Túlkunin grundvallist á lögum og siðferðissjónarmiðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. mars 2019 12:14 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segist vera ánægður með að auglýsingin hafi vakið athygli. Það hafi einmitt verið ætlunin. Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, er ánægður með að gulu miðarnir séu að vekja athygli. Það hafi verið tilgangurinn með auglýsingunni. Vísir greindi frá því í morgun að Efling hefði látið gera einblöðunga þar sem þeim tilmælum var beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem hefst á miðnætti.Sjá nánar: Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna „Við viljum bara axla ábyrgð á því að ferðamenn séu rétt upplýstir um það sem er í vændum núna á fimmtudag og föstudag,“ segir Viðar. Forsvarsmenn Eflingar ætlist til þess að hópbifreiðaakstur falli niður með þeirri undantekningu að forstjórar og æðstu yfirmenn gangi í störfin. „Við gerum þá kröfu að okkar verkfallsboðun, sem er lögleg og hefur verið rækilega tilkynnt til allra hlutaðeigandi aðila samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sé virt og það eru okkar skilaboð.“ Samtök atvinnulífsins og Efling eru ekki sammála um túlkun laga sem fjalla um hverjir megi ganga í störf í verkföllum. Þannig hefur það viðgengist að starfsmenn sem ekki eru í VR og Eflingu hafa gengið í störfin. Efling telur það vera verkfallsbrot. Viðar segir að túlkun Eflingar á vinnulöggjöfinni hafi alltaf legið fyrir. Hún sé grundvölluð á lögum, hefðum, venjum og siðferðissjónarmiðum. „Við förum með samningsumboð fyrir hópbifreiðaakstur á þessu félagssvæði og þar af leiðir að þegar við förum í verkfallsaðgerðir þá eru þær til þess að verja kjör þeirra sem þar starfa og mér finnst í fyrsta lagi siðlaust og í öðru lagi líka á skjön við vinnulöggjöfina að atvinnurekendur séu að lýsa því yfir að þeir ætli að láta einstaklinga sem eru ranglega skráðir til félags vinna vinnu eins og ekkert hafi í skorist. Mér finnst það líka ábyrgðarlaust í ljósi þess að við erum búin að lýsa því yfir að við munum viðhafa verkfallsvörslu að þessir aðilar séu að láta þau boð út ganga til þá til að mynda væntanlega ferðamanna að þeir geti átt von á óskertri þjónustu á þessum verkfallsdögum.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41 SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, er ánægður með að gulu miðarnir séu að vekja athygli. Það hafi verið tilgangurinn með auglýsingunni. Vísir greindi frá því í morgun að Efling hefði látið gera einblöðunga þar sem þeim tilmælum var beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem hefst á miðnætti.Sjá nánar: Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna „Við viljum bara axla ábyrgð á því að ferðamenn séu rétt upplýstir um það sem er í vændum núna á fimmtudag og föstudag,“ segir Viðar. Forsvarsmenn Eflingar ætlist til þess að hópbifreiðaakstur falli niður með þeirri undantekningu að forstjórar og æðstu yfirmenn gangi í störfin. „Við gerum þá kröfu að okkar verkfallsboðun, sem er lögleg og hefur verið rækilega tilkynnt til allra hlutaðeigandi aðila samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sé virt og það eru okkar skilaboð.“ Samtök atvinnulífsins og Efling eru ekki sammála um túlkun laga sem fjalla um hverjir megi ganga í störf í verkföllum. Þannig hefur það viðgengist að starfsmenn sem ekki eru í VR og Eflingu hafa gengið í störfin. Efling telur það vera verkfallsbrot. Viðar segir að túlkun Eflingar á vinnulöggjöfinni hafi alltaf legið fyrir. Hún sé grundvölluð á lögum, hefðum, venjum og siðferðissjónarmiðum. „Við förum með samningsumboð fyrir hópbifreiðaakstur á þessu félagssvæði og þar af leiðir að þegar við förum í verkfallsaðgerðir þá eru þær til þess að verja kjör þeirra sem þar starfa og mér finnst í fyrsta lagi siðlaust og í öðru lagi líka á skjön við vinnulöggjöfina að atvinnurekendur séu að lýsa því yfir að þeir ætli að láta einstaklinga sem eru ranglega skráðir til félags vinna vinnu eins og ekkert hafi í skorist. Mér finnst það líka ábyrgðarlaust í ljósi þess að við erum búin að lýsa því yfir að við munum viðhafa verkfallsvörslu að þessir aðilar séu að láta þau boð út ganga til þá til að mynda væntanlega ferðamanna að þeir geti átt von á óskertri þjónustu á þessum verkfallsdögum.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41 SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41
SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda