Framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur vill sjá breytingar á skotvopnalöggjöf Eiður Þór Árnason skrifar 5. júlí 2019 14:15 Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur, vill að Íslendingar taki sér Norðmenn og Þjóðverja til fyrirmyndar. Fréttablaðið/Gunnar - Fréttablaðið/Arnþór Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur, hefur séð klára aukningu á þeim fjölda fólks sem sækist eftir því að eignast skammbyssur á undanförnum árum. Svipuð þróun hefur sést í öðrum skotfélögum. Samkvæmt lögum er eitt af skilyrðunum fyrir því að einstaklingur eignist skammbyssu það að sýnt sé fram á að hann hafi verið meðlimur í skotfélagi í minnst tvö ár og hafi þar stundað skotæfingar. Vinsældir skammbyssuskotfimi hafa aukist á undanförnum árum.Rætt var við Guðmund um málið í Mannlífi í dag, en í samtali við Vísir segist hann ekki kunna frekari skýringar á þessari aukningu fyrir utan þá staðreynd að skammbyssur séu ódýrari en önnur stærri skotvopn á borð við riffla og haglabyssur. Hann segir þróunina þar vera jafnari og ekki sé eins mikil ásókn í slík vopn, samanborið við skammbyssueign. Aðspurður um það hvort hann telji skotvopnalöggjöf hér á landi vera fullnægjandi svarar hann því að hann sé þeirrar skoðunar að þörf sé á frekari eftirfylgni með skotvopnaeign. „Ég er nú á móti öllum höftum, en þetta eru þannig tæki að allavega mér er ekki sama hvar þau liggja. Þannig að það mætti nú kannski alveg fylgja þessu eftir.“ Hér á landi sé ekki gerð nein krafa til skotvopnaeigenda um að þeim beri að vera áfram í skotfélagi og sinna æfingum eftir að þeir fái leyfi til kaupa á skotvopnum. Með breytingu þar á væri mögulega hægt að stuðla að hugarfarsbreytingu hjá óvirkari skotvopnaeigendum: „Þegar menn eru komnir með þetta í hendurnar þá sé litið svo á að það þurfi að nýta þetta. Þeir þurfi að mæta í klúbbana reglulega, sýna sig og að þeir séu sannarlega að nýta sér þessi tæki.“ „Þetta sé ekki bara til þess að eignast þau og strjúka þeim og horfa á sig í spegli kannski, eða eitthvað slíkt,“ segir hann í gamansömum tón. Guðmundur segir slíka skyldu til að mynda vera fyrir hendi í Noregi og Þýskalandi, þar sem stíf mætingarskylda er sett á skotvopnaeigendur. Hann hefði viljað sjá löggjafann fara í sömu átt hér á landi. Í því sambandi nefnir hann að hægt væri að virkja skotíþróttafélögin frekar þegar kemur að eftirfylgni og utanumhaldi skotvopnaeignar hér á landi.Vísir hefur sent fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra og óskað eftir upplýsingum um nýskráningu skotvopna. Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur, hefur séð klára aukningu á þeim fjölda fólks sem sækist eftir því að eignast skammbyssur á undanförnum árum. Svipuð þróun hefur sést í öðrum skotfélögum. Samkvæmt lögum er eitt af skilyrðunum fyrir því að einstaklingur eignist skammbyssu það að sýnt sé fram á að hann hafi verið meðlimur í skotfélagi í minnst tvö ár og hafi þar stundað skotæfingar. Vinsældir skammbyssuskotfimi hafa aukist á undanförnum árum.Rætt var við Guðmund um málið í Mannlífi í dag, en í samtali við Vísir segist hann ekki kunna frekari skýringar á þessari aukningu fyrir utan þá staðreynd að skammbyssur séu ódýrari en önnur stærri skotvopn á borð við riffla og haglabyssur. Hann segir þróunina þar vera jafnari og ekki sé eins mikil ásókn í slík vopn, samanborið við skammbyssueign. Aðspurður um það hvort hann telji skotvopnalöggjöf hér á landi vera fullnægjandi svarar hann því að hann sé þeirrar skoðunar að þörf sé á frekari eftirfylgni með skotvopnaeign. „Ég er nú á móti öllum höftum, en þetta eru þannig tæki að allavega mér er ekki sama hvar þau liggja. Þannig að það mætti nú kannski alveg fylgja þessu eftir.“ Hér á landi sé ekki gerð nein krafa til skotvopnaeigenda um að þeim beri að vera áfram í skotfélagi og sinna æfingum eftir að þeir fái leyfi til kaupa á skotvopnum. Með breytingu þar á væri mögulega hægt að stuðla að hugarfarsbreytingu hjá óvirkari skotvopnaeigendum: „Þegar menn eru komnir með þetta í hendurnar þá sé litið svo á að það þurfi að nýta þetta. Þeir þurfi að mæta í klúbbana reglulega, sýna sig og að þeir séu sannarlega að nýta sér þessi tæki.“ „Þetta sé ekki bara til þess að eignast þau og strjúka þeim og horfa á sig í spegli kannski, eða eitthvað slíkt,“ segir hann í gamansömum tón. Guðmundur segir slíka skyldu til að mynda vera fyrir hendi í Noregi og Þýskalandi, þar sem stíf mætingarskylda er sett á skotvopnaeigendur. Hann hefði viljað sjá löggjafann fara í sömu átt hér á landi. Í því sambandi nefnir hann að hægt væri að virkja skotíþróttafélögin frekar þegar kemur að eftirfylgni og utanumhaldi skotvopnaeignar hér á landi.Vísir hefur sent fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra og óskað eftir upplýsingum um nýskráningu skotvopna.
Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira