Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 10:38 Frá samstarfsfundinum í húsakynnum FÍB. Frá vinstri: Björn Kristjánsson og Runólfur Ólafsson frá FÍB, Breki Karlsson frá Neytendasamtökunum, Óðinn Valdimarsson og Þórir Skarphéðinsson frá Bílgreinasambandinu, Jóhannes Þór Skúlason frá SAF, Þórhildur Elín Elínarsdóttir, Guðmundur Helgason og Þórólfur Árnason frá Samgöngustofu. Aðsend Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. Skráin verður aðgengileg á vefsíðu sambandsins en auk hennar verður hægt að sjá skoðunarferil bílsins á síðunni, en upplýsingar um umráðamenn eru alla jafna ekki sýnilegar almenningi. Þetta er meðal niðurstaðna fundar Félags íslenskra bifreiðaeigenda, Samtaka ferðaþjónustunnar, Neytendasamtakanna, Bílgreinasambandsins og Samgöngustofu sem fram fór fyrir helgi. Í tilkynningu sem send var út vegna fundarins kemur fram að á efnisskránni hafi verið umræður um hvernig megi bregðast við því óöryggi og tjóni sem hefur skapast vegna ólögmætrar sölu bílaleigubíla með falsaðri kílómetrastöðu. Auk þess ræddu fulltrúar fyrrnefndra félaga um leiðir til að endurheimta traust almennings og vinna að úrbótum til framtíðar. Fram á að hafa komið hjá fulltrúum Samgöngustofu á fundinum að í þessari viku verði bréf sent til allra 140 skráðra bílaleiga. Í því verði óskað eftir upplýsingum um fyrirkomulag skráninga á kílómetrastöðu og hvernig best sé að koma í veg fyrir svik af því tagi sem hér um ræðir.Ökutækjaskrá breytt „Samgöngustofa ítrekar að opinbert eftirlit geti aldrei komið að fullu í veg fyrir brotastarfsemi. Aftur á móti geti verið ástæða til að gera úttektir með stikkprufum,“ segir í tilkynningunni og bætt við að Samgöngustofa muni jafnframt ráðast í breytingar á ökutækjaskrá þannig að ef kílómetrastaða er skráð lægri við skoðun en áður, þá verði sérstök athygli vakin á því. Fundarmenn eru sagðir hafa verið sammála um að hvetja lögreglu til að hraða rannsókn á þeim svikamálum sem upp hafa komið. Sem fyrst þyrfti að komast til botns í því við hvaða bíla hefði verið átt og hvort slík vinnubrögð hefðu verið stunduð víðar en hjá Procar. Með því væri hægt að ganga úr skugga um umfang svikanna að mati fundarmanna og aðstoða fólk við að leita réttar síns. Á fundinum á einhver viðstaddra að hafa bent á að hér á landi væru um 25 þúsund skráðir bílaleigubílar en grunur um falsaða kílómetrastöðu beindist aðeins að nokkur hundruð þeirra. „Ákveðið var að hittast aftur fljótlega til að meta framvinduna. Vonast er til að þetta samstarf marki upphaf að vinnu til framtíðar til að tryggja sem best hag neytenda á markaði með alla notaða bíla,“ segir auk þess í tilkynningunni. Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Procar Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að bregðast við mælasvindlinu af fullri hörku Neytendasamtökin segja að aðgerðir eins aðila hafi rúið heila atvinnugrein trausti. 20. febrúar 2019 21:31 Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. Skráin verður aðgengileg á vefsíðu sambandsins en auk hennar verður hægt að sjá skoðunarferil bílsins á síðunni, en upplýsingar um umráðamenn eru alla jafna ekki sýnilegar almenningi. Þetta er meðal niðurstaðna fundar Félags íslenskra bifreiðaeigenda, Samtaka ferðaþjónustunnar, Neytendasamtakanna, Bílgreinasambandsins og Samgöngustofu sem fram fór fyrir helgi. Í tilkynningu sem send var út vegna fundarins kemur fram að á efnisskránni hafi verið umræður um hvernig megi bregðast við því óöryggi og tjóni sem hefur skapast vegna ólögmætrar sölu bílaleigubíla með falsaðri kílómetrastöðu. Auk þess ræddu fulltrúar fyrrnefndra félaga um leiðir til að endurheimta traust almennings og vinna að úrbótum til framtíðar. Fram á að hafa komið hjá fulltrúum Samgöngustofu á fundinum að í þessari viku verði bréf sent til allra 140 skráðra bílaleiga. Í því verði óskað eftir upplýsingum um fyrirkomulag skráninga á kílómetrastöðu og hvernig best sé að koma í veg fyrir svik af því tagi sem hér um ræðir.Ökutækjaskrá breytt „Samgöngustofa ítrekar að opinbert eftirlit geti aldrei komið að fullu í veg fyrir brotastarfsemi. Aftur á móti geti verið ástæða til að gera úttektir með stikkprufum,“ segir í tilkynningunni og bætt við að Samgöngustofa muni jafnframt ráðast í breytingar á ökutækjaskrá þannig að ef kílómetrastaða er skráð lægri við skoðun en áður, þá verði sérstök athygli vakin á því. Fundarmenn eru sagðir hafa verið sammála um að hvetja lögreglu til að hraða rannsókn á þeim svikamálum sem upp hafa komið. Sem fyrst þyrfti að komast til botns í því við hvaða bíla hefði verið átt og hvort slík vinnubrögð hefðu verið stunduð víðar en hjá Procar. Með því væri hægt að ganga úr skugga um umfang svikanna að mati fundarmanna og aðstoða fólk við að leita réttar síns. Á fundinum á einhver viðstaddra að hafa bent á að hér á landi væru um 25 þúsund skráðir bílaleigubílar en grunur um falsaða kílómetrastöðu beindist aðeins að nokkur hundruð þeirra. „Ákveðið var að hittast aftur fljótlega til að meta framvinduna. Vonast er til að þetta samstarf marki upphaf að vinnu til framtíðar til að tryggja sem best hag neytenda á markaði með alla notaða bíla,“ segir auk þess í tilkynningunni.
Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Procar Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að bregðast við mælasvindlinu af fullri hörku Neytendasamtökin segja að aðgerðir eins aðila hafi rúið heila atvinnugrein trausti. 20. febrúar 2019 21:31 Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Skora á stjórnvöld að bregðast við mælasvindlinu af fullri hörku Neytendasamtökin segja að aðgerðir eins aðila hafi rúið heila atvinnugrein trausti. 20. febrúar 2019 21:31
Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15
Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent