Milljónir streymdu inn á bankareikning grunaðra kókaínsmyglara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 08:00 Frá útivistarsvæðinu í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem mennirnir eru í gæsluvarðhaldi. Vísir/Vilhelm Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. Málið bíður aðalmeðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en mennirnir þrír hafa verið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp. Þeir eiga yfir höfði sér þunga dóma verði þeir sakfelldir enda um sérstaklega mikið magn fíkniefna að ræða. Vísir hefur þegar greint frá innflutningnum sem mönnunum þremur er gefið að sök. Tveir eru sakaðir um að hafa reynt að flytja efnin inn flugleiðina frá Frankfurt að fyrirmælum þriðja mannsins. Milljónir lagðar inn á banka Í ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti kemur fram að sá sem gaf fyrirmælin hafi á tímabilinu 1. janúar 2017 til 17. maí 2019 tekið við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings allt að fjárhæð rúmlega 19 milljóna króna með innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns ávana- og fíkniefna. Fjármunirnir voru lagðir inn á bankareikning mannsins af ýmsum aðilum og honum sjálfum. Hinir tveir eru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Annar fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019. Þriðji aðilinn virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur. Aðalmeðferð í málinu var huguð í þessari viku en hefur verið frestað. Mennirnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Stöðugur innflutningur á kókaíni Fréttablaðið greindi frá því í gær að íslenskur karlmaður væri í haldi lögreglu á Spáni grunaður um innflutning á fimm kílóum af kókaíni til Íslands. Er um enn eitt kókaínmálið á þessu ári. Tveir voru teknir með 5,5 kíló í Leifsstöð í september. Þá voru fimm kíló af kókaíni falin í bíl sem kom til landsins með Norrænu í ágúst. Alls hefur verið lagt hald á meira en 30 kíló af kókaíni við komu til landsins í ár. Kókaín er talsvert dýrara en önnur fíkniefni. Samkvæmt tölum SÁÁ hefur götuvirðið lækkað nokkuð frá árslokum 2017, farið úr rúmum 18 þúsund krónum fyrir grammið niður í 14 þúsund. Dómsmál Fíkn Tollgæslan Tengdar fréttir Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. Málið bíður aðalmeðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en mennirnir þrír hafa verið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp. Þeir eiga yfir höfði sér þunga dóma verði þeir sakfelldir enda um sérstaklega mikið magn fíkniefna að ræða. Vísir hefur þegar greint frá innflutningnum sem mönnunum þremur er gefið að sök. Tveir eru sakaðir um að hafa reynt að flytja efnin inn flugleiðina frá Frankfurt að fyrirmælum þriðja mannsins. Milljónir lagðar inn á banka Í ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti kemur fram að sá sem gaf fyrirmælin hafi á tímabilinu 1. janúar 2017 til 17. maí 2019 tekið við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings allt að fjárhæð rúmlega 19 milljóna króna með innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns ávana- og fíkniefna. Fjármunirnir voru lagðir inn á bankareikning mannsins af ýmsum aðilum og honum sjálfum. Hinir tveir eru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Annar fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019. Þriðji aðilinn virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur. Aðalmeðferð í málinu var huguð í þessari viku en hefur verið frestað. Mennirnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Stöðugur innflutningur á kókaíni Fréttablaðið greindi frá því í gær að íslenskur karlmaður væri í haldi lögreglu á Spáni grunaður um innflutning á fimm kílóum af kókaíni til Íslands. Er um enn eitt kókaínmálið á þessu ári. Tveir voru teknir með 5,5 kíló í Leifsstöð í september. Þá voru fimm kíló af kókaíni falin í bíl sem kom til landsins með Norrænu í ágúst. Alls hefur verið lagt hald á meira en 30 kíló af kókaíni við komu til landsins í ár. Kókaín er talsvert dýrara en önnur fíkniefni. Samkvæmt tölum SÁÁ hefur götuvirðið lækkað nokkuð frá árslokum 2017, farið úr rúmum 18 þúsund krónum fyrir grammið niður í 14 þúsund.
Dómsmál Fíkn Tollgæslan Tengdar fréttir Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26