Guðni forseti: „Ég er ekki í hópi ofurplokkara“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 19:45 Forseti Íslands er ekki í hópi ofurplokkara en segist gjarnan með sér poka fyrir rusl þegar hann fer út að skokka. Nokkur hundruð tóku þátt í skipulögðu plokki á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri um land allt á stóra plokkdeginum 2019 sem fór fram í dag. Þátttakan fór langt fram úr björtustu vonum að sögn skipuleggjenda. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Skipulagt plokk fór fram víða um land í dag en Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn formlega klukkan tíu í morgun. Forsetahjónin voru svo mætt í Garðabæinn síðdegis ásamt fleirum öflugum plokkurum. „Fólk er búið að vera mjög duglegt á undan okkur. Þetta er ekki mjög mikið hér,“ sagði Eliza Reid forsetafrú þegar fréttastofa náði af henni tali við plokk í Garðabænum í dag. „Ég er kannski ekki mest dugleg en ég get sagt að Guðni sé mjög duglegur að gera þetta, hann er mjög duglegur þegar hann fer út að skokka.“Eliza Reid forsetafrú plokkar.Mynd/aðsendSjálfur segist forsetinn ekki vera meðal þeirra allra duglegustu, en hann grípi með sér poka annað slagið. „Ég geri þetta nú ekki hvern dag eða neitt svoleiðis, ég er ekki í hópi ofurplokkara en mér finnst þetta ágætis tilbreyting þegar ég fer út að skokka,“ segir Guðni. Verst þykir honum að sjá sígarettustubba og annað rusl sem augljóst er að einhver hefur skilið eftir. „Mikið af þessu er bara svona fokrusl, gamall korkur og eitthvað sem kemur bara með veðri og vindum og verður kannski ekkert ráðið við. En það sem er kannski ögn meira pirrandi eru sígarettustubbarnir sem er allt of mikið af og fólk er kannski að fleygja í hugsunarleysi eða leti.“ Unga kynslóðin lét sitt ekki eftr liggja en þær Steinunn Stefánsdóttir og Lydía Dhour Friðfinnsdóttir voru meðal þeirra sem plokkuðu við hlið forsetans í dag. Aðspurð segist Steinunn hafa fundið mikið rusl í dag. „Við höfum fundið bara alls konar,“ segir Lydía. Guðni Th. Jóhannesson plokkaði líka rusl.Mynd/aðsend Forseti Íslands Umhverfismál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira
Forseti Íslands er ekki í hópi ofurplokkara en segist gjarnan með sér poka fyrir rusl þegar hann fer út að skokka. Nokkur hundruð tóku þátt í skipulögðu plokki á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri um land allt á stóra plokkdeginum 2019 sem fór fram í dag. Þátttakan fór langt fram úr björtustu vonum að sögn skipuleggjenda. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Skipulagt plokk fór fram víða um land í dag en Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn formlega klukkan tíu í morgun. Forsetahjónin voru svo mætt í Garðabæinn síðdegis ásamt fleirum öflugum plokkurum. „Fólk er búið að vera mjög duglegt á undan okkur. Þetta er ekki mjög mikið hér,“ sagði Eliza Reid forsetafrú þegar fréttastofa náði af henni tali við plokk í Garðabænum í dag. „Ég er kannski ekki mest dugleg en ég get sagt að Guðni sé mjög duglegur að gera þetta, hann er mjög duglegur þegar hann fer út að skokka.“Eliza Reid forsetafrú plokkar.Mynd/aðsendSjálfur segist forsetinn ekki vera meðal þeirra allra duglegustu, en hann grípi með sér poka annað slagið. „Ég geri þetta nú ekki hvern dag eða neitt svoleiðis, ég er ekki í hópi ofurplokkara en mér finnst þetta ágætis tilbreyting þegar ég fer út að skokka,“ segir Guðni. Verst þykir honum að sjá sígarettustubba og annað rusl sem augljóst er að einhver hefur skilið eftir. „Mikið af þessu er bara svona fokrusl, gamall korkur og eitthvað sem kemur bara með veðri og vindum og verður kannski ekkert ráðið við. En það sem er kannski ögn meira pirrandi eru sígarettustubbarnir sem er allt of mikið af og fólk er kannski að fleygja í hugsunarleysi eða leti.“ Unga kynslóðin lét sitt ekki eftr liggja en þær Steinunn Stefánsdóttir og Lydía Dhour Friðfinnsdóttir voru meðal þeirra sem plokkuðu við hlið forsetans í dag. Aðspurð segist Steinunn hafa fundið mikið rusl í dag. „Við höfum fundið bara alls konar,“ segir Lydía. Guðni Th. Jóhannesson plokkaði líka rusl.Mynd/aðsend
Forseti Íslands Umhverfismál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira