Viðskipti innlent

Margdæmdur „útfararstjóri“ jarðsetur enn eitt félagið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gunnar Rúnar Gunnarsson tók sæti í stjórn félagsins tveimur mánuðum áður en það var úrskurðað gjaldþrota.
Gunnar Rúnar Gunnarsson tók sæti í stjórn félagsins tveimur mánuðum áður en það var úrskurðað gjaldþrota. Getty/Nattapong Wongloungud

Byggingafélagið XS verk ehf. var þann 21. desember síðastliðinn tekið til gjaldþrotaskipta. Stjórnarmaður þess var Gunnar Rúnar Gunnarsson, sem reglulega hefur ratað í fjölmiðla á síðustu árum fyrir margvísleg afbrot og störf sín sem „útfararstjóri“ - sem er einstaklingur sem leppar einkahlutafélög á barmi gjaldþrots til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði.

Til að mynda var Gunnar dæmdur í sex mánaða fangelsi í maí í fyrra fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í störfum sínum sem framkvæmdastjóri tveggja slíkra félaga. Hann hafði áður verið sakfelldur fyrir fjórtán refsiverð brot, til að mynda kynferðisglæpi og fjársvik. Gunnar hét áður Gunnar Finnur Egilsson en lét breyta nafni sínu eftir að hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn andlega veikri konu.

Umrætt byggingafélag sem Gunnar Rúnar fór fyrir hét áður Cleanson ehf. og var starfsemi þess sögð lúta að rekstri bón- og þvottastöðvar. Félagið var stofnað árið 2015 og á næstu árum átti það eftir að skipta nokkrum sinnum um lögheimili.

Sjá einnig: Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði

Þann 16. október síðastliðin verður svo umturnun á félaginu. Nafni þess var breytt, verður að XS verk ehf., auk þess tilgangur þess verður að halda utan um almenna verktakavinnu við húsbyggingar, viðhald og uppsetningu innréttinga. Það er þá sem stjórn félagsins er skipt út og umræddur Gunnar Rúnar Gunnarsson stígur inn í framkvæmdastjórn þess, tekur við prókúruumboðinu og er skipaður stjórnarmaður.

Rétt rúmum tveimur mánuðum síðar úrskurðar Héraðsdómur Reykjavíkur að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta. Vignir Hreinsson, stjórnarmaður í Cleanson ehf., forvera XS verks, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. Hann hafi einfaldlega selt félagið og að upphæð viðskiptanna væri trúnaðarmál.

Skiptastjóri búsins segir í skilaboðum til fréttastofu að engin sjáanleg starfsemi hafi verið í félaginu við gjaldþrotið. Erfitt sé að meta hversu stórt gjaldþrotið er á þessari stundu, enda enn hægt að lýsa kröfum í búið, en að það hafi verið Tollstjóri sem fór fram á að félag Gunnars yrði tekið til gjaldþrotaskipta.

Fréttaskýringaþátturinn Brestur fjallaði vorið 2015 um kennitöluflakk og var þar meðal annars rætt við útfararstjóra. Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr þættinum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.