Rúm fjörutíu kíló falin í sérinnréttuðum hólfum í fólksbíl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. ágúst 2019 18:33 Tveir erlendir karlmenn voru í morgun úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir að reyna smygla um fjörtíu kílóum af hörðum efnum inn til landsins með Norrænu. Efnin voru falin í fólksbíl, í sérinnréttuðu hólfi. Um er að ræða eitt af stærri fíkniefnamálum síðustu ára. Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar ferjan Norræna kom til hafnar í Seyðisfirði á fimmtudag. Þeir voru leiddir fyrir héraðsdóm Austurlands og voru nú fyrir hádegi úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald að kröfu lögreglustjóra. Að sögn lögreglu er rannsóknin á viðkvæmu stigi og hefur lögregla ekki viljað gefa upp um hvers konar fíkniefni er að ræða eða hversu mikið. Fréttastofu hefur þó heimildir fyrir því að þetta séu rúmlega fjörutíu kíló af amfetamíni og kókaíni. Sömu heimildir herma að efnin hafi fundist í fólksbíl í sérinnréttuðum hólfum og það hafi verið fíkniefnahundur sem hafi komið tollvörðum á slóðina. Til þess að komast að efnunum þurfti að flytja bílinn til Reykjavíkur og taka hann í sundur. Er þetta eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Mesta magn af sterkum fíkniefnum sem lagt hefur verið hald á var í Papeyjarmálinu fyrir rúmum tíu árum. Í því máli hlutu sex menn dóm fyrir að smygla 55 kílóum af amfetamíni og 9.400 e-töflum til landsins. Lögreglan á Austurlandi í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu fer nú með rannsókn málsins. Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Sjá meira
Tveir erlendir karlmenn voru í morgun úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir að reyna smygla um fjörtíu kílóum af hörðum efnum inn til landsins með Norrænu. Efnin voru falin í fólksbíl, í sérinnréttuðu hólfi. Um er að ræða eitt af stærri fíkniefnamálum síðustu ára. Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar ferjan Norræna kom til hafnar í Seyðisfirði á fimmtudag. Þeir voru leiddir fyrir héraðsdóm Austurlands og voru nú fyrir hádegi úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald að kröfu lögreglustjóra. Að sögn lögreglu er rannsóknin á viðkvæmu stigi og hefur lögregla ekki viljað gefa upp um hvers konar fíkniefni er að ræða eða hversu mikið. Fréttastofu hefur þó heimildir fyrir því að þetta séu rúmlega fjörutíu kíló af amfetamíni og kókaíni. Sömu heimildir herma að efnin hafi fundist í fólksbíl í sérinnréttuðum hólfum og það hafi verið fíkniefnahundur sem hafi komið tollvörðum á slóðina. Til þess að komast að efnunum þurfti að flytja bílinn til Reykjavíkur og taka hann í sundur. Er þetta eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Mesta magn af sterkum fíkniefnum sem lagt hefur verið hald á var í Papeyjarmálinu fyrir rúmum tíu árum. Í því máli hlutu sex menn dóm fyrir að smygla 55 kílóum af amfetamíni og 9.400 e-töflum til landsins. Lögreglan á Austurlandi í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu fer nú með rannsókn málsins.
Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Sjá meira
Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26