Keyrðu frá Kína til Íslands og draumurinn rættist Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 20:30 Það tók ung kínversk hjón um þrjú ár að undirbúa draumaferðalagið til Íslands en hingað eru þau komin eftir fimm mánaða ferðalag í gegnum yfir þrjátíu lönd á húsbílnum sínum. Þau hafa lent í ýmsum hremmingum á leiðinni en segja það allt vera þess virði. Ferðalag þeirra Tong Tong og Baibai, sem eru 26 ára gömul, hófst í Pakistan eftir talsverðan undirbúning og langan akstur í gegnum Kína. „Fyrir fimm mánuðum hófst ferðin og við höfum farið í gegnum 30 lönd áður en við komum hingað,“ segir Tong Tong. Þau hafa fengist við ýmislegt skemmtilegt á leiðinni. „Við gerum myndbönd og öflum peninga á leiðinni,“ segir Baibai en Tong Tong er kokkur og hefur meðal annars selt kínverska rétti á leiðinni til að afla fjár. Ferðalagið hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig.Bíllinn er vel skreyttur með korti af leiðinni og fánum landanna sem þau koma við í á leiðinni.Vísir/Egill„Við misstum allt í Makedóníu. Sígaunar tóku hluti frá okkur, næstum allt,“ segir Baibai. „Þeir tóku þrjá Iphone-síma, þrjár myndavélar og töskuna mína, peningaveski og allt. Ég hef bara vegabréfið og þennan bíl,“ bætir Tong Tong við. Síðasti spölurinn var með Norrænu frá Danmörku til Seyðisfjarðar en þau segjast hafa fengið upplýsingar um að þetta sé í fyrsta sinn sem bíll með kínversku skráningarnúmeri fer með Norrænu til Íslands. Þau stoppa hér í tvær vikur en ætla að keyra aðra leið til baka. Þau gera ráð fyrir að ferðalagið heim taki um tvo mánuði en þau búa á lítilli í eyju í suðurhluta Kína, skammt frá Hong Kong. Tong Tong segist hafa fengið ferðabakteríuna frá föður sínum. Ferðalagið til Íslands hafði verið draumur föður Tong Tong sem aldrei varð að veruleika svo sonurinn og tengdadóttirin létu drauminn verða að veruleika í staðinn. „En þetta var líka minn draumur,“ segir Baibai, „áður en ég hitti hann, þá ferðaðist ég ein.“ Fylgjast má með ferðum þeirra á bæði Instagram og Youtube. Ferðamennska á Íslandi Kína Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Það tók ung kínversk hjón um þrjú ár að undirbúa draumaferðalagið til Íslands en hingað eru þau komin eftir fimm mánaða ferðalag í gegnum yfir þrjátíu lönd á húsbílnum sínum. Þau hafa lent í ýmsum hremmingum á leiðinni en segja það allt vera þess virði. Ferðalag þeirra Tong Tong og Baibai, sem eru 26 ára gömul, hófst í Pakistan eftir talsverðan undirbúning og langan akstur í gegnum Kína. „Fyrir fimm mánuðum hófst ferðin og við höfum farið í gegnum 30 lönd áður en við komum hingað,“ segir Tong Tong. Þau hafa fengist við ýmislegt skemmtilegt á leiðinni. „Við gerum myndbönd og öflum peninga á leiðinni,“ segir Baibai en Tong Tong er kokkur og hefur meðal annars selt kínverska rétti á leiðinni til að afla fjár. Ferðalagið hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig.Bíllinn er vel skreyttur með korti af leiðinni og fánum landanna sem þau koma við í á leiðinni.Vísir/Egill„Við misstum allt í Makedóníu. Sígaunar tóku hluti frá okkur, næstum allt,“ segir Baibai. „Þeir tóku þrjá Iphone-síma, þrjár myndavélar og töskuna mína, peningaveski og allt. Ég hef bara vegabréfið og þennan bíl,“ bætir Tong Tong við. Síðasti spölurinn var með Norrænu frá Danmörku til Seyðisfjarðar en þau segjast hafa fengið upplýsingar um að þetta sé í fyrsta sinn sem bíll með kínversku skráningarnúmeri fer með Norrænu til Íslands. Þau stoppa hér í tvær vikur en ætla að keyra aðra leið til baka. Þau gera ráð fyrir að ferðalagið heim taki um tvo mánuði en þau búa á lítilli í eyju í suðurhluta Kína, skammt frá Hong Kong. Tong Tong segist hafa fengið ferðabakteríuna frá föður sínum. Ferðalagið til Íslands hafði verið draumur föður Tong Tong sem aldrei varð að veruleika svo sonurinn og tengdadóttirin létu drauminn verða að veruleika í staðinn. „En þetta var líka minn draumur,“ segir Baibai, „áður en ég hitti hann, þá ferðaðist ég ein.“ Fylgjast má með ferðum þeirra á bæði Instagram og Youtube.
Ferðamennska á Íslandi Kína Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira