Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2019 19:07 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Fréttablaðið/Pjetur Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi og framboð á eiturlyfjum á íslenskum markaði mjög gott. Þá hafi verð á efnunum almennt farið lækkandi eða staðið í stað síðustu ár. Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir stöðu fíknisjúkdóma, einkum hjá sjúklingum undir 40 ára. Hún sagði að dauðsföllum tengdum ofneyslu í þessum yngsta aldurshópi hafi fjölgað mjög síðustu ár en á fjórða tug létust árið 2018, í samanburði við 25 árin 2016 og 2017.Sjá einnig: 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á VogiVerð lækkar frekar en hækkar Hún sagði að starfsfólk á Vogi fyndi fyrir mikilli þörf fyrir þjónustuna. Stærsta vandamálið væri áfengisneysla auk örvandi og lyfsseðilsskyldra lyfja. Í því samhengi nefndi Valgerður morfínskyld lyf á borð við parkódín og kódein og sterk lyf eins og kontalgín og fentanýl. Þá sagði Valgerður að afar auðvelt væri fyrir sjúklinga að nálgast lyf á íslenskum markaði, bæði þegar horft er til aðgengis og verðlags. „Það sem er kannski líka athyglisvert, af því að við höfum í gegnum tíðina tekið prufu einu sinni í mánuði og spurt fólk hvað það borgi fyrir hin ýmsu vímuefni sem það kaupir, og það er lægra verð almennt séð á flestum vímuefnum sýnist manni. Það er allavega ekki að hækka neitt og frekar að lækka,“ sagði Valgerður. „Þannig að aðgengið virðist mjög gott að vímuefnum, hvort sem það eru kannabisefni, lyf eða ólögleg vímuefni. Það sem gengur kaupum og sölum, það virðist vera nóg framboð af því. Og það er stór keðja þar sjálfsagt sem er ekki auðvelt að eiga við, því þetta er margþætt.“Hlusta má á viðtalið við Valgerði í Reykjavík síðdegis í heild í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birta myndband tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna misnotkunar á lyfjum eða öðrum fíkniefnum Alls eru nöfn 34 einstaklinga talin upp í myndbandinu sem er ansi átakanlegt áhorfs. 4. nóvember 2018 23:24 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. 23. október 2018 19:06 Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi og framboð á eiturlyfjum á íslenskum markaði mjög gott. Þá hafi verð á efnunum almennt farið lækkandi eða staðið í stað síðustu ár. Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir stöðu fíknisjúkdóma, einkum hjá sjúklingum undir 40 ára. Hún sagði að dauðsföllum tengdum ofneyslu í þessum yngsta aldurshópi hafi fjölgað mjög síðustu ár en á fjórða tug létust árið 2018, í samanburði við 25 árin 2016 og 2017.Sjá einnig: 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á VogiVerð lækkar frekar en hækkar Hún sagði að starfsfólk á Vogi fyndi fyrir mikilli þörf fyrir þjónustuna. Stærsta vandamálið væri áfengisneysla auk örvandi og lyfsseðilsskyldra lyfja. Í því samhengi nefndi Valgerður morfínskyld lyf á borð við parkódín og kódein og sterk lyf eins og kontalgín og fentanýl. Þá sagði Valgerður að afar auðvelt væri fyrir sjúklinga að nálgast lyf á íslenskum markaði, bæði þegar horft er til aðgengis og verðlags. „Það sem er kannski líka athyglisvert, af því að við höfum í gegnum tíðina tekið prufu einu sinni í mánuði og spurt fólk hvað það borgi fyrir hin ýmsu vímuefni sem það kaupir, og það er lægra verð almennt séð á flestum vímuefnum sýnist manni. Það er allavega ekki að hækka neitt og frekar að lækka,“ sagði Valgerður. „Þannig að aðgengið virðist mjög gott að vímuefnum, hvort sem það eru kannabisefni, lyf eða ólögleg vímuefni. Það sem gengur kaupum og sölum, það virðist vera nóg framboð af því. Og það er stór keðja þar sjálfsagt sem er ekki auðvelt að eiga við, því þetta er margþætt.“Hlusta má á viðtalið við Valgerði í Reykjavík síðdegis í heild í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birta myndband tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna misnotkunar á lyfjum eða öðrum fíkniefnum Alls eru nöfn 34 einstaklinga talin upp í myndbandinu sem er ansi átakanlegt áhorfs. 4. nóvember 2018 23:24 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. 23. október 2018 19:06 Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Birta myndband tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna misnotkunar á lyfjum eða öðrum fíkniefnum Alls eru nöfn 34 einstaklinga talin upp í myndbandinu sem er ansi átakanlegt áhorfs. 4. nóvember 2018 23:24
99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. 23. október 2018 19:06
Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur. 8. nóvember 2018 07:00