Fann fyrir kulnun, seldi allar sínar eigur og fór í heimsreisu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 15:41 Guðrún ákvað að fara í heimsreisu þegar hún var farin að finna fyrir kulnun í starfi. Vísir Fyrrverandi kennarinn og skólastjórinn Guðrún Pétursdóttir var komin að kulnun í starfi þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur. Hún seldi allar sínar eigur og fór alein í heimsreisu þar sem hún meðal annars komst að því að það er betra að eiga lítið sem ekkert. Í heimsreisunni naut hún lífsins og endurstillti sig til að komast út úr mesta stressinu. „Ég ákvað að það væri eiginlega bara núna eða ekki af því að ég var bara búin að vinna allt of mikið og það voru búin að vera mörg áföll að ganga yfir í fjölskyldunni. Þetta var búið að blunda í mér í mjög mörg ár að gera þetta og [hafði] einhvern vegin alltaf miklað þetta fyrir mér en svo ákvað ég bara meðan ég er frísk og ég get þetta þá ætla ég bara að gera þetta,“ segir Guðrún. „Ég er ekkert komin á eftirlaun eða neitt þannig en ég var búin að safna mér pening, seldi dótið mitt. Það eina sem ég á er ein lítil íbúð hérna í Reykjavík sem er öryggisventillinn minn.“ Guðrún seldi allt sitt dót, húsgögn föt og fleira og segir hún að öll hennar föt komist í tvær ferðatöskur. Hún tók með sér einn bakpoka í ferðalagið sem hún segir alveg meira en nóg í svona ferðalagi. „Ef maður setur sig niður og fer að hugsa „hvað þarf ég að hafa?“ þarf maður rosalega lítið. Ég lagði af stað frá Noregi með sjö kíló og mér fannst það alveg ótrúlegt, að það væri hægt. Ég hef alltaf verið svona manneskja sem er með stóra ferðatösku og alveg með ógeðslega mikið af dóti. Það er bara svo gott að gera þetta því þá þarf maður að hugsa „hvað þarf ég í alvöru að hafa með mér?““ segir Guðrún.Ýmsar myndir úr safni Guðrúnar.„Ef þig langar að fara þá verðurðu bara að fara.“ Guðrún ákvað að byrja á að fara til Asíu en hún fór meðal annars til Víetnam og Balí. Þar á eftir ferðaðist hún um Evrópu. Hún segist hafa fengið staðfestingu á því á eyju rétt við Balí hve lítið maður þyrfti til að vera hamingjusamur. Hún fór til Gili eyja en þar var nýyfirstaðinn jarðskjálfti og nánast engir ferðamenn vegna skjálftanna.Guðrún ferðaðist um Asíu og Evrópu með aðeins einn bakpoka.stöð 2„Ég gerði svolítið í því að labba á milli og var að tala við fólkið sem sat úti á götu og var búið að missa allt og það sagði bara „það skiptir engu máli, við höfum hvort annað. Á meðan við höfum hvort annað þá er það bara nóg.“ Þarna upplifði ég svo sterkt staðfestinguna á því að maður þarf ekki að eiga neitt, maður þarf ekki að vera alltaf að kaupa hluti til þess að vera hamingjusamur,“ segir Guðrún. „Ég lærði það alveg hressilega, það er ekki hamingjan - hlutir.“ Guðrún leggur mikla áherslu á það að fólk þurfi að átta sig á því að ekki eigi að fresta endalaust þeim hlutum sem það langar til að upplifa og njóta. Guðrún hefur verið að halda námskeið í markmiðasetningu og því hvernig maður getur náð markmiðum sínum og látið drauma sína rætast. „Það er svo mikilvægt að kýla bara á og gera bara hlutina. Það var það sem ég hugsaði þegar ég lagði af stað vegna þess að ég var búin að horfa á fólkið mitt fara allt of snemma. Ég var búin að heyra í fólki sem var að segjast ætla að gera hlutina einhvern tíman. Ætla að gera þá eftir eitt ár, tvö ár, þegar það er komið á eftirlaun,“ segir Guðrún. „Ef þig langar að fara þá verðurðu bara að fara.