Landsréttur staðfesti dóm „útfararstjórans“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2019 17:40 Landsréttur staðfesti dóminn sem féll í héraði. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir Gunnari Rúnari Gunnarssyni, sem héraðsdómur dæmdi í maí til sex mánaða fangelsisvistar fyrir stórfelld meiriháttar brot gegn skattalögum í rekstri tveggja einkahlutafélaga. Var hann sakfelldur fyrir að skila af sér efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum félaganna tveggja, sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður annars vegar, og daglegur stjórnandi annars vegar. Þá kvað dómurinn í héraði á um að Gunnari yrði gert að greiða 13,6 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins eða sæta sjö mánaða fangelsisvistar. Þar að auki var Gunnari gert að greiða allan sakarkostnað og laun verjanda síns, sem samtals nema um 2,2 milljónum króna. Samkvæmt dómi Landsréttar skal Gunnar einnig greiða áfrýjunarkostnað málsins og frekari málsvarnarlaun, sem samsvarar rúmri 1,7 milljónum til viðbótar.Þekktur „útfararstjóri“ Gunnar er einn tveggja „útfararstjóra“ sem meðal annars var fjallað var um í sjónvarpsþættinum Brestum sem sýndur var á Stöð 2 árið 2015, en það eru menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot, til að eigandinn, sá sem kom því á bjargbrúnina, geti haldið óflekkuðu mannorði. Þá kom fram í dómi héraðsdóms að samkvæmt sakavottorði ákærða hafi hann 14 sinnum áður verið sakfelldur fyrir refsiverðan verknað, þar af þrisvar fyrir kynferðisbrot, og að sakaferill hans teygi sig tæplega tvo og hálfan áratug aftur í tímann, til ársins 1995. Dómsmál Tengdar fréttir Margdæmdur „útfararstjóri“ jarðsetur enn eitt félagið Margdæmdur fjárglæfra- og kynferðisafbrotamaður keyrði byggingafélag í þrot á tveimur mánuðum. 10. janúar 2019 11:30 Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir Gunnari Rúnari Gunnarssyni, sem héraðsdómur dæmdi í maí til sex mánaða fangelsisvistar fyrir stórfelld meiriháttar brot gegn skattalögum í rekstri tveggja einkahlutafélaga. Var hann sakfelldur fyrir að skila af sér efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum félaganna tveggja, sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður annars vegar, og daglegur stjórnandi annars vegar. Þá kvað dómurinn í héraði á um að Gunnari yrði gert að greiða 13,6 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins eða sæta sjö mánaða fangelsisvistar. Þar að auki var Gunnari gert að greiða allan sakarkostnað og laun verjanda síns, sem samtals nema um 2,2 milljónum króna. Samkvæmt dómi Landsréttar skal Gunnar einnig greiða áfrýjunarkostnað málsins og frekari málsvarnarlaun, sem samsvarar rúmri 1,7 milljónum til viðbótar.Þekktur „útfararstjóri“ Gunnar er einn tveggja „útfararstjóra“ sem meðal annars var fjallað var um í sjónvarpsþættinum Brestum sem sýndur var á Stöð 2 árið 2015, en það eru menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot, til að eigandinn, sá sem kom því á bjargbrúnina, geti haldið óflekkuðu mannorði. Þá kom fram í dómi héraðsdóms að samkvæmt sakavottorði ákærða hafi hann 14 sinnum áður verið sakfelldur fyrir refsiverðan verknað, þar af þrisvar fyrir kynferðisbrot, og að sakaferill hans teygi sig tæplega tvo og hálfan áratug aftur í tímann, til ársins 1995.
Dómsmál Tengdar fréttir Margdæmdur „útfararstjóri“ jarðsetur enn eitt félagið Margdæmdur fjárglæfra- og kynferðisafbrotamaður keyrði byggingafélag í þrot á tveimur mánuðum. 10. janúar 2019 11:30 Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Margdæmdur „útfararstjóri“ jarðsetur enn eitt félagið Margdæmdur fjárglæfra- og kynferðisafbrotamaður keyrði byggingafélag í þrot á tveimur mánuðum. 10. janúar 2019 11:30
Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14