Brýnna verk að skoða auglýsingasölu RÚV Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. febrúar 2019 08:00 Sveinn R. Eyjólfsson er margreyndur í rekstri dagblaða. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Sveinn R. Eyjólfsson, einn reyndasti blaðaútgefandi landsins, telur frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla litlu breyta fyrir þá miðla sem mestu máli skipti. Endurskoðun á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði væri alvöru aðgerð. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta frumvarp hafi afskaplega lítið að segja fyrir alvöru fjölmiðla. Þetta er kannski til þess fallið að halda lífinu í þessum minni miðlum sem er kannski sjónarmið í sjálfu sér en breytir engu um rekstrarumhverfi þeirra fjölmiðla sem skipta mestu máli,“ segir Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi blaðaútgefandi, um frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Sveinn hefur mikla reynslu af blaðaútgáfu en hann var meðal annars útgefandi Vísis og stofnaði ásamt öðrum Dagblaðið, DV og Fréttablaðið. Aðspurður segist hann ekki þora að segja til um það hvort staða fjölmiðla nú sé verri en á hans tíð. „Ég var í þessu í 40 ár og þetta var upp og niður á þeim tíma. Maður þurfti að glíma við alls konar aðstæður.“ Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra gengur út á að einkareknir fjölmiðlar geti að uppfylltum skilyrðum fengið opinbera styrki til að mæta launakostnaði á ritstjórnum. Fleiri þættir eru til skoðunar eins og staða RÚV á auglýsingamarkaði. „Það er orðið löngu tímabært að fara yfir hlut RÚV á auglýsingamarkaði. Slíkar aðgerðir hefðu miklu meira vægi fyrir rekstur fjölmiðla. Það væri raunveruleg aðgerð.“ Fyrirmynd frumvarpsins er meðal annars sótt til hinna Norðurlandanna en Sveinn bendir á að þangað væri hægt að sækja fleiri hugmyndir. „Varðandi dagblöðin væri það skilvirkasta leiðin að fara þá leið sem Norðmenn fóru og veita styrki vegna pappírskaupa. Það kom dagblöðum mjög vel því þar er stór hluti kostnaðar. Þetta er líka markviss stuðningur því það fer ekkert á milli mála í hvað hann fer.“ Hann telur að sú þróun sem átt hefur sér stað í útgáfu dagblaða á Vesturlöndum þar sem blöðum fækkar og upplag minnkar verði ekki breytt. „Þetta er náttúrulega allt annað umhverfi en var í minni tíð. Þótt sjónvarpið kæmi þarna inn og færi að slást við okkur um auglýsingar þá var ekki netið þar að auki.“ Sveinn rifjar upp að þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í dagblaðabransanum hafi verið til staðar ákveðinn ríkisstyrkur sem fólst í því að ríkið keypti ákveðið margar áskriftir að dagblöðunum. „Það var eiginlega mitt fyrsta verk þegar ég byrjaði á Vísi að segja þessum áskriftum upp vegna þess að ég vildi ekki ríkisstyrk. Þar að auki vissi ég með sjálfum mér að lausasalan myndi taka við þessu sem reyndist raunin. Þetta var eini ríkisstyrkurinn á minni tíð en þetta var fellt niður upp úr þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Sveinn R. Eyjólfsson, einn reyndasti blaðaútgefandi landsins, telur frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla litlu breyta fyrir þá miðla sem mestu máli skipti. Endurskoðun á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði væri alvöru aðgerð. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta frumvarp hafi afskaplega lítið að segja fyrir alvöru fjölmiðla. Þetta er kannski til þess fallið að halda lífinu í þessum minni miðlum sem er kannski sjónarmið í sjálfu sér en breytir engu um rekstrarumhverfi þeirra fjölmiðla sem skipta mestu máli,“ segir Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi blaðaútgefandi, um frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Sveinn hefur mikla reynslu af blaðaútgáfu en hann var meðal annars útgefandi Vísis og stofnaði ásamt öðrum Dagblaðið, DV og Fréttablaðið. Aðspurður segist hann ekki þora að segja til um það hvort staða fjölmiðla nú sé verri en á hans tíð. „Ég var í þessu í 40 ár og þetta var upp og niður á þeim tíma. Maður þurfti að glíma við alls konar aðstæður.“ Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra gengur út á að einkareknir fjölmiðlar geti að uppfylltum skilyrðum fengið opinbera styrki til að mæta launakostnaði á ritstjórnum. Fleiri þættir eru til skoðunar eins og staða RÚV á auglýsingamarkaði. „Það er orðið löngu tímabært að fara yfir hlut RÚV á auglýsingamarkaði. Slíkar aðgerðir hefðu miklu meira vægi fyrir rekstur fjölmiðla. Það væri raunveruleg aðgerð.“ Fyrirmynd frumvarpsins er meðal annars sótt til hinna Norðurlandanna en Sveinn bendir á að þangað væri hægt að sækja fleiri hugmyndir. „Varðandi dagblöðin væri það skilvirkasta leiðin að fara þá leið sem Norðmenn fóru og veita styrki vegna pappírskaupa. Það kom dagblöðum mjög vel því þar er stór hluti kostnaðar. Þetta er líka markviss stuðningur því það fer ekkert á milli mála í hvað hann fer.“ Hann telur að sú þróun sem átt hefur sér stað í útgáfu dagblaða á Vesturlöndum þar sem blöðum fækkar og upplag minnkar verði ekki breytt. „Þetta er náttúrulega allt annað umhverfi en var í minni tíð. Þótt sjónvarpið kæmi þarna inn og færi að slást við okkur um auglýsingar þá var ekki netið þar að auki.“ Sveinn rifjar upp að þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í dagblaðabransanum hafi verið til staðar ákveðinn ríkisstyrkur sem fólst í því að ríkið keypti ákveðið margar áskriftir að dagblöðunum. „Það var eiginlega mitt fyrsta verk þegar ég byrjaði á Vísi að segja þessum áskriftum upp vegna þess að ég vildi ekki ríkisstyrk. Þar að auki vissi ég með sjálfum mér að lausasalan myndi taka við þessu sem reyndist raunin. Þetta var eini ríkisstyrkurinn á minni tíð en þetta var fellt niður upp úr þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44
Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15
Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45