99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2018 19:06 Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ bíða nú 602 einstaklingar eftir að komast að á Vogi. Þar af munu 95 komast að á næstu 2 til 3 vikum. Af þeim rúmlega 600 sem bíða eru 99 ungmenni undir 25 ára aldri og átján þeirra komast að á næstu vikum. Börn undir 18 ára aldri fara aftur á móti aldrei á biðlista. Oftast er þá um að ræða bráðainnlagnir að beiðni foreldra eða barnaverndaryfirvalda.Tíminn skiptir sköpum Arna Sif Jónsdóttir situr í stjórn olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna í áhættuhegðun og neyslu. „Á vegum Barnaverndarstofu eru í dag þrjú úrræði. Það er sem sagt Lækjarbakki sem er fyrir bæði kynin, Laugaland sem er eingöngu fyrir stúlkur og síðan er meðferðargangur Stuðla,“ segir Arna. Samtökin hafa borið saman þau úrræði sem voru til staðar á árunum 2008 og 2009 við það sem nú er. „Þeim hefur bara fækkað, fækkað mikið. Þau voru sjö sem sagt og í dag eru þrjú.“ Þessi þrjú úrræði bjóði samtals upp á 18 lengri tíma meðferðarpláss. Á sama tíma hafi vandinn aftur á móti farið vaxandi og Arna segir dæmi um að ungmenni hafi þurft að bíða í allt að fjóra mánuði eftir úrræði. „Fjórir mánuðir er rosalega langur tími í lífi 14 eða 15 ára barns sem er byrjað í einhvers konar fikti eða neyslu, það getur versnað mjög mikið.“ Tíminn sem líði geti skipt sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. „Það munar bara um eina pillu. Þau eru bara í lífshættu allan daginn þessir krakkar og það eru ekki bara krakkarnir, það er líka öll fjölskyldan sem liggur undir. Það eru yngri systkini, foreldrar, við erum að sjá foreldra sem hreinlega brenna bara út við að reyna að bjarga barninu sínu,“ segir Arna. Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ bíða nú 602 einstaklingar eftir að komast að á Vogi. Þar af munu 95 komast að á næstu 2 til 3 vikum. Af þeim rúmlega 600 sem bíða eru 99 ungmenni undir 25 ára aldri og átján þeirra komast að á næstu vikum. Börn undir 18 ára aldri fara aftur á móti aldrei á biðlista. Oftast er þá um að ræða bráðainnlagnir að beiðni foreldra eða barnaverndaryfirvalda.Tíminn skiptir sköpum Arna Sif Jónsdóttir situr í stjórn olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna í áhættuhegðun og neyslu. „Á vegum Barnaverndarstofu eru í dag þrjú úrræði. Það er sem sagt Lækjarbakki sem er fyrir bæði kynin, Laugaland sem er eingöngu fyrir stúlkur og síðan er meðferðargangur Stuðla,“ segir Arna. Samtökin hafa borið saman þau úrræði sem voru til staðar á árunum 2008 og 2009 við það sem nú er. „Þeim hefur bara fækkað, fækkað mikið. Þau voru sjö sem sagt og í dag eru þrjú.“ Þessi þrjú úrræði bjóði samtals upp á 18 lengri tíma meðferðarpláss. Á sama tíma hafi vandinn aftur á móti farið vaxandi og Arna segir dæmi um að ungmenni hafi þurft að bíða í allt að fjóra mánuði eftir úrræði. „Fjórir mánuðir er rosalega langur tími í lífi 14 eða 15 ára barns sem er byrjað í einhvers konar fikti eða neyslu, það getur versnað mjög mikið.“ Tíminn sem líði geti skipt sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. „Það munar bara um eina pillu. Þau eru bara í lífshættu allan daginn þessir krakkar og það eru ekki bara krakkarnir, það er líka öll fjölskyldan sem liggur undir. Það eru yngri systkini, foreldrar, við erum að sjá foreldra sem hreinlega brenna bara út við að reyna að bjarga barninu sínu,“ segir Arna.
Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira