Hlemmur verði eftirsóttur bíllaus staður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2019 08:53 Úr tillögu Mandaworks út en hún er önnur þeirra sem notuð var til þróunarvinnu við gerð deiliskipulagsins. Mynd/Mandaworks Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hlemmsvæðið. Svæðið mun taka stakkaskiptum á næstu árum verði framkvæmdir að veruleika. Borgarráð þarf að staðfesta deiliskipulagstillöguna til auglýsingar. Í desember árið 2018 var efnt til svokallaðar hugmyndaleitar þar sem leitað var eftir hugmyndum um framtíðarútlit svæðisins. Alls bárust þrjár tillögur um framtíð svæðisins frá Arkitekastofunum Landslagi, DLD land design og Mandaworks.Á vef Reyjavíkurborgar segir að tillögur arkitektastofanna Mandaworks og DLD hafi verið valdar til áframhaldandi þróunarvinnu við Hlemm fyrir endurhönnun svæðisins og gerð nýs deiliskipulags. „Meginmarkmið breytinganna er að skapa gott vistvænt umhverfi á Hlemmi fyrir gangandi vegfarendur, stað sem mun gegna mikilvægu hlutverki fyrir mannlíf og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir á vef Reykjavíkurborgar.Svona lítur tillaga Mandaworks út en hún er önnur þeirra sem notuð var til þróunarvinnu við gerð deiliskipulagsins.Mynd/MandaworksHlemmur eigi að vera kjörstaður fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, eftirsóttur bíllaus staður. Þannig verði akandi umferð beint frá svæðinu, nýr hjólastígur verði lagður meðfram svæðinu og tengir Hverfisgötu og Laugaveg upp að Bríetartúni. Þá verður Hlemmtorg rammað inn af smærri byggingum sem afmarki nýtt almenningsrými í austurhluta miðborgarinnar. Umbreyting norðurhluta Hlemmtorgs felist meðal annars í meiri gróðri en þar er nú og setbekkjum. Þess má geta að tillaga Mandaworks gerði ráð fyrir borðtennisbar og tillaga DLD gerði ráð fyrir gróðurhúsum á svæðinu.Skoða má deiliskipulagstillöguna nánar hér. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Strætó Tengdar fréttir Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20 Tvær stofur fá að móta framtíð Hlemmsvæðisins Reykjavíkurborg hefur valið stofurnar Mandaworks og DLD til að þróa í sameiningu Hlemmsvæðið 8. maí 2018 13:50 Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Gera ráð fyrir að bílaumferð víki fyrir gangandi vegfarendum við Hlemm Bílaumferð víkur fyrir gangandi vegfarendum í tillögum að nýju heildarútliti svæðisins við Hlemm. Samgöngustjóri Reykjavíkur vonar að framkvæmdir geti hafist næsta sumar, en nýtt deiliskipulag fer í vinnslu í haust. 20. ágúst 2018 20:59 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hlemmsvæðið. Svæðið mun taka stakkaskiptum á næstu árum verði framkvæmdir að veruleika. Borgarráð þarf að staðfesta deiliskipulagstillöguna til auglýsingar. Í desember árið 2018 var efnt til svokallaðar hugmyndaleitar þar sem leitað var eftir hugmyndum um framtíðarútlit svæðisins. Alls bárust þrjár tillögur um framtíð svæðisins frá Arkitekastofunum Landslagi, DLD land design og Mandaworks.Á vef Reyjavíkurborgar segir að tillögur arkitektastofanna Mandaworks og DLD hafi verið valdar til áframhaldandi þróunarvinnu við Hlemm fyrir endurhönnun svæðisins og gerð nýs deiliskipulags. „Meginmarkmið breytinganna er að skapa gott vistvænt umhverfi á Hlemmi fyrir gangandi vegfarendur, stað sem mun gegna mikilvægu hlutverki fyrir mannlíf og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir á vef Reykjavíkurborgar.Svona lítur tillaga Mandaworks út en hún er önnur þeirra sem notuð var til þróunarvinnu við gerð deiliskipulagsins.Mynd/MandaworksHlemmur eigi að vera kjörstaður fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, eftirsóttur bíllaus staður. Þannig verði akandi umferð beint frá svæðinu, nýr hjólastígur verði lagður meðfram svæðinu og tengir Hverfisgötu og Laugaveg upp að Bríetartúni. Þá verður Hlemmtorg rammað inn af smærri byggingum sem afmarki nýtt almenningsrými í austurhluta miðborgarinnar. Umbreyting norðurhluta Hlemmtorgs felist meðal annars í meiri gróðri en þar er nú og setbekkjum. Þess má geta að tillaga Mandaworks gerði ráð fyrir borðtennisbar og tillaga DLD gerði ráð fyrir gróðurhúsum á svæðinu.Skoða má deiliskipulagstillöguna nánar hér.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Strætó Tengdar fréttir Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20 Tvær stofur fá að móta framtíð Hlemmsvæðisins Reykjavíkurborg hefur valið stofurnar Mandaworks og DLD til að þróa í sameiningu Hlemmsvæðið 8. maí 2018 13:50 Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Gera ráð fyrir að bílaumferð víki fyrir gangandi vegfarendum við Hlemm Bílaumferð víkur fyrir gangandi vegfarendum í tillögum að nýju heildarútliti svæðisins við Hlemm. Samgöngustjóri Reykjavíkur vonar að framkvæmdir geti hafist næsta sumar, en nýtt deiliskipulag fer í vinnslu í haust. 20. ágúst 2018 20:59 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20
Tvær stofur fá að móta framtíð Hlemmsvæðisins Reykjavíkurborg hefur valið stofurnar Mandaworks og DLD til að þróa í sameiningu Hlemmsvæðið 8. maí 2018 13:50
Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00
Gera ráð fyrir að bílaumferð víki fyrir gangandi vegfarendum við Hlemm Bílaumferð víkur fyrir gangandi vegfarendum í tillögum að nýju heildarútliti svæðisins við Hlemm. Samgöngustjóri Reykjavíkur vonar að framkvæmdir geti hafist næsta sumar, en nýtt deiliskipulag fer í vinnslu í haust. 20. ágúst 2018 20:59