Brottfall úr skóla að hluta rakið til ófullnægjandi íslenskukennslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 23:30 Brottfall barna úr framhaldsskólum má meðal annars tengja við ófullnægjandi íslenskukennslu upp menntastigann. Þetta segir Sigrún Ólafsdóttir, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún segir að börn vanti orðaforða þegar námið þyngist. Samkvæmt könnunum kemur Ísland illa út hvað varðar málfærni barna með íslensku sem annað tungumál. Niðurstöður PISA-prófanna benda til að lesskilningur barna sem eru með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá nýrri skýrslu Hagstofunnar þar sem fram kemur að brottfall barna innflytjenda eftir sautján ára aldur er töluvert meira en innlendra. „Að jafnaði eru leik- og grunnskólanemendur sem eru með íslensku sem annað mál ekki að ná stöðugum framförum í íslensku og þau bara hrökklast frá hinum og bilið eykst. Við erum í raun að standa okkur einna verst í þátttökulöndum PISA í því hvað mikill munur er á milli innfluttra og innfæddra nemenda fimmtán ára gamalla í lesskilningi,“ segir Sigrún.Hafa tífaldast á tuttugu árum Fjöldi barna innfluttra hefur tífaldast síðustu tvo áratugi. Í aðgerðaráætlun mennta- og menningarmálaráðherra fyrir árin 2019 til 2022 er stefnt á að auka stuðning við þennan hóp. En í aðalnámskrá grunnskóla er enginn rammi utan um hversu mörgum kennslustundum skuli varið sérstaklega til íslenskukennslu. Skólarnir geta því sjálfir valið hvernig eða hvort þeir sinni þessum hópi. Engin heildstæð stefna er um það. „Við þurfum að gæta þess að allir nemendur, þá er ég líka að tala um þá sem hafa íslensku sem móðurmál, fái að efla stöðugt og jafnt færni sína í að vera virkir málnotendur á íslenska tungu. Þannig að þeir geti lesið texta og skilið hann og unnið með textann á flóknari og flóknari hátt með hækkandi aldri. Líka að geta notað íslenska tungu um flókin málefni, um námið og líka í ritun,“ segir Sigrún. Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Brottfall barna úr framhaldsskólum má meðal annars tengja við ófullnægjandi íslenskukennslu upp menntastigann. Þetta segir Sigrún Ólafsdóttir, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún segir að börn vanti orðaforða þegar námið þyngist. Samkvæmt könnunum kemur Ísland illa út hvað varðar málfærni barna með íslensku sem annað tungumál. Niðurstöður PISA-prófanna benda til að lesskilningur barna sem eru með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá nýrri skýrslu Hagstofunnar þar sem fram kemur að brottfall barna innflytjenda eftir sautján ára aldur er töluvert meira en innlendra. „Að jafnaði eru leik- og grunnskólanemendur sem eru með íslensku sem annað mál ekki að ná stöðugum framförum í íslensku og þau bara hrökklast frá hinum og bilið eykst. Við erum í raun að standa okkur einna verst í þátttökulöndum PISA í því hvað mikill munur er á milli innfluttra og innfæddra nemenda fimmtán ára gamalla í lesskilningi,“ segir Sigrún.Hafa tífaldast á tuttugu árum Fjöldi barna innfluttra hefur tífaldast síðustu tvo áratugi. Í aðgerðaráætlun mennta- og menningarmálaráðherra fyrir árin 2019 til 2022 er stefnt á að auka stuðning við þennan hóp. En í aðalnámskrá grunnskóla er enginn rammi utan um hversu mörgum kennslustundum skuli varið sérstaklega til íslenskukennslu. Skólarnir geta því sjálfir valið hvernig eða hvort þeir sinni þessum hópi. Engin heildstæð stefna er um það. „Við þurfum að gæta þess að allir nemendur, þá er ég líka að tala um þá sem hafa íslensku sem móðurmál, fái að efla stöðugt og jafnt færni sína í að vera virkir málnotendur á íslenska tungu. Þannig að þeir geti lesið texta og skilið hann og unnið með textann á flóknari og flóknari hátt með hækkandi aldri. Líka að geta notað íslenska tungu um flókin málefni, um námið og líka í ritun,“ segir Sigrún.
Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira