Veðurtepptir ljósmyndarar láta veðrið ekki á sig fá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2019 12:15 Það er töluvert hvassviðri í Mývatnssveit. Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson Stór hópur erlendra ljósmyndara bíður nú af sér óveðrið sem gengur yfir landið á Sel Hóteli við Mývatn. Bálhvasst er í Mývatnssveit en ferðamennirnir eru hinir rólegustu að sögn hótelstjórans. Líkt og komið hefur fram er er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag vegna mikils hvassviðris sem gengur nú yfir landið. Þar er Mývatnssveit engin undantekning. „Það er býsna sterkur vindur, suðvestanvindur og ég er að horfa hérna á flaggstöng fyrir utan hótelið og hún svignar nú ágætlega. Eins sér maður hérna upp þar þar sem ekki er frosið á vatninu að það rýkur alveg af vatninu. Þannig að það er býsna mikill vindur,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson hótelstjóri Sels Hótels.Sjá einnig:Óveður gengur yfir landið Um fimmtíu manns bíða nú á hótelinu eftir að veðrinu slotar, þar á meðal tveir hópar áhugaljósmyndara sem nýta tímann í annað á meðan veðrið geisar.Ferðamennirnir eru hinir rólegustu yfir veðurofsanum.Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson„Við ráðlögðum flestum eða öllum sem eru á hótelinu hjá okkur að doka fram eftir degi og leyfa mesta vindinum að fara yfir. Það eru allir bara rólegir hérna. Það eru tveir myndatökuhópar og þeir fóru báðir bara í innivinnu,“ segir Yngvi Ragnar. Sumir hafa þó ákveðið að halda af stað en helstu vegir á Norðurlandi eru nokkuð greiðfærir ef frá er talið hvassviðrið. „Það eru nokkrir sem hafa farið og við höfum bara farið yfir það með þeim á staðkunnugan hátt hvar eru sviptivindar og annað og beðið fólk um að fara varlega. Flestir eru nú bara rólegir og bíða fram yfir hádegi og sjá hvernig veðrið gengur yfir,“ segir Yngvi Ragnar. Á þessum árstíma eru Mývetningar þó vanari snjókomu og frosti, fremur en hlýindum og hvassviðri. „Það koma alls konar veður í Mývatnssveit. Við erum miklu vanari miklum frostum og snjóum en þetta veður er eiginlega hiti og hlýindi og er að taka allan snjóinn þannig að þetta er svona öfugsnúið veður fyrir okkar.“ Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Veður Tengdar fréttir Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga. 26. febrúar 2019 06:55 Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. 26. febrúar 2019 07:43 Vaktin: Óveður gengur yfir landið Appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. 26. febrúar 2019 08:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Stór hópur erlendra ljósmyndara bíður nú af sér óveðrið sem gengur yfir landið á Sel Hóteli við Mývatn. Bálhvasst er í Mývatnssveit en ferðamennirnir eru hinir rólegustu að sögn hótelstjórans. Líkt og komið hefur fram er er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag vegna mikils hvassviðris sem gengur nú yfir landið. Þar er Mývatnssveit engin undantekning. „Það er býsna sterkur vindur, suðvestanvindur og ég er að horfa hérna á flaggstöng fyrir utan hótelið og hún svignar nú ágætlega. Eins sér maður hérna upp þar þar sem ekki er frosið á vatninu að það rýkur alveg af vatninu. Þannig að það er býsna mikill vindur,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson hótelstjóri Sels Hótels.Sjá einnig:Óveður gengur yfir landið Um fimmtíu manns bíða nú á hótelinu eftir að veðrinu slotar, þar á meðal tveir hópar áhugaljósmyndara sem nýta tímann í annað á meðan veðrið geisar.Ferðamennirnir eru hinir rólegustu yfir veðurofsanum.Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson„Við ráðlögðum flestum eða öllum sem eru á hótelinu hjá okkur að doka fram eftir degi og leyfa mesta vindinum að fara yfir. Það eru allir bara rólegir hérna. Það eru tveir myndatökuhópar og þeir fóru báðir bara í innivinnu,“ segir Yngvi Ragnar. Sumir hafa þó ákveðið að halda af stað en helstu vegir á Norðurlandi eru nokkuð greiðfærir ef frá er talið hvassviðrið. „Það eru nokkrir sem hafa farið og við höfum bara farið yfir það með þeim á staðkunnugan hátt hvar eru sviptivindar og annað og beðið fólk um að fara varlega. Flestir eru nú bara rólegir og bíða fram yfir hádegi og sjá hvernig veðrið gengur yfir,“ segir Yngvi Ragnar. Á þessum árstíma eru Mývetningar þó vanari snjókomu og frosti, fremur en hlýindum og hvassviðri. „Það koma alls konar veður í Mývatnssveit. Við erum miklu vanari miklum frostum og snjóum en þetta veður er eiginlega hiti og hlýindi og er að taka allan snjóinn þannig að þetta er svona öfugsnúið veður fyrir okkar.“
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Veður Tengdar fréttir Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga. 26. febrúar 2019 06:55 Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. 26. febrúar 2019 07:43 Vaktin: Óveður gengur yfir landið Appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. 26. febrúar 2019 08:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga. 26. febrúar 2019 06:55
Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. 26. febrúar 2019 07:43
Vaktin: Óveður gengur yfir landið Appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. 26. febrúar 2019 08:00