Hinsegin kórinn er opinn fyrir alla með opinn huga Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. janúar 2019 08:00 Afar öflugt félagslíf er í kórnum en meðal annars er starfrækt sundnefnd, spilafélag, gönguhópur og ukulele-sveit. MYND/Neil Smith Við mismunum ekki á grundvelli kynhneigðar og tökum á móti öllum í kórinn óháð kynhneigð og kynvitund. Það sem skiptir mestu máli er að fólk sé til í að syngja alls konar tónlist, allt frá klassík upp í argasta rokk. Við viljum fá fólk með opinn huga, bæði fyrir mannlífinu og fyrir söng og tónlist,“ segir Helga Margrét Marzellíusardóttir, kórstjóri Hinsegin kórsins. Raddprufur fyrir kórinn fara fram kl. 19.30 í kvöld í húsnæði Listdansskóla Íslands að Engjateigi 1. Kórinn var stofnaður 2011 og hefur Helga Margrét verið kórstjóri nánast frá upphafi. „Við gerum stundum grín að þessu en þegar ég kom inn voru þau búin að vera stjórnlaus því þau voru ekki búin að ráða sér kórstjóra. Ég kom inn nokkrum mánuðum eftir stofnun.“FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKÍ dag eru meðlimirnir rúmlega 60 talsins og segir Helga Margrét að hópurinn hafi stækkað jafnt og vel. „Það var góður grunnhópur í kórnum til að byrja með en meðlimir voru bara tólf. Það er búið að vera hröð en góð breyting á því hvers konar hópur þetta er en með auknum fjölda breytist mikið og þetta er orðið stærra batterí.“ Helga Margrét segir hópinn mjög góðan og það sé þannig með kóra yfir höfuð að þegar fólk sem hafi gaman af því að syngja komi saman myndist góð dínamík. „Mér hefur þótt gaman að fylgjast með og lesa mér til um menningu hinsegin kóra um allan heim. Hún er mjög stór og mjög einkennandi að því leyti að það virðist nást einhver dýpri tenging. Það gæti verið vegna þess að fólk hefur í miklum mæli þurft að fara í svolitla sjálfsskoðun eða ekki gengið að öllu gefnu eða alltaf beinustu leiðina í lífinu.“ Þau reyni að vinna með það og þá menningu sem felst í því að vera í hinsegin kór og breiða út þau skilaboð að allir séu gjaldgengir og að allir séu góðir og fallegir. „Við reynum að koma því til skila bæði í söng og tali þegar við komum fram.“ Síðasta önn hjá kórnum var aðeins öðruvísi þar sem Helga Margrét eignaðist barn á miðri önninni. „Við fórum örlítið hægar í hana en það verður enginn afsláttur gefinn í vor. Við stefnum á að fara í kórferð til Ísafjarðar þannig að kórinn heimsækir loksins minn heimabæ. Við höfum verið að fara mikið út fyrir landsteinana en viljum líka passa það að sinna okkar eigin landi. Það er mjög gaman að syngja hérna heima.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Við mismunum ekki á grundvelli kynhneigðar og tökum á móti öllum í kórinn óháð kynhneigð og kynvitund. Það sem skiptir mestu máli er að fólk sé til í að syngja alls konar tónlist, allt frá klassík upp í argasta rokk. Við viljum fá fólk með opinn huga, bæði fyrir mannlífinu og fyrir söng og tónlist,“ segir Helga Margrét Marzellíusardóttir, kórstjóri Hinsegin kórsins. Raddprufur fyrir kórinn fara fram kl. 19.30 í kvöld í húsnæði Listdansskóla Íslands að Engjateigi 1. Kórinn var stofnaður 2011 og hefur Helga Margrét verið kórstjóri nánast frá upphafi. „Við gerum stundum grín að þessu en þegar ég kom inn voru þau búin að vera stjórnlaus því þau voru ekki búin að ráða sér kórstjóra. Ég kom inn nokkrum mánuðum eftir stofnun.“FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKÍ dag eru meðlimirnir rúmlega 60 talsins og segir Helga Margrét að hópurinn hafi stækkað jafnt og vel. „Það var góður grunnhópur í kórnum til að byrja með en meðlimir voru bara tólf. Það er búið að vera hröð en góð breyting á því hvers konar hópur þetta er en með auknum fjölda breytist mikið og þetta er orðið stærra batterí.“ Helga Margrét segir hópinn mjög góðan og það sé þannig með kóra yfir höfuð að þegar fólk sem hafi gaman af því að syngja komi saman myndist góð dínamík. „Mér hefur þótt gaman að fylgjast með og lesa mér til um menningu hinsegin kóra um allan heim. Hún er mjög stór og mjög einkennandi að því leyti að það virðist nást einhver dýpri tenging. Það gæti verið vegna þess að fólk hefur í miklum mæli þurft að fara í svolitla sjálfsskoðun eða ekki gengið að öllu gefnu eða alltaf beinustu leiðina í lífinu.“ Þau reyni að vinna með það og þá menningu sem felst í því að vera í hinsegin kór og breiða út þau skilaboð að allir séu gjaldgengir og að allir séu góðir og fallegir. „Við reynum að koma því til skila bæði í söng og tali þegar við komum fram.“ Síðasta önn hjá kórnum var aðeins öðruvísi þar sem Helga Margrét eignaðist barn á miðri önninni. „Við fórum örlítið hægar í hana en það verður enginn afsláttur gefinn í vor. Við stefnum á að fara í kórferð til Ísafjarðar þannig að kórinn heimsækir loksins minn heimabæ. Við höfum verið að fara mikið út fyrir landsteinana en viljum líka passa það að sinna okkar eigin landi. Það er mjög gaman að syngja hérna heima.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira