„Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. september 2019 11:45 Umferðin er oft þung á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, að íbúar á ákveðnum svæðum höfuðborgarsvæðisins mættu búast við miklum kostnaði á ársgrundvelli yrðu tekin upp veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins.Í fréttum Ríkisútvarpsins um helgina var greint frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefði kynnt hugmyndir um að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins yrðu tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu. Í fréttinni kom fram að hugmyndir væru uppi um að gjöldin yrðu á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð, hæst á háannatíma en lægri á öðrum tímum sólarhrings.Áhyggjur af útgjöldum íbúaRunólfur var spurður álits á þessum hugmyndum í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina og sagðist hann vera undrandi á þessum hugmyndum.„Ef þetta væri að ganga fram þá mættu íbúar á ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu búast við að fá á sig viðbótarálögur sem væru kannski einhvers staðar á bilinu 30 til 40 þúsund krónur á mánuði. Ef við hugsum þetta í einu ári þá erum við komin í 4-500 þúsund og til að afla þeirra tekna þarf fólk að hafa yfir 700 þúsund í tekjur,“ sagði Runólfur meðal annars.Á mánudaginn var Jón, sem hefur um árabil verið helsti talsmaður veggjalda sem fjármögnunarleið til að flýta fyrir framkvæmdum í samgöngumálum, til viðtals í Bítinu á Bylgjunni og þar var hann spurður um hvort að þær tölur sem nefndar voru í frétt RÚV og komu fram í máli Runólfs, væru á veruleika byggðar. Telur veggjaldaleiðina hagkvæmdari en lántöku „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um,“ sagði Jón eins og fyrr segir og bætti við að þær hugmyndir sem kynntar hafi verið fyrir þingmönnum og öðrum hagsmunaaðilum um veggjöld á stofnæðum á höfuðborgarsvæðinu væru ekki fullunnar.„Menn hafa verið að skoða áætlun til fimmtán ára og það má segja að það sé komin svona beinagrind að þessu. Verðmiðinn á þessu er einhvers staðar 110 milljarðar plús mínus. Það eru mjög háar upphæðir. Það er verið að vinna með þá fjármögnunarleið til þess að geta flýtt þessu sem mest og geta látið þetta vera eins framþungt og hægt er á þessu tímabili, það að er að segja að uppbyggingin verði mun hraðari á fyrri hluta tímabilsins,“ sagði Jón.Sú fjármögnunarleið væri veggjöld. Brýn þörf væri á uppbyggingu í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Veggjaldaleiðin væri að mati Jóns hagkvæmari en aðrar leiðir.„Við teljum að með þessari leið verði allar þessar framkvæmdir miklu hagkvæmari fyrir okkur heldur en að gera það með lántöku,“ sagði Jón. Jón Gunnarsson, núverandi formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.Vísir/VilhelmKostnaður notenda megi ekki verða meiri en áður Í máli Jóns kom einnig fram að ekki væri tímabært að ræða tölur í samhengi við hvað hver ferð þar sem veggjöld yrðu rukkað myndi kosta. Hugmyndirnar væru ekki komnar á það stig.Málið er bara rétt hryggjarstykkið í dag. Það á algjörlega eftir að vinna þetta áfram og það er engan veginn tímabært að ræða þessar tölur Forsendurnar fyrir upptöku veggjalda væru í huga Jóns, og félaga hans í Sjálfstæðisflokknum, skýrar. „Þær verða að vera hógværar eins og ég hef alltaf sagt, við þurfum að skoða heildargjaldtökuna í samhengi og lækka gjöld á móti og síðan þarf þetta að vera þannig að í enda dagsins, að ávinningurinn verði alltaf miklu meiri en hann var fyrir. Þannig að það verði ekki að kosta þig meira að keyra þetta eftir að þetta er komið.“ Alþingi Bítið Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Geðshræring á Alþingi vegna tvíbókunar þingmanna Öll gjöld sem ríkið leggur á eins og eldsneytisgjald, áfengisgjald og önnur gjöld hækka um 2,5 prósent milli ára samkvæmt bandormsfrumvarpi fjármálaráðherra sem hann mælti fyrir á Alþingi í dag. 17. september 2019 20:15 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
„Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, að íbúar á ákveðnum svæðum höfuðborgarsvæðisins mættu búast við miklum kostnaði á ársgrundvelli yrðu tekin upp veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins.Í fréttum Ríkisútvarpsins um helgina var greint frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefði kynnt hugmyndir um að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins yrðu tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu. Í fréttinni kom fram að hugmyndir væru uppi um að gjöldin yrðu á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð, hæst á háannatíma en lægri á öðrum tímum sólarhrings.Áhyggjur af útgjöldum íbúaRunólfur var spurður álits á þessum hugmyndum í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina og sagðist hann vera undrandi á þessum hugmyndum.„Ef þetta væri að ganga fram þá mættu íbúar á ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu búast við að fá á sig viðbótarálögur sem væru kannski einhvers staðar á bilinu 30 til 40 þúsund krónur á mánuði. Ef við hugsum þetta í einu ári þá erum við komin í 4-500 þúsund og til að afla þeirra tekna þarf fólk að hafa yfir 700 þúsund í tekjur,“ sagði Runólfur meðal annars.Á mánudaginn var Jón, sem hefur um árabil verið helsti talsmaður veggjalda sem fjármögnunarleið til að flýta fyrir framkvæmdum í samgöngumálum, til viðtals í Bítinu á Bylgjunni og þar var hann spurður um hvort að þær tölur sem nefndar voru í frétt RÚV og komu fram í máli Runólfs, væru á veruleika byggðar. Telur veggjaldaleiðina hagkvæmdari en lántöku „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um,“ sagði Jón eins og fyrr segir og bætti við að þær hugmyndir sem kynntar hafi verið fyrir þingmönnum og öðrum hagsmunaaðilum um veggjöld á stofnæðum á höfuðborgarsvæðinu væru ekki fullunnar.„Menn hafa verið að skoða áætlun til fimmtán ára og það má segja að það sé komin svona beinagrind að þessu. Verðmiðinn á þessu er einhvers staðar 110 milljarðar plús mínus. Það eru mjög háar upphæðir. Það er verið að vinna með þá fjármögnunarleið til þess að geta flýtt þessu sem mest og geta látið þetta vera eins framþungt og hægt er á þessu tímabili, það að er að segja að uppbyggingin verði mun hraðari á fyrri hluta tímabilsins,“ sagði Jón.Sú fjármögnunarleið væri veggjöld. Brýn þörf væri á uppbyggingu í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Veggjaldaleiðin væri að mati Jóns hagkvæmari en aðrar leiðir.„Við teljum að með þessari leið verði allar þessar framkvæmdir miklu hagkvæmari fyrir okkur heldur en að gera það með lántöku,“ sagði Jón. Jón Gunnarsson, núverandi formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.Vísir/VilhelmKostnaður notenda megi ekki verða meiri en áður Í máli Jóns kom einnig fram að ekki væri tímabært að ræða tölur í samhengi við hvað hver ferð þar sem veggjöld yrðu rukkað myndi kosta. Hugmyndirnar væru ekki komnar á það stig.Málið er bara rétt hryggjarstykkið í dag. Það á algjörlega eftir að vinna þetta áfram og það er engan veginn tímabært að ræða þessar tölur Forsendurnar fyrir upptöku veggjalda væru í huga Jóns, og félaga hans í Sjálfstæðisflokknum, skýrar. „Þær verða að vera hógværar eins og ég hef alltaf sagt, við þurfum að skoða heildargjaldtökuna í samhengi og lækka gjöld á móti og síðan þarf þetta að vera þannig að í enda dagsins, að ávinningurinn verði alltaf miklu meiri en hann var fyrir. Þannig að það verði ekki að kosta þig meira að keyra þetta eftir að þetta er komið.“
Alþingi Bítið Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Geðshræring á Alþingi vegna tvíbókunar þingmanna Öll gjöld sem ríkið leggur á eins og eldsneytisgjald, áfengisgjald og önnur gjöld hækka um 2,5 prósent milli ára samkvæmt bandormsfrumvarpi fjármálaráðherra sem hann mælti fyrir á Alþingi í dag. 17. september 2019 20:15 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25
Geðshræring á Alþingi vegna tvíbókunar þingmanna Öll gjöld sem ríkið leggur á eins og eldsneytisgjald, áfengisgjald og önnur gjöld hækka um 2,5 prósent milli ára samkvæmt bandormsfrumvarpi fjármálaráðherra sem hann mælti fyrir á Alþingi í dag. 17. september 2019 20:15
Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent