Innlent

Rann­sókn lokið á vett­vangi flug­slyssins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi í dag. Vélin er í forgrunni myndarinnar og eins sést þá kviknaði í henni.
Frá vettvangi í dag. Vélin er í forgrunni myndarinnar og eins sést þá kviknaði í henni. vísir

Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum í kvöld.

Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugsviðs og rekstrarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir í samtali við Vísi rannsóknin hafi gengið vel. Þá hafi aðstæður á vettvangi verið góðar.

Það var á fjórða tímanum í dag sem viðbragðsaðilar fengu tilkynningu að lítil flugvél hefði brotlent á milli Móskarðshnjúka og Skálafells.

Flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi en þyrlan fann manninn um korter í fjögur þar sem hann var gangandi á toppi Skálafells.

Þorkell segir að alls hafi tíu manns verið að störfum við rannsóknina á vettvangi í dag og í kvöld, þar af sex til átta manns frá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Á meðal þess sem var gert var að fjarlægja flak vélarinnar af fjallinu og flytja hana í rannsóknarskýli nefndarinnar.

Þetta er áttunda flugslysið á árinu. Aðspurður hvort að það sé óvenjumikið segir Þorkell svo ekki vera, hins vegar hafi síðasta ár verið mjög sérstakt þar sem það varð ekkert flugslys.

Spurður út í það hvers vegna vélin brotlenti í dag segir Þorkell alltof snemmt að segja til um það.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.