Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2019 20:30 Vegarkaflinn er 3,2 kílómetrar og liggur um Hafnarfjörð, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Mynd/Stöð 2. Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, nærri tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegarkaflinn sem á að tvöfalda liggur frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum og er 3,2 kílómetra langur. Þar sem þetta er stærsta verk Vegagerðarinnar á þessu ári biðu menn nokkuð spenntir að sjá hvaða fjárhæðir kæmu upp úr umslögunum þegar þau voru opnuð í dag.Frá opnun tilboða í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lægsta talan hljóðaði upp á 1.864 milljónir króna. Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar áttu saman þetta boð, sem reyndist 91 prósent af 2.050 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hin tilboðin, frá Ístaki, Íslenskum aðalverktökum og Suðurverki og Loftorku reyndust yfir kostnaðaráætlun.Fjögur tilboð bárust. Verkið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Við bjuggumst alveg eins við að þau yrðu töluvert hærri. En þarna er tilboð sem er tæplega tíu prósent lægra og það er vel,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar vonast til að framkvæmdir hefjist innan tveggja mánaða. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna, bæði hljóðmana og hljóðveggja.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.-Hvenær á svo framkvæmdinni að vera lokið? „Við getum sagt; svona í lok næsta árs,“ svarar Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15 Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður.“ 30. október 2018 07:15 Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar. 23. febrúar 2019 11:51 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, nærri tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegarkaflinn sem á að tvöfalda liggur frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum og er 3,2 kílómetra langur. Þar sem þetta er stærsta verk Vegagerðarinnar á þessu ári biðu menn nokkuð spenntir að sjá hvaða fjárhæðir kæmu upp úr umslögunum þegar þau voru opnuð í dag.Frá opnun tilboða í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lægsta talan hljóðaði upp á 1.864 milljónir króna. Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar áttu saman þetta boð, sem reyndist 91 prósent af 2.050 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hin tilboðin, frá Ístaki, Íslenskum aðalverktökum og Suðurverki og Loftorku reyndust yfir kostnaðaráætlun.Fjögur tilboð bárust. Verkið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Við bjuggumst alveg eins við að þau yrðu töluvert hærri. En þarna er tilboð sem er tæplega tíu prósent lægra og það er vel,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar vonast til að framkvæmdir hefjist innan tveggja mánaða. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna, bæði hljóðmana og hljóðveggja.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.-Hvenær á svo framkvæmdinni að vera lokið? „Við getum sagt; svona í lok næsta árs,“ svarar Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15 Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður.“ 30. október 2018 07:15 Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar. 23. febrúar 2019 11:51 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15
Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður.“ 30. október 2018 07:15
Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar. 23. febrúar 2019 11:51