Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 18:45 Ungbörn hafa þurft að leita til barnadeildar Landspítalans vegna nóróveiru. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í tæpa viku fyrir helgi vegna veirunnar. Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. Staðfest nóróveirusmit á ungbarnaleikskóla fékkst á mánudaginn í síðustu viku. Leikskólinn hefur pláss fyrir sextíu börn á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Nóróveirur eru bráðsmitandi og geta verið alvarlega þegar þær koma upp á fjölmennum stöðum, til að mynda leikskólum, skólum, dvalaheimilum og sjúkrahúsum. Á ungbarnaleikskólanum Ársól er hart tekið á því þegar veiran greinist. Skólastjóri leikskólans segir mörg börn og marga starfsmenn hafa veikst á síðustu tveimur vikum. „Vikan frá svona 16. október, þá voru mjög margir veikir. Það var innan við helmingur barna mætt 18. október. Starfsfólk smitaðist líka og þetta breiddist mjög hratt út,“ segir Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri á ungbarnaleikskólanum Ársól.Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar.Vísir/Baldur HrafnkellEkkert vit í öðru en að loka leikskólanum eftir að smitið fékkst staðfest „Það kom nóró fyrst fyrir fjórum árum og það var í raun þriggja mánaða ferli. Bæði börn og starfsfólk að smitast og hætti ekki fyrr en að þegar við lokuðum vegna jólaleyfis,“ segir Berglind. Með því að loka skólanum gengur veirusmit fyrr yfir. Skólahúsnæðið með öllu er sótthreinsað og foreldrar og börn í sóttkví heima við í að minnsta kosti fjóra sólarhringa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þurftu sum barnanna aðhlynningu á barnaspítala vegna veikinda. Berglind segir foreldra sýna lokun sem þessari skilning. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur HrafnkellHeilbrigðiseftirlitið kannaði aðstæður eftir fréttaflutning Engin formleg tilkynning hafði borist til sóttvarnalæknis eða heilbrigðisyfirvalda um smitið frá leikskólanum. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt sé að útrýma veirunni, hún sé viðvarandi í þjóðfélaginu og að við því sé að búast að fleiri smit komi upp. „Það er alltaf hætta á því að það geti gerst og þess vegna höfum við líka birt leiðbeiningar um það að fólk gæti að sér, þegar það umgengst einstaklinga með niðurgang, að það gæti vel að hreinlæti og handþvotti. Gæti vel að mætvælum og passa að það komi ekki smit í matvæli og vatn og svo framvegis en það gerist því miður af og til,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. „Ertu feginn að þessu sé lokið þetta árið? Ég ætla að vona að þetta sé búið. Maður veit aldrei. það hefur komið fyrir að við höfum fengið aftur þannig að við skulum bara krossa fingur og vona að allir hressist sem fyrst,“ segir Berglind. Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Ungbörn hafa þurft að leita til barnadeildar Landspítalans vegna nóróveiru. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í tæpa viku fyrir helgi vegna veirunnar. Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. Staðfest nóróveirusmit á ungbarnaleikskóla fékkst á mánudaginn í síðustu viku. Leikskólinn hefur pláss fyrir sextíu börn á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Nóróveirur eru bráðsmitandi og geta verið alvarlega þegar þær koma upp á fjölmennum stöðum, til að mynda leikskólum, skólum, dvalaheimilum og sjúkrahúsum. Á ungbarnaleikskólanum Ársól er hart tekið á því þegar veiran greinist. Skólastjóri leikskólans segir mörg börn og marga starfsmenn hafa veikst á síðustu tveimur vikum. „Vikan frá svona 16. október, þá voru mjög margir veikir. Það var innan við helmingur barna mætt 18. október. Starfsfólk smitaðist líka og þetta breiddist mjög hratt út,“ segir Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri á ungbarnaleikskólanum Ársól.Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar.Vísir/Baldur HrafnkellEkkert vit í öðru en að loka leikskólanum eftir að smitið fékkst staðfest „Það kom nóró fyrst fyrir fjórum árum og það var í raun þriggja mánaða ferli. Bæði börn og starfsfólk að smitast og hætti ekki fyrr en að þegar við lokuðum vegna jólaleyfis,“ segir Berglind. Með því að loka skólanum gengur veirusmit fyrr yfir. Skólahúsnæðið með öllu er sótthreinsað og foreldrar og börn í sóttkví heima við í að minnsta kosti fjóra sólarhringa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þurftu sum barnanna aðhlynningu á barnaspítala vegna veikinda. Berglind segir foreldra sýna lokun sem þessari skilning. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur HrafnkellHeilbrigðiseftirlitið kannaði aðstæður eftir fréttaflutning Engin formleg tilkynning hafði borist til sóttvarnalæknis eða heilbrigðisyfirvalda um smitið frá leikskólanum. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt sé að útrýma veirunni, hún sé viðvarandi í þjóðfélaginu og að við því sé að búast að fleiri smit komi upp. „Það er alltaf hætta á því að það geti gerst og þess vegna höfum við líka birt leiðbeiningar um það að fólk gæti að sér, þegar það umgengst einstaklinga með niðurgang, að það gæti vel að hreinlæti og handþvotti. Gæti vel að mætvælum og passa að það komi ekki smit í matvæli og vatn og svo framvegis en það gerist því miður af og til,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. „Ertu feginn að þessu sé lokið þetta árið? Ég ætla að vona að þetta sé búið. Maður veit aldrei. það hefur komið fyrir að við höfum fengið aftur þannig að við skulum bara krossa fingur og vona að allir hressist sem fyrst,“ segir Berglind.
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30