“ Ferðalög Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Fyrrverandi kennarinn og skólastjórinn Guðrún Pétursdóttir var komin að kulnun í starfi þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur. Hún seldi allar sínar eigur og fór alein í heimsreisu þar sem hún meðal annars komst að því að það er betra að eiga lítið sem ekkert. Í heimsreisunni naut hún lífsins og endurstillti sig til að komast út úr mesta stressinu. „Ég ákvað að það væri eiginlega bara núna eða ekki af því að ég var bara búin að vinna allt of mikið og það voru búin að vera mörg áföll að ganga yfir í fjölskyldunni. Þetta var búið að blunda í mér í mjög mörg ár að gera þetta og [hafði] einhvern vegin alltaf miklað þetta fyrir mér en svo ákvað ég bara meðan ég er frísk og ég get þetta þá ætla ég bara að gera þetta,“ segir Guðrún. „Ég er ekkert komin á eftirlaun eða neitt þannig en ég var búin að safna mér pening, seldi dótið mitt. Það eina sem ég á er ein lítil íbúð hérna í Reykjavík sem er öryggisventillinn minn.“ Guðrún seldi allt sitt dót, húsgögn föt og fleira og segir hún að öll hennar föt komist í tvær ferðatöskur. Hún tók með sér einn bakpoka í ferðalagið sem hún segir alveg meira en nóg í svona ferðalagi. „Ef maður setur sig niður og fer að hugsa „hvað þarf ég að hafa?“ þarf maður rosalega lítið. Ég lagði af stað frá Noregi með sjö kíló og mér fannst það alveg ótrúlegt, að það væri hægt. Ég hef alltaf verið svona manneskja sem er með stóra ferðatösku og alveg með ógeðslega mikið af dóti. Það er bara svo gott að gera þetta því þá þarf maður að hugsa „hvað þarf ég í alvöru að hafa með mér?““ segir Guðrún.Ýmsar myndir úr safni Guðrúnar.„Ef þig langar að fara þá verðurðu bara að fara.“ Guðrún ákvað að byrja á að fara til Asíu en hún fór meðal annars til Víetnam og Balí. Þar á eftir ferðaðist hún um Evrópu. Hún segist hafa fengið staðfestingu á því á eyju rétt við Balí hve lítið maður þyrfti til að vera hamingjusamur. Hún fór til Gili eyja en þar var nýyfirstaðinn jarðskjálfti og nánast engir ferðamenn vegna skjálftanna.Guðrún ferðaðist um Asíu og Evrópu með aðeins einn bakpoka.stöð 2„Ég gerði svolítið í því að labba á milli og var að tala við fólkið sem sat úti á götu og var búið að missa allt og það sagði bara „það skiptir engu máli, við höfum hvort annað. Á meðan við höfum hvort annað þá er það bara nóg.“ Þarna upplifði ég svo sterkt staðfestinguna á því að maður þarf ekki að eiga neitt, maður þarf ekki að vera alltaf að kaupa hluti til þess að vera hamingjusamur,“ segir Guðrún. „Ég lærði það alveg hressilega, það er ekki hamingjan - hlutir.“ Guðrún leggur mikla áherslu á það að fólk þurfi að átta sig á því að ekki eigi að fresta endalaust þeim hlutum sem það langar til að upplifa og njóta. Guðrún hefur verið að halda námskeið í markmiðasetningu og því hvernig maður getur náð markmiðum sínum og látið drauma sína rætast. „Það er svo mikilvægt að kýla bara á og gera bara hlutina. Það var það sem ég hugsaði þegar ég lagði af stað vegna þess að ég var búin að horfa á fólkið mitt fara allt of snemma. Ég var búin að heyra í fólki sem var að segjast ætla að gera hlutina einhvern tíman. Ætla að gera þá eftir eitt ár, tvö ár, þegar það er komið á eftirlaun,“ segir Guðrún. „Ef þig langar að fara þá verðurðu bara að fara.“
Ferðalög Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira