Fá ekki afslátt á hitaveitunni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. febrúar 2019 07:30 Frá Laugalandi. fréttablaðið/Veitur Veitur ætla ekki að verða við áskorun sveitarstjórna í Rangárþingi ytra og Rangárþingi eystra um að lækka hitaveitureikninga íbúa á svæðinu. „Sveitarstjórn harmar að Veitur skuli ekki samþykkja að koma til móts við íbúa sem þurftu að greiða margfalda hitaveitureikninga vegna vandræða Veitna við afhendingu á heitu vatni undanfarið og skorar á Veitur að endurskoða þá ákvörðun,“ bókar sveitarstjórn Rangárþings ytra vegna málsins. Segist sveitarstjórnin leggja mikinn þunga á að Veitur setji mun meiri kraft í öflun á heitu vatni fyrir vaxandi byggð. „Skoða ber alla möguleika í þeim efnum m.a. að sækja heitt vatn frá vesturbakka Þjórsár þar sem nægar uppsprettur virðast vera.“ Á fundi fulltrúa sveitarfélaganna með fulltrúum Veitna kom fram að eftirspurn eftir heitu vatni jókst um 9 prósent milli 2017 og 2018. Ekki hafi gengið vel að anna þessari eftirspurn. „Á fundinum kom fram að Veitur munu ekki taka á sig hluta kostnaðar vegna hærri reikninga sem hluti íbúa fékk síðastliðið haust,“ segir í minnisblaði af fundinum. Sveitarfélögin segja ástæðu hækkandi heitavatnsreikninga meiri notkun vegna lækkandi hitastigs á vatninu en Veitur segja ástæðuna fyrst og fremst kaldara veður í fyrra en árið 2017. „Í Rangárþingi miða Veitur við að lágmarkshiti til afhendingar í dreifbýli sé 50 gráður en 55 gráður í þéttbýli. Hitastig í Reykjavík inn í hús er að minnsta kosti 60 gráður en misjafnt eftir hverfum, hiti út úr kerfi í Reykjavík er um 80 gráður,“ segir í minnisblaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira
Veitur ætla ekki að verða við áskorun sveitarstjórna í Rangárþingi ytra og Rangárþingi eystra um að lækka hitaveitureikninga íbúa á svæðinu. „Sveitarstjórn harmar að Veitur skuli ekki samþykkja að koma til móts við íbúa sem þurftu að greiða margfalda hitaveitureikninga vegna vandræða Veitna við afhendingu á heitu vatni undanfarið og skorar á Veitur að endurskoða þá ákvörðun,“ bókar sveitarstjórn Rangárþings ytra vegna málsins. Segist sveitarstjórnin leggja mikinn þunga á að Veitur setji mun meiri kraft í öflun á heitu vatni fyrir vaxandi byggð. „Skoða ber alla möguleika í þeim efnum m.a. að sækja heitt vatn frá vesturbakka Þjórsár þar sem nægar uppsprettur virðast vera.“ Á fundi fulltrúa sveitarfélaganna með fulltrúum Veitna kom fram að eftirspurn eftir heitu vatni jókst um 9 prósent milli 2017 og 2018. Ekki hafi gengið vel að anna þessari eftirspurn. „Á fundinum kom fram að Veitur munu ekki taka á sig hluta kostnaðar vegna hærri reikninga sem hluti íbúa fékk síðastliðið haust,“ segir í minnisblaði af fundinum. Sveitarfélögin segja ástæðu hækkandi heitavatnsreikninga meiri notkun vegna lækkandi hitastigs á vatninu en Veitur segja ástæðuna fyrst og fremst kaldara veður í fyrra en árið 2017. „Í Rangárþingi miða Veitur við að lágmarkshiti til afhendingar í dreifbýli sé 50 gráður en 55 gráður í þéttbýli. Hitastig í Reykjavík inn í hús er að minnsta kosti 60 gráður en misjafnt eftir hverfum, hiti út úr kerfi í Reykjavík er um 80 gráður,“ segir í minnisblaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira