæðingu. Í ár erum við að safna fyrir nýjum vöggum á fæðingardeildina.“ Í fyrra seldust á þriðja þúsund möffins. „Ég er að vonast til að sem flestir láti sjá sig. Veðrið er yndislegt. Það er dásamleg spá. Þetta verður því notaleg stund,“ segir Valdís, yfirbökunarmeistari bæjarins. Valdís segir verðinu vera stillt í hóf. „Við bjóðum möffins á 500 krónur. Svo er vinsælt að kaupa 10 í pakka og þá er verðið 4.000 krónur. Hægt er að koma með möffins frá kl. 14 á laugardaginn en almenn sala hefst kl. 15 og stendur til kl. 17. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Þetta er með notalegri viðburðum hátíðarhaldanna á Akureyri um verslunarmannahelgina,“ segir Valdís Anna Jónsdóttir, umsjónarmaður „Mömmur og möffins“ sem fram fer í dag. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem hluti af hátíðarhöldum um verslunarmannahelgina á Akureyri. Þá kemur fólk saman í Lystigarðinum til að gæða sér á fallegum og litríkum möffinskökum sem þar eru til sölu og rennir niður með kaffi eða safa. Undir hljóma hugljúfir tónar lifandi tónlistar þeirra Hermanns Arasonar og Ragnheiðar Júlíusdóttur. „Öll innkoman rennur óskert til fæðingardeildarinnar á Akureyri, en þar er verið að safna fyrir nýjum vöggum handa litlu gimsteinunum sem þar fæðast. Þetta er verðugt samfélagsverkefni,“ segir Valdís. Viðburðurinn var fyrst haldinn árið 2010. „Þá tók hópur öflugra kvenna sig til, bakaði möffins og bauð til veislu í garðinum, síðan hefur þetta stækkað og dafnað. Allir leggjast á eitt, mömmur og ömmur, pabbar og afar. Allir bökunarsnillingar bæjarins eru hvattir til að koma með möffins til að leggja í púkkið.“ Hún segir framtakið hafa skilað miklu. „Í fyrra var keyptur hjartsláttarnemi sem nemur hjartslátt bæði móður og barns í fæðingu. Í ár erum við að safna fyrir nýjum vöggum á fæðingardeildina.“ Í fyrra seldust á þriðja þúsund möffins. „Ég er að vonast til að sem flestir láti sjá sig. Veðrið er yndislegt. Það er dásamleg spá. Þetta verður því notaleg stund,“ segir Valdís, yfirbökunarmeistari bæjarins. Valdís segir verðinu vera stillt í hóf. „Við bjóðum möffins á 500 krónur. Svo er vinsælt að kaupa 10 í pakka og þá er verðið 4.000 krónur. Hægt er að koma með möffins frá kl. 14 á laugardaginn en almenn sala hefst kl. 15 og stendur til kl. 17.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira