Framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur vill sjá breytingar á skotvopnalöggjöf Eiður Þór Árnason skrifar 5. júlí 2019 14:15 Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur, vill að Íslendingar taki sér Norðmenn og Þjóðverja til fyrirmyndar. Fréttablaðið/Gunnar - Fréttablaðið/Arnþór Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur, hefur séð klára aukningu á þeim fjölda fólks sem sækist eftir því að eignast skammbyssur á undanförnum árum. Svipuð þróun hefur sést í öðrum skotfélögum. Samkvæmt lögum er eitt af skilyrðunum fyrir því að einstaklingur eignist skammbyssu það að sýnt sé fram á að hann hafi verið meðlimur í skotfélagi í minnst tvö ár og hafi þar stundað skotæfingar. Vinsældir skammbyssuskotfimi hafa aukist á undanförnum árum.Rætt var við Guðmund um málið í Mannlífi í dag, en í samtali við Vísir segist hann ekki kunna frekari skýringar á þessari aukningu fyrir utan þá staðreynd að skammbyssur séu ódýrari en önnur stærri skotvopn á borð við riffla og haglabyssur. Hann segir þróunina þar vera jafnari og ekki sé eins mikil ásókn í slík vopn, samanborið við skammbyssueign. Aðspurður um það hvort hann telji skotvopnalöggjöf hér á landi vera fullnægjandi svarar hann því að hann sé þeirrar skoðunar að þörf sé á frekari eftirfylgni með skotvopnaeign. „Ég er nú á móti öllum höftum, en þetta eru þannig tæki að allavega mér er ekki sama hvar þau liggja. Þannig að það mætti nú kannski alveg fylgja þessu eftir.“ Hér á landi sé ekki gerð nein krafa til skotvopnaeigenda um að þeim beri að vera áfram í skotfélagi og sinna æfingum eftir að þeir fái leyfi til kaupa á skotvopnum. Með breytingu þar á væri mögulega hægt að stuðla að hugarfarsbreytingu hjá óvirkari skotvopnaeigendum: „Þegar menn eru komnir með þetta í hendurnar þá sé litið svo á að það þurfi að nýta þetta. Þeir þurfi að mæta í klúbbana reglulega, sýna sig og að þeir séu sannarlega að nýta sér þessi tæki.“ „Þetta sé ekki bara til þess að eignast þau og strjúka þeim og horfa á sig í spegli kannski, eða eitthvað slíkt,“ segir hann í gamansömum tón. Guðmundur segir slíka skyldu til að mynda vera fyrir hendi í Noregi og Þýskalandi, þar sem stíf mætingarskylda er sett á skotvopnaeigendur. Hann hefði viljað sjá löggjafann fara í sömu átt hér á landi. Í því sambandi nefnir hann að hægt væri að virkja skotíþróttafélögin frekar þegar kemur að eftirfylgni og utanumhaldi skotvopnaeignar hér á landi.Vísir hefur sent fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra og óskað eftir upplýsingum um nýskráningu skotvopna. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur, hefur séð klára aukningu á þeim fjölda fólks sem sækist eftir því að eignast skammbyssur á undanförnum árum. Svipuð þróun hefur sést í öðrum skotfélögum. Samkvæmt lögum er eitt af skilyrðunum fyrir því að einstaklingur eignist skammbyssu það að sýnt sé fram á að hann hafi verið meðlimur í skotfélagi í minnst tvö ár og hafi þar stundað skotæfingar. Vinsældir skammbyssuskotfimi hafa aukist á undanförnum árum.Rætt var við Guðmund um málið í Mannlífi í dag, en í samtali við Vísir segist hann ekki kunna frekari skýringar á þessari aukningu fyrir utan þá staðreynd að skammbyssur séu ódýrari en önnur stærri skotvopn á borð við riffla og haglabyssur. Hann segir þróunina þar vera jafnari og ekki sé eins mikil ásókn í slík vopn, samanborið við skammbyssueign. Aðspurður um það hvort hann telji skotvopnalöggjöf hér á landi vera fullnægjandi svarar hann því að hann sé þeirrar skoðunar að þörf sé á frekari eftirfylgni með skotvopnaeign. „Ég er nú á móti öllum höftum, en þetta eru þannig tæki að allavega mér er ekki sama hvar þau liggja. Þannig að það mætti nú kannski alveg fylgja þessu eftir.“ Hér á landi sé ekki gerð nein krafa til skotvopnaeigenda um að þeim beri að vera áfram í skotfélagi og sinna æfingum eftir að þeir fái leyfi til kaupa á skotvopnum. Með breytingu þar á væri mögulega hægt að stuðla að hugarfarsbreytingu hjá óvirkari skotvopnaeigendum: „Þegar menn eru komnir með þetta í hendurnar þá sé litið svo á að það þurfi að nýta þetta. Þeir þurfi að mæta í klúbbana reglulega, sýna sig og að þeir séu sannarlega að nýta sér þessi tæki.“ „Þetta sé ekki bara til þess að eignast þau og strjúka þeim og horfa á sig í spegli kannski, eða eitthvað slíkt,“ segir hann í gamansömum tón. Guðmundur segir slíka skyldu til að mynda vera fyrir hendi í Noregi og Þýskalandi, þar sem stíf mætingarskylda er sett á skotvopnaeigendur. Hann hefði viljað sjá löggjafann fara í sömu átt hér á landi. Í því sambandi nefnir hann að hægt væri að virkja skotíþróttafélögin frekar þegar kemur að eftirfylgni og utanumhaldi skotvopnaeignar hér á landi.Vísir hefur sent fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra og óskað eftir upplýsingum um nýskráningu skotvopna.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira