Innlent

Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skólahald fellur bæði niður í Þelamerkurskóla sem og Hlíðarskóla fyrir norðan í dag vegna veðurs.
Skólahald fellur bæði niður í Þelamerkurskóla sem og Hlíðarskóla fyrir norðan í dag vegna veðurs. vísir/vilhelm

Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. Skólahald fellur einnig niður í Þelamerkurskóla í Hörgársveit eins og Vísir greindi frá í morgun en afar slæmu veðri er spáð í dag norðan- og austanlands.

Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víða um land og má búast við að veðrið nái hámarki á milli klukkan 9 og 14 í dag samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Vegna veðurs má reikna með að skólahald falli niður víða á landinu í dag. Hafirðu ábendingu um slíkt geturðu sent okkur tölvupóst á ritstjorn@visir.is og við komum því til skila.


Tengdar fréttir

Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu

Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.