Keyrðu frá Kína til Íslands og draumurinn rættist Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 20:30 Það tók ung kínversk hjón um þrjú ár að undirbúa draumaferðalagið til Íslands en hingað eru þau komin eftir fimm mánaða ferðalag í gegnum yfir þrjátíu lönd á húsbílnum sínum. Þau hafa lent í ýmsum hremmingum á leiðinni en segja það allt vera þess virði. Ferðalag þeirra Tong Tong og Baibai, sem eru 26 ára gömul, hófst í Pakistan eftir talsverðan undirbúning og langan akstur í gegnum Kína. „Fyrir fimm mánuðum hófst ferðin og við höfum farið í gegnum 30 lönd áður en við komum hingað,“ segir Tong Tong. Þau hafa fengist við ýmislegt skemmtilegt á leiðinni. „Við gerum myndbönd og öflum peninga á leiðinni,“ segir Baibai en Tong Tong er kokkur og hefur meðal annars selt kínverska rétti á leiðinni til að afla fjár. Ferðalagið hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig.Bíllinn er vel skreyttur með korti af leiðinni og fánum landanna sem þau koma við í á leiðinni.Vísir/Egill„Við misstum allt í Makedóníu. Sígaunar tóku hluti frá okkur, næstum allt,“ segir Baibai. „Þeir tóku þrjá Iphone-síma, þrjár myndavélar og töskuna mína, peningaveski og allt. Ég hef bara vegabréfið og þennan bíl,“ bætir Tong Tong við. Síðasti spölurinn var með Norrænu frá Danmörku til Seyðisfjarðar en þau segjast hafa fengið upplýsingar um að þetta sé í fyrsta sinn sem bíll með kínversku skráningarnúmeri fer með Norrænu til Íslands. Þau stoppa hér í tvær vikur en ætla að keyra aðra leið til baka. Þau gera ráð fyrir að ferðalagið heim taki um tvo mánuði en þau búa á lítilli í eyju í suðurhluta Kína, skammt frá Hong Kong. Tong Tong segist hafa fengið ferðabakteríuna frá föður sínum. Ferðalagið til Íslands hafði verið draumur föður Tong Tong sem aldrei varð að veruleika svo sonurinn og tengdadóttirin létu drauminn verða að veruleika í staðinn. „En þetta var líka minn draumur,“ segir Baibai, „áður en ég hitti hann, þá ferðaðist ég ein.“ Fylgjast má með ferðum þeirra á bæði Instagram og Youtube. Ferðamennska á Íslandi Kína Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Það tók ung kínversk hjón um þrjú ár að undirbúa draumaferðalagið til Íslands en hingað eru þau komin eftir fimm mánaða ferðalag í gegnum yfir þrjátíu lönd á húsbílnum sínum. Þau hafa lent í ýmsum hremmingum á leiðinni en segja það allt vera þess virði. Ferðalag þeirra Tong Tong og Baibai, sem eru 26 ára gömul, hófst í Pakistan eftir talsverðan undirbúning og langan akstur í gegnum Kína. „Fyrir fimm mánuðum hófst ferðin og við höfum farið í gegnum 30 lönd áður en við komum hingað,“ segir Tong Tong. Þau hafa fengist við ýmislegt skemmtilegt á leiðinni. „Við gerum myndbönd og öflum peninga á leiðinni,“ segir Baibai en Tong Tong er kokkur og hefur meðal annars selt kínverska rétti á leiðinni til að afla fjár. Ferðalagið hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig.Bíllinn er vel skreyttur með korti af leiðinni og fánum landanna sem þau koma við í á leiðinni.Vísir/Egill„Við misstum allt í Makedóníu. Sígaunar tóku hluti frá okkur, næstum allt,“ segir Baibai. „Þeir tóku þrjá Iphone-síma, þrjár myndavélar og töskuna mína, peningaveski og allt. Ég hef bara vegabréfið og þennan bíl,“ bætir Tong Tong við. Síðasti spölurinn var með Norrænu frá Danmörku til Seyðisfjarðar en þau segjast hafa fengið upplýsingar um að þetta sé í fyrsta sinn sem bíll með kínversku skráningarnúmeri fer með Norrænu til Íslands. Þau stoppa hér í tvær vikur en ætla að keyra aðra leið til baka. Þau gera ráð fyrir að ferðalagið heim taki um tvo mánuði en þau búa á lítilli í eyju í suðurhluta Kína, skammt frá Hong Kong. Tong Tong segist hafa fengið ferðabakteríuna frá föður sínum. Ferðalagið til Íslands hafði verið draumur föður Tong Tong sem aldrei varð að veruleika svo sonurinn og tengdadóttirin létu drauminn verða að veruleika í staðinn. „En þetta var líka minn draumur,“ segir Baibai, „áður en ég hitti hann, þá ferðaðist ég ein.“ Fylgjast má með ferðum þeirra á bæði Instagram og Youtube.
Ferðamennska á Íslandi Kína Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira