Chelsea í Evrópuúrslitaleikjum: Dramatík, Drogba og Terry rennur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2019 13:30 Hetjur Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2012; Petr Cech og Didier Drogba. Sá fyrrnefndi mætir sínu gamla félagi í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. vísir/getty Chelsea mætir Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í Aserbaídsjan í kvöld. Líkt og hjá Arsenal er þetta sjötti úrslitaleikur Chelsea í Evrópukeppni. Árangur Chelsea í Evrópuúrslitaleikjum er hins vegar öllu betri en árangur Arsenal. Tímabilið 1970-71 komst Chelsea í úrslit Evrópukeppni bikarhafa eftir sigur á Manchester City í undanúrslitunum, 2-0 samanlagt. Í úrslitaleiknum á Kariskakis vellinum í Aþenu mætti Chelsea Real Madrid. Peter Osgood kom Chelsea yfir á 56. mínútu en Ignacio Zoco jafnaði fyrir Real Madrid á lokamínútunni. Staðan var enn jöfn eftir framlengingu og því þurftu liðin að mætast öðru sinni tveimur dögum síðar. Þá vann Chelsea, 2-1, með mörkum Johns Dempsey og Osgoods.Leikmenn Chelsea sem unnu Evrópukeppni bikarhafa 1971.vísir/gettyChelsea mætti Stuttgart á Råsunda vellinum í Stokkhólmi í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1997-98. Gianfranco Zola tryggði Chelsea sigurinn þegar hann skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu, skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þjálfari Stuttgart á þessum tíma var Joachim Löw, núverandi þjálfari þýska landsliðsins. Gianluca Vialli var spilandi þjálfari Chelsea. Chelsea komst í fyrsta sinn í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2007-08 undir stjórn Avrams Grant sem tók við liðinu af José Mourinho í byrjun tímabils. Í úrslitaleiknum á Luzhniki vellinum í Moskvu mætti Chelsea nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester United. Cristiano Ronaldo kom United yfir á 26. mínútu en Frank Lampard jafnaði skömmu fyrir hálfleik. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Petr Cech varði frá Ronaldo og John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn. En hann rann á rennblautum vellinum og skot hans fór í stöngina. Edwin van der Sar tryggði United svo sigurinn í bráðabana með því að verja víti frá Nicolas Anelka. Fjórum árum síðar komst Chelsea aftur í úrslit Meistaradeildarinnar og aftur undir stjórn bráðabirgðastjóra; Robertos Di Matteo. Og líkt og 2008 réðust úrslitin í vítakeppni. Í úrslitaleiknum mætti Chelsea Bayern München á þeirra heimavelli, Allianz Arena í München. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og komust yfir á 83. mínútu með marki Thomas Müller. En fimm mínútum síðar jafnaði Didier Drogba með skalla eftir hornspyrnu Juans Mata. Drogba tryggði Chelsea svo Evrópumeistaratitilinn með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins í vítakeppninni. Þetta var síðasti leikur hans fyrir Chelsea (í bili) og hann fékk uppreisn æru eftir að hafa verið rekinn út af í úrslitaleiknum gegn United fjórum árum fyrr. Cech varði tvær spyrnur frá leikmönnum Bayern í vítakeppninni og kórónaði stórleik sinn. Hann mun standa í marki Arsenal í leiknum í Bakú í kvöld en það er síðasti leikur Tékkans á ferlinum. Titilvörn Chelsea var hálf endaslepp og liðið komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni. Chelsea fór því í Evrópudeildina og vann hana. Í úrslitaleiknum á Amsterdam Arena vann Chelsea 2-1 sigur á Benfica. Fernando Torres kom Chelsea yfir á 60. mínútu en Óscar Cardozo jafnaði átta mínútum síðar. Branislav Ivanovic skoraði svo sigurmark Chelsea í uppbótartíma. Eins og 2008 og 2012 var með Chelsea með bráðabirgðastjóra í brúnni; Rafa Benítez. Leikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sarri rauk út af lokaæfingu Chelsea Spennan magnast innan herbúða Chelsa en knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri rauk út af æfingu Chelsea á Ólympíuleikvangnum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. 28. maí 2019 22:00 Komin dagsetning á hvenær Hazard verður kynntur hjá Real Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Eden Hazard gangi í raðir Real Madrid og spænska félagið hefur meira að segja ákveðið hvenær það ætli að kynna leikmanninn fyrir stuðningsmönnum sínum. 29. maí 2019 13:00 Sarri fundaði með Juventus en Chelsea ætlar ekki að reka hann Juventus vill fá Maurizio Sarri til þess að taka við stjórn liðsins en Chelsea ætlar ekki að reka Ítalann. Þetta segir fréttastofa Sky Sports. 28. maí 2019 06:00 Arsenal í Evrópuúrslitaleikjum: Nayim, misheppnuð víti og gleði og sorg á Parken Arsenal leikur í sjötta sinn til úrslita í Evrópukeppni þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. maí 2019 11:30 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Sjá meira
Chelsea mætir Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í Aserbaídsjan í kvöld. Líkt og hjá Arsenal er þetta sjötti úrslitaleikur Chelsea í Evrópukeppni. Árangur Chelsea í Evrópuúrslitaleikjum er hins vegar öllu betri en árangur Arsenal. Tímabilið 1970-71 komst Chelsea í úrslit Evrópukeppni bikarhafa eftir sigur á Manchester City í undanúrslitunum, 2-0 samanlagt. Í úrslitaleiknum á Kariskakis vellinum í Aþenu mætti Chelsea Real Madrid. Peter Osgood kom Chelsea yfir á 56. mínútu en Ignacio Zoco jafnaði fyrir Real Madrid á lokamínútunni. Staðan var enn jöfn eftir framlengingu og því þurftu liðin að mætast öðru sinni tveimur dögum síðar. Þá vann Chelsea, 2-1, með mörkum Johns Dempsey og Osgoods.Leikmenn Chelsea sem unnu Evrópukeppni bikarhafa 1971.vísir/gettyChelsea mætti Stuttgart á Råsunda vellinum í Stokkhólmi í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1997-98. Gianfranco Zola tryggði Chelsea sigurinn þegar hann skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu, skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þjálfari Stuttgart á þessum tíma var Joachim Löw, núverandi þjálfari þýska landsliðsins. Gianluca Vialli var spilandi þjálfari Chelsea. Chelsea komst í fyrsta sinn í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2007-08 undir stjórn Avrams Grant sem tók við liðinu af José Mourinho í byrjun tímabils. Í úrslitaleiknum á Luzhniki vellinum í Moskvu mætti Chelsea nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester United. Cristiano Ronaldo kom United yfir á 26. mínútu en Frank Lampard jafnaði skömmu fyrir hálfleik. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Petr Cech varði frá Ronaldo og John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn. En hann rann á rennblautum vellinum og skot hans fór í stöngina. Edwin van der Sar tryggði United svo sigurinn í bráðabana með því að verja víti frá Nicolas Anelka. Fjórum árum síðar komst Chelsea aftur í úrslit Meistaradeildarinnar og aftur undir stjórn bráðabirgðastjóra; Robertos Di Matteo. Og líkt og 2008 réðust úrslitin í vítakeppni. Í úrslitaleiknum mætti Chelsea Bayern München á þeirra heimavelli, Allianz Arena í München. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og komust yfir á 83. mínútu með marki Thomas Müller. En fimm mínútum síðar jafnaði Didier Drogba með skalla eftir hornspyrnu Juans Mata. Drogba tryggði Chelsea svo Evrópumeistaratitilinn með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins í vítakeppninni. Þetta var síðasti leikur hans fyrir Chelsea (í bili) og hann fékk uppreisn æru eftir að hafa verið rekinn út af í úrslitaleiknum gegn United fjórum árum fyrr. Cech varði tvær spyrnur frá leikmönnum Bayern í vítakeppninni og kórónaði stórleik sinn. Hann mun standa í marki Arsenal í leiknum í Bakú í kvöld en það er síðasti leikur Tékkans á ferlinum. Titilvörn Chelsea var hálf endaslepp og liðið komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni. Chelsea fór því í Evrópudeildina og vann hana. Í úrslitaleiknum á Amsterdam Arena vann Chelsea 2-1 sigur á Benfica. Fernando Torres kom Chelsea yfir á 60. mínútu en Óscar Cardozo jafnaði átta mínútum síðar. Branislav Ivanovic skoraði svo sigurmark Chelsea í uppbótartíma. Eins og 2008 og 2012 var með Chelsea með bráðabirgðastjóra í brúnni; Rafa Benítez. Leikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sarri rauk út af lokaæfingu Chelsea Spennan magnast innan herbúða Chelsa en knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri rauk út af æfingu Chelsea á Ólympíuleikvangnum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. 28. maí 2019 22:00 Komin dagsetning á hvenær Hazard verður kynntur hjá Real Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Eden Hazard gangi í raðir Real Madrid og spænska félagið hefur meira að segja ákveðið hvenær það ætli að kynna leikmanninn fyrir stuðningsmönnum sínum. 29. maí 2019 13:00 Sarri fundaði með Juventus en Chelsea ætlar ekki að reka hann Juventus vill fá Maurizio Sarri til þess að taka við stjórn liðsins en Chelsea ætlar ekki að reka Ítalann. Þetta segir fréttastofa Sky Sports. 28. maí 2019 06:00 Arsenal í Evrópuúrslitaleikjum: Nayim, misheppnuð víti og gleði og sorg á Parken Arsenal leikur í sjötta sinn til úrslita í Evrópukeppni þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. maí 2019 11:30 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Sjá meira
Sarri rauk út af lokaæfingu Chelsea Spennan magnast innan herbúða Chelsa en knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri rauk út af æfingu Chelsea á Ólympíuleikvangnum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. 28. maí 2019 22:00
Komin dagsetning á hvenær Hazard verður kynntur hjá Real Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Eden Hazard gangi í raðir Real Madrid og spænska félagið hefur meira að segja ákveðið hvenær það ætli að kynna leikmanninn fyrir stuðningsmönnum sínum. 29. maí 2019 13:00
Sarri fundaði með Juventus en Chelsea ætlar ekki að reka hann Juventus vill fá Maurizio Sarri til þess að taka við stjórn liðsins en Chelsea ætlar ekki að reka Ítalann. Þetta segir fréttastofa Sky Sports. 28. maí 2019 06:00
Arsenal í Evrópuúrslitaleikjum: Nayim, misheppnuð víti og gleði og sorg á Parken Arsenal leikur í sjötta sinn til úrslita í Evrópukeppni þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. maí 2019 11:30