Innlent

Báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá leitinni við Þingvallavatn í gær.
Frá leitinni við Þingvallavatn í gær. Mynd/Landsbjörg
Lögreglan telur bátinn sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær og bakpokann sem fannst í flæðarmáli vatnsins tilheyra sama einstaklingi og telur lögregla sig vita um hvern er að ræða. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við Svein Kristján Rúnarrson, yfirlögregluþjón á Suðurlandi.

Að sögn Sveins er um erlendan ferðamann að ræða. Búið er að hafa samband við fjölskyldu mannsins, sem er staðsett erlendis, í gegnum utanríkisþjónustuna.






Tengdar fréttir

Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju

Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Fundu bakpoka í flæðarmálinu

Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×