Málflutningur ekki uppbyggilegur Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2019 22:46 Fulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins í málefnum norðurslóða segir að málflutningur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í garð Kínverja á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni sé ekki uppbyggilegur. Samvinna þjóða sé líklegri til árangurs en átök. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi aðkomu Kínverja að norðurslóðamálum á fundi norðurskautsráðsins í Finnlandi í vikunni og gaf í skyn að þeir hefðu einhver annarleg markmið í huga sem stöfuðu ekki af áhyggjum af loftslagsbreytingum. Gao Feng, fulltrúi kínverka utanríkisráðuneytisins í norðurslóðamálum, var einn fjölmargra sem ávarpaði ráðstefnu Hringborðs norðurslóða á fyrsta degi hennar í Shanghæ í dag. „Það er eina leiðin að okkar mati, að taka þátt í lausninni á vandamálum norðurslóða, ekki standa í átökum. Þetta hefur djúpstæð áhrif um allan heim,“ segir Gao Feng. Hátt í 600 manns frá um 30 ríkjum eru saman komin í Vísinda-og tæknisafninu í Sjanghæ til að ræða málefni norðurslóða. Kínverjar menga manna allra mest en þeir hafa líka gripið til fjölmargra aðgerða til að draga úr losun sinni. Fyrir utan árleg þing Hringborðsins á Íslandi í október hefur það staðið fyrir ráðstefnum um norðurslóðir víðsvegar um heim og er ráðstefnan í Sjanghæ sú níunda í röðinni. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðsins eða Arctic Circle segir miklar breytingar hafa átt sér stað í stefnu Kínverja í umhverfismálum á undanförnum árum. Þeir vilji til að mynda skipta kolum út fyrir vind-og jarðvarmaveitur og sólarorku og séu stærstu framleiðendur sólarsella í heiminum. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Shanghæ og framtíð Kína.“ Hinir gríðarháu skrifstofuturnar í Shanghæ hafa allir verið byggðir á undanförnum 20 árum en vegna mikilla kolabrennslu, bæði orkuvera og verksmiðja er loftmengun mikið vandamál í öllum helstu borgum landsins. Forseti Íslands Kína Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Fulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins í málefnum norðurslóða segir að málflutningur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í garð Kínverja á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni sé ekki uppbyggilegur. Samvinna þjóða sé líklegri til árangurs en átök. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi aðkomu Kínverja að norðurslóðamálum á fundi norðurskautsráðsins í Finnlandi í vikunni og gaf í skyn að þeir hefðu einhver annarleg markmið í huga sem stöfuðu ekki af áhyggjum af loftslagsbreytingum. Gao Feng, fulltrúi kínverka utanríkisráðuneytisins í norðurslóðamálum, var einn fjölmargra sem ávarpaði ráðstefnu Hringborðs norðurslóða á fyrsta degi hennar í Shanghæ í dag. „Það er eina leiðin að okkar mati, að taka þátt í lausninni á vandamálum norðurslóða, ekki standa í átökum. Þetta hefur djúpstæð áhrif um allan heim,“ segir Gao Feng. Hátt í 600 manns frá um 30 ríkjum eru saman komin í Vísinda-og tæknisafninu í Sjanghæ til að ræða málefni norðurslóða. Kínverjar menga manna allra mest en þeir hafa líka gripið til fjölmargra aðgerða til að draga úr losun sinni. Fyrir utan árleg þing Hringborðsins á Íslandi í október hefur það staðið fyrir ráðstefnum um norðurslóðir víðsvegar um heim og er ráðstefnan í Sjanghæ sú níunda í röðinni. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðsins eða Arctic Circle segir miklar breytingar hafa átt sér stað í stefnu Kínverja í umhverfismálum á undanförnum árum. Þeir vilji til að mynda skipta kolum út fyrir vind-og jarðvarmaveitur og sólarorku og séu stærstu framleiðendur sólarsella í heiminum. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Shanghæ og framtíð Kína.“ Hinir gríðarháu skrifstofuturnar í Shanghæ hafa allir verið byggðir á undanförnum 20 árum en vegna mikilla kolabrennslu, bæði orkuvera og verksmiðja er loftmengun mikið vandamál í öllum helstu borgum landsins.
Forseti Íslands Kína Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira