Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2019 15:24 Bjarni Daníel segir mótmælin hafa farið friðsamlega fram, eða allt þar til lögreglan kom og tók að stjaka við mótmælendum. visir/egill „Við vorum ekki að hindra aðgengi að þinghúsinu,“ segir Bjarni Daníel, einn þeirra sem var í hópi mótmælenda í dag, en þrír úr hópnum voru handteknir. Bjarni Daníel segir að lögreglan fari með rangt mál. „Við gerðum það bara örlítið óþægilegt fyrir þingmenn að komast þarna inn. Bara sýna að við værum ekki hætt að mótmæla.“Bjarni Daníel og aðrir mótmælendur telja að meðfylgjandi myndband sýni það svo ekki verður um villst að þau öftruðu engum inngöngu í húsið. Þetta hafi verið friðsamleg mótmæli. „Eins og sést á myndbandinu vorum við búin að skrifa á hendur okkar stutt skilaboð sem eru: Stöðvið brottvísanir. Sem er brýnasta krafa flóttafólks og okkar sem stöndum með þeim.“Bjarni Daníel er einn mótmælenda og hann segir að mótmælum sé hvergi nærri lokið.Mótmælum er hvergi nærri lokið, þeim lýkur ekki fyrr en stjórnvöld setjast að samningaborðinu og taka tillit til fimm atriða sem mótmælendur hafa sett fram: Kröfur flóttafólks. Tjaldið umdeilda sem komið hafði verið fyrir á Austurvelli var tekið niður vegna slæmra veðurskilyrða, til að mynda er stormi spáð í kvöld. Bjarni Daníels segist ekki vita hvort það fer upp aftur. Það verði bara að koma í ljós. Þá telur Bjarni vert að fram komi að ein af þeim þremur sem handtekin var fyrr í dag hafi verið tekin eftir að hún krafðist þess að lögreglan myndi koma tilmælum sínum á framfæri á ensku einnig. „Flóttafólkið flest skilur ekki íslensku nægjanlega vel til að skilja þessi tilmæli. En, lögreglan gerði það ekki og var hún handtekin í kjölfar þess, að hún benti á þetta.“ Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
„Við vorum ekki að hindra aðgengi að þinghúsinu,“ segir Bjarni Daníel, einn þeirra sem var í hópi mótmælenda í dag, en þrír úr hópnum voru handteknir. Bjarni Daníel segir að lögreglan fari með rangt mál. „Við gerðum það bara örlítið óþægilegt fyrir þingmenn að komast þarna inn. Bara sýna að við værum ekki hætt að mótmæla.“Bjarni Daníel og aðrir mótmælendur telja að meðfylgjandi myndband sýni það svo ekki verður um villst að þau öftruðu engum inngöngu í húsið. Þetta hafi verið friðsamleg mótmæli. „Eins og sést á myndbandinu vorum við búin að skrifa á hendur okkar stutt skilaboð sem eru: Stöðvið brottvísanir. Sem er brýnasta krafa flóttafólks og okkar sem stöndum með þeim.“Bjarni Daníel er einn mótmælenda og hann segir að mótmælum sé hvergi nærri lokið.Mótmælum er hvergi nærri lokið, þeim lýkur ekki fyrr en stjórnvöld setjast að samningaborðinu og taka tillit til fimm atriða sem mótmælendur hafa sett fram: Kröfur flóttafólks. Tjaldið umdeilda sem komið hafði verið fyrir á Austurvelli var tekið niður vegna slæmra veðurskilyrða, til að mynda er stormi spáð í kvöld. Bjarni Daníels segist ekki vita hvort það fer upp aftur. Það verði bara að koma í ljós. Þá telur Bjarni vert að fram komi að ein af þeim þremur sem handtekin var fyrr í dag hafi verið tekin eftir að hún krafðist þess að lögreglan myndi koma tilmælum sínum á framfæri á ensku einnig. „Flóttafólkið flest skilur ekki íslensku nægjanlega vel til að skilja þessi tilmæli. En, lögreglan gerði það ekki og var hún handtekin í kjölfar þess, að hún benti á þetta.“
Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31