Innlent

Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skólahald fellur bæði niður í Þelamerkurskóla sem og Hlíðarskóla fyrir norðan í dag vegna veðurs.
Skólahald fellur bæði niður í Þelamerkurskóla sem og Hlíðarskóla fyrir norðan í dag vegna veðurs. vísir/vilhelm
Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. Skólahald fellur einnig niður í Þelamerkurskóla í Hörgársveit eins og Vísir greindi frá í morgun en afar slæmu veðri er spáð í dag norðan- og austanlands.

Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víða um land og má búast við að veðrið nái hámarki á milli klukkan 9 og 14 í dag samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Vegna veðurs má reikna með að skólahald falli niður víða á landinu í dag. Hafirðu ábendingu um slíkt geturðu sent okkur tölvupóst á ritstjorn@visir.is og við komum því til skila.


Tengdar fréttir

Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu

Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×