Til Danmerkur eða Grænlands Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. mars 2019 06:00 Thomas Møller Olswen mun ekki afplána dóm sinn hér á landi. Fréttablaðið/Anton Brink „Mér fannst nú fullt tilefni til að taka málið til endurskoðunar,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller sem synjað var í gær um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Björgvin mun nú fara yfir þessa niðurstöðu með Thomasi. Ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir álitaefni, einkum varðandi brot á reglum um réttláta málsmeðferð, hefðu átt að gefa fullt tilefni til endurskoðunar. Björgvin segir Thomas munu afplána í Danmörku eða á Grænlandi. Í beiðni Thomasar til Hæstaréttar var lögð áhersla á meint vanhæfi dómsformannsins, Sigurðar Tómasar Magnússonar, annars vegar vegna greiðslna frá ákæruvaldinu fyrir útselda vinnu áður en Sigurður var skipaður dómari og hins vegar vegna góðs vinskapar dómsformannsins og Jóns H.B. Snorrasonar sem stýrði aðgerðum sérsveitar um borð í Polar Nanoq, en úrlausn málsins varðaði meðal annars lögmæti þeirra aðgerða. Vísað er til þess að Sigurður og Jón séu meðal annars saman í matarklúbbi. Þá var einnig sagt að handtaka Thomasar utan refsilögsögu landsins hafi verið ólögleg. Landsréttur hafi fallist á að hún hafi ekki lagastoð. Það eigi að leiða til þess að íslenska dómstóla bresti lögsögu til að leggja dóm á sök í málinu. Í beiðninni er einkum vísað til fíkniefnabrotsins um þetta atriði. Hæstiréttur taldi úrlausn um þessi atriði ekki hafa verulega almenna þýðingu eða að önnur mikilvæg rök væru til að heimila áfrýjun og hafnaði beiðninni. Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Dómsmál Grænland Tengdar fréttir Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. 28. febrúar 2019 17:42 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Mér fannst nú fullt tilefni til að taka málið til endurskoðunar,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller sem synjað var í gær um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Björgvin mun nú fara yfir þessa niðurstöðu með Thomasi. Ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir álitaefni, einkum varðandi brot á reglum um réttláta málsmeðferð, hefðu átt að gefa fullt tilefni til endurskoðunar. Björgvin segir Thomas munu afplána í Danmörku eða á Grænlandi. Í beiðni Thomasar til Hæstaréttar var lögð áhersla á meint vanhæfi dómsformannsins, Sigurðar Tómasar Magnússonar, annars vegar vegna greiðslna frá ákæruvaldinu fyrir útselda vinnu áður en Sigurður var skipaður dómari og hins vegar vegna góðs vinskapar dómsformannsins og Jóns H.B. Snorrasonar sem stýrði aðgerðum sérsveitar um borð í Polar Nanoq, en úrlausn málsins varðaði meðal annars lögmæti þeirra aðgerða. Vísað er til þess að Sigurður og Jón séu meðal annars saman í matarklúbbi. Þá var einnig sagt að handtaka Thomasar utan refsilögsögu landsins hafi verið ólögleg. Landsréttur hafi fallist á að hún hafi ekki lagastoð. Það eigi að leiða til þess að íslenska dómstóla bresti lögsögu til að leggja dóm á sök í málinu. Í beiðninni er einkum vísað til fíkniefnabrotsins um þetta atriði. Hæstiréttur taldi úrlausn um þessi atriði ekki hafa verulega almenna þýðingu eða að önnur mikilvæg rök væru til að heimila áfrýjun og hafnaði beiðninni.
Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Dómsmál Grænland Tengdar fréttir Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. 28. febrúar 2019 17:42 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. 28. febrúar 2019 17:42