Hafna uppbyggingu á Granda Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2019 06:15 Áform á Línbergsreitnum gera ráð fyrir yfir 40 þúsund fermetra húsnæði á Fiskislóð, aftan við gömlu verbúðirnar við Grandagarð. ASK ARKITEKTAR Ósk Faxaflóahafna um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar í Örfirisey vegna lóðanna númer 16-32 við Fiskislóð og númer 39-93 við Grandagarð hefur verið hafnað hjá embætti skipulagsfulltrúa borgarinnar. Samkvæmt tillögu sem Ask arkitektar unnu fólst í deiliskipulagsbreytingunni að rífa ætti núverandi húsnæði á lóðunum, á svokölluðum Línbergsreit sem er aftan við verbúðirnar á Granda. Er þar um að ræða átta byggingar; iðnaðarhúsnæði frá á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Í staðinn átti að reisa tveggja til fimm hæða byggingar fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi sem mest væri skrifstofuhúsnæði. Fiskislóð 16-32 er í eigu Línbergs ehf., sem aftur er í eigu Landbergs ehf., félags hjónanna Hjörleifs Þór Jakobssonar og Hjördísar Ásberg. „Breytingartillagan nær einnig til verbúða á Grandagarði 39-93 sem eru friðaðar byggingar í eigu Faxaflóahafna. Lagt er til að opna á aðgengi frá Grandagarði með því að fjarlægja eina verbúð og að heimild verði gefin til að opna verbúðir á norðurhlið til þess að skapa betri tengingu til lóða Línbergs frá Grandagarði,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa.ASK arkitektarÞá kemur fram að húsnæðið sem ætlunin var að rífa sé 5.744 fermetra og að flatarmál nýrra bygginga yrði allt að 38.841 fermetri ofanjarðar auk 6.516 fermetra í bílastæðahúsi. „Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að koma til móts við aukna eftirspurn eftir húsnæði til ýmissa nota á svæðinu ásamt því að skapa opin svæði fyrir viðburði, en ferðamennska og menningarstarfsemi auk hafnsækinnar starfsemi hefur aukist á hafnarsvæðum sambærilegra borga,“ segir í umsögninni. Fram kemur að Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn geri ekki athugasemdir við að opnað verði á tengingu frá Grandagarði í gegnum eina verbúð, ef steypt þak verbúðarinnar fái að halda sér og að breytingarnar verði afturkræfar. „Bæði Minjastofnun og Borgarsögusafn gera hins vegar athugasemd við opnun verbúðanna baka til.“ Þá rekur skipulagsfulltrúi að núgildandi deiliskipulag Vesturhafnar hafi að markmiði að sameina margar deiliskipulagsáætlanir í eina, ásamt því að vera áfram hafnarsvæði og svæði fyrir hafnsækna starfsemi. „Ekki voru neinar nýjar byggingarheimildir skilgreindar á umræddum lóðum við vinnslu deiliskipulagsins. Mikill þrýstingur er þó á breytingar á deiliskipulagið frá ýmsum áttum.“ Umferðarmál setja áformunum á Línbergsreitnum miklar skorður. „Nýting lóða bara á reit Línbergs mun klára þann kvóta umferðarsköpunar sem eftir er án þess að til komi veruleg umferðarvandamál,“ vitnar skipulagsfulltrúi til umsagnar samgöngustjóra borgarinnar. Fyrirspurnir vegna sömu lóða verið afgreiddar með þeirri umsögn skipulagsfulltrúa að ekki sé hægt að taka afstöðu til einnar lóðar eða brot af svæði án þess að skoða alla Vesturhöfnina heildstætt. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Ósk Faxaflóahafna um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar í Örfirisey vegna lóðanna númer 16-32 við Fiskislóð og númer 39-93 við Grandagarð hefur verið hafnað hjá embætti skipulagsfulltrúa borgarinnar. Samkvæmt tillögu sem Ask arkitektar unnu fólst í deiliskipulagsbreytingunni að rífa ætti núverandi húsnæði á lóðunum, á svokölluðum Línbergsreit sem er aftan við verbúðirnar á Granda. Er þar um að ræða átta byggingar; iðnaðarhúsnæði frá á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Í staðinn átti að reisa tveggja til fimm hæða byggingar fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi sem mest væri skrifstofuhúsnæði. Fiskislóð 16-32 er í eigu Línbergs ehf., sem aftur er í eigu Landbergs ehf., félags hjónanna Hjörleifs Þór Jakobssonar og Hjördísar Ásberg. „Breytingartillagan nær einnig til verbúða á Grandagarði 39-93 sem eru friðaðar byggingar í eigu Faxaflóahafna. Lagt er til að opna á aðgengi frá Grandagarði með því að fjarlægja eina verbúð og að heimild verði gefin til að opna verbúðir á norðurhlið til þess að skapa betri tengingu til lóða Línbergs frá Grandagarði,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa.ASK arkitektarÞá kemur fram að húsnæðið sem ætlunin var að rífa sé 5.744 fermetra og að flatarmál nýrra bygginga yrði allt að 38.841 fermetri ofanjarðar auk 6.516 fermetra í bílastæðahúsi. „Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að koma til móts við aukna eftirspurn eftir húsnæði til ýmissa nota á svæðinu ásamt því að skapa opin svæði fyrir viðburði, en ferðamennska og menningarstarfsemi auk hafnsækinnar starfsemi hefur aukist á hafnarsvæðum sambærilegra borga,“ segir í umsögninni. Fram kemur að Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn geri ekki athugasemdir við að opnað verði á tengingu frá Grandagarði í gegnum eina verbúð, ef steypt þak verbúðarinnar fái að halda sér og að breytingarnar verði afturkræfar. „Bæði Minjastofnun og Borgarsögusafn gera hins vegar athugasemd við opnun verbúðanna baka til.“ Þá rekur skipulagsfulltrúi að núgildandi deiliskipulag Vesturhafnar hafi að markmiði að sameina margar deiliskipulagsáætlanir í eina, ásamt því að vera áfram hafnarsvæði og svæði fyrir hafnsækna starfsemi. „Ekki voru neinar nýjar byggingarheimildir skilgreindar á umræddum lóðum við vinnslu deiliskipulagsins. Mikill þrýstingur er þó á breytingar á deiliskipulagið frá ýmsum áttum.“ Umferðarmál setja áformunum á Línbergsreitnum miklar skorður. „Nýting lóða bara á reit Línbergs mun klára þann kvóta umferðarsköpunar sem eftir er án þess að til komi veruleg umferðarvandamál,“ vitnar skipulagsfulltrúi til umsagnar samgöngustjóra borgarinnar. Fyrirspurnir vegna sömu lóða verið afgreiddar með þeirri umsögn skipulagsfulltrúa að ekki sé hægt að taka afstöðu til einnar lóðar eða brot af svæði án þess að skoða alla Vesturhöfnina heildstætt.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira