Ástandið á flakinu gerir rannsakendum erfitt fyrir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2019 11:23 Frá vettvangi í dag. Vélin er í forgrunni myndarinnar og eins sést þá kviknaði í henni. Landhelgisgæslan Ekki liggur fyrir hvers vegna lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á Skálafellsöxl, nærri Móskarðshnjúkum um miðjan dag í gær. Rannsókn á tildrögum slyssins gæti tekið langan tíma. Það þykir með ólíkindum að flugmaður lítillar flugvélar sem brotlenti á Skálfellsöxl í gær hafi ekki slasast alvarlega. Fyrstu upplýsingar um slysið komu í gegnum stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þegar neyðarsendir vélarinnar fór af stað og voru viðbragðsaðilar sendir á vettvang. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, fann manninn tæpri klukkustund eftir að neyðarboðin bárust og kom hann gangandi á móts við áhöfn þyrlunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn með einhverja áverka á andliti og fótum.Mikill viðbúnaður var vegna atviksins. Sjúkrabifreiðar voru meðal annars sendar á vettvang að Skálafelli.Vísir/VilhelmRannsókn á tildrögum slyssins hófst strax af hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugvélin er afar illa farin en eldur kom upp í henni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að vettvangsrannsókn hafi gengið vel en henni lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi. „Við tókum flakið saman og það var flutt á sérútbúnum björgunarsveitarbíl í bæinn og í flugskýli Rannsóknarnefndarinnar að því loknu. Í framhaldi af því var vettvangsvinnu lokið,“ segir Ragnar. Ragnar segir að rætt hafi verið við flugmanninn í gær en frekari skýrslutaka er fyrirhuguð.Flugmaðurinn fannst á Skálafelli.Loftmyndir ehf.„Aðstæður voru svo sem ágætar. Það kom í ljós eftir að við vorum komnir á vettvang að það var hægt að komast að á breyttum bílum. Þannig að aðgengi var betra en okkur var tjáð í fyrstu. Vélin var samt illa brunnin.“Hafið þið upplýsingar um hvað kom fyrir? „Ekki sem ég get tjáð mig um að svo stöddu.“ Ragnar segir að rannsóknin á flaki vélarinnar gæti orðið erfið þar sem það sé illa brunnið. „Óneitanlega er minna hægt að lesa út úr vettvangsgögnum þegar að slíkt er, en það er kannski of snemmt að segja hvað við munum samt fá út úr flakinu.“ Flugslysið í gær er það áttunda á aðeins nokkrum mánuðum og segir Ragnar að rannsókn þeirra muni taka langan tíma. „Það var ekkert flugslys í fyrra, sem var mjög gott en vanalega erum við með nokkur flugslys á ári. Við eigum svo sem eftir að fara yfir tölfræðina. Ég tel samt að þetta sé svona í hærri kantinum. Það sem er kannski óvenjulegt er að þau hafa öll verið á skömmum tíma eða þremur mánuðum.Hvað tekur svona rannsókn langan tíma? „Það er erfitt að segja. Það er margt sem spilar inn í þar einfaldlega vegna þess að það hefur verið mikið af flugslysum og alvarlegum flugatvikum í ár og vitanlega mun það líka hafa áhrif.“ Bláskógabyggð Fréttir af flugi Mosfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Rannsókn lokið á vettvangi flugslyssins Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum. 17. september 2019 23:00 Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvers vegna lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á Skálafellsöxl, nærri Móskarðshnjúkum um miðjan dag í gær. Rannsókn á tildrögum slyssins gæti tekið langan tíma. Það þykir með ólíkindum að flugmaður lítillar flugvélar sem brotlenti á Skálfellsöxl í gær hafi ekki slasast alvarlega. Fyrstu upplýsingar um slysið komu í gegnum stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þegar neyðarsendir vélarinnar fór af stað og voru viðbragðsaðilar sendir á vettvang. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, fann manninn tæpri klukkustund eftir að neyðarboðin bárust og kom hann gangandi á móts við áhöfn þyrlunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn með einhverja áverka á andliti og fótum.Mikill viðbúnaður var vegna atviksins. Sjúkrabifreiðar voru meðal annars sendar á vettvang að Skálafelli.Vísir/VilhelmRannsókn á tildrögum slyssins hófst strax af hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugvélin er afar illa farin en eldur kom upp í henni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að vettvangsrannsókn hafi gengið vel en henni lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi. „Við tókum flakið saman og það var flutt á sérútbúnum björgunarsveitarbíl í bæinn og í flugskýli Rannsóknarnefndarinnar að því loknu. Í framhaldi af því var vettvangsvinnu lokið,“ segir Ragnar. Ragnar segir að rætt hafi verið við flugmanninn í gær en frekari skýrslutaka er fyrirhuguð.Flugmaðurinn fannst á Skálafelli.Loftmyndir ehf.„Aðstæður voru svo sem ágætar. Það kom í ljós eftir að við vorum komnir á vettvang að það var hægt að komast að á breyttum bílum. Þannig að aðgengi var betra en okkur var tjáð í fyrstu. Vélin var samt illa brunnin.“Hafið þið upplýsingar um hvað kom fyrir? „Ekki sem ég get tjáð mig um að svo stöddu.“ Ragnar segir að rannsóknin á flaki vélarinnar gæti orðið erfið þar sem það sé illa brunnið. „Óneitanlega er minna hægt að lesa út úr vettvangsgögnum þegar að slíkt er, en það er kannski of snemmt að segja hvað við munum samt fá út úr flakinu.“ Flugslysið í gær er það áttunda á aðeins nokkrum mánuðum og segir Ragnar að rannsókn þeirra muni taka langan tíma. „Það var ekkert flugslys í fyrra, sem var mjög gott en vanalega erum við með nokkur flugslys á ári. Við eigum svo sem eftir að fara yfir tölfræðina. Ég tel samt að þetta sé svona í hærri kantinum. Það sem er kannski óvenjulegt er að þau hafa öll verið á skömmum tíma eða þremur mánuðum.Hvað tekur svona rannsókn langan tíma? „Það er erfitt að segja. Það er margt sem spilar inn í þar einfaldlega vegna þess að það hefur verið mikið af flugslysum og alvarlegum flugatvikum í ár og vitanlega mun það líka hafa áhrif.“
Bláskógabyggð Fréttir af flugi Mosfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Rannsókn lokið á vettvangi flugslyssins Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum. 17. september 2019 23:00 Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Rannsókn lokið á vettvangi flugslyssins Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum. 17. september 2019 23:00
Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38