Vill bætur vegna gæsluvarðhalds sem var lengra en refsing Sighvatur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 12:30 Maðurinn var dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar vegna aðkomu að peningaþvætti. Vísir/Valli Nígerískur karlmaður fer fram á bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar eftir að hafa hlotið tveggja mánaða dóm en setið í gæsluvarðhaldi í tæplega ár. Lögmaður mannsins segir það handvömm í íslenskum lögum að ekki sé gert ráð fyrir að þessi staða geti komið upp. RÚV greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að nígeríski maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm vegna peningaþvættis. Hann var einn fjögurra sem var sakfelldur. Maðurinn var sakfelldur í tveimur af fjórum ákæruatriðum. Samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í um ellefu mánuði, þar af í hálft ár á Ítalíu á meðan deilt var um framsal hans til Íslands. Maðurinn var handtekinn á Ítalíu eftir að gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendum honum. Við ellefu mánaða gæsluvarðhaldið bætist tveggja mánaða farbann á Íslandi. Bragi Björnsson var verjandi nígeríska mannsins á Íslandi. Maðurinn hefur nú ráðið Braga sem lögmann til að sækja bætur vegna frelsissviptingar.Handvömm við lagasetningu Bragi bendir á að samkvæmt 246. grein íslenskra laga um sakamál eigi maður sem borinn hefur verið sökum rétt til bóta ef mál hans hafi verið fellt niður eða hann verið sýknaður. Ekki sé gert ráð fyrir þvi í lögum að maður geti setið lengur í gæsluvarðhaldi en sem nemur dæmdri refsingu. „Fyrsta skrefið er að óska eftir því að fá það sem er kallað gjafsókn, stuðning frá hinu opinbera til að reka málið. Algengast er að menn hafi samband við ríkið áður og óski eftir staðfestingu á því að þeir ná til bótaskyldu og þá snýst deilan aðallega um hvaða fjárhæðir er um að ræða. Ef það gengur ekki er eina úrræðið að höfða einkamál og krefjast bóta fyrir þennan tíma.“ Bragi segir engin fordæmi um mál eins og þetta. Hann segir það handvömm við lagasetningu á sínum tíma að menn hafi ekki áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp. „Það er í raun og veru um tvennt að ræða, bætur fyrir það tjón sem hann hefur orðið fyrir sem er sannarlega umtalsvert en að sama skapi miskabætur fyrir að vera sviptur frelsi í þetta langan tíma. Það eru grundvallarmannréttindi að menn haldi frelsi sínu. Það eru mörg dómafordæmi um það að menn sem ekki hafa verið ákærðir eða sem mál hefur verið fellt niður gegn hafi fengið dæmdar bætur,“ segir Bragi Björnsson lögmaður. Hann segir ekki ákveðið hversu há bótakrafan verður. Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Nígerískur karlmaður fer fram á bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar eftir að hafa hlotið tveggja mánaða dóm en setið í gæsluvarðhaldi í tæplega ár. Lögmaður mannsins segir það handvömm í íslenskum lögum að ekki sé gert ráð fyrir að þessi staða geti komið upp. RÚV greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að nígeríski maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm vegna peningaþvættis. Hann var einn fjögurra sem var sakfelldur. Maðurinn var sakfelldur í tveimur af fjórum ákæruatriðum. Samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í um ellefu mánuði, þar af í hálft ár á Ítalíu á meðan deilt var um framsal hans til Íslands. Maðurinn var handtekinn á Ítalíu eftir að gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendum honum. Við ellefu mánaða gæsluvarðhaldið bætist tveggja mánaða farbann á Íslandi. Bragi Björnsson var verjandi nígeríska mannsins á Íslandi. Maðurinn hefur nú ráðið Braga sem lögmann til að sækja bætur vegna frelsissviptingar.Handvömm við lagasetningu Bragi bendir á að samkvæmt 246. grein íslenskra laga um sakamál eigi maður sem borinn hefur verið sökum rétt til bóta ef mál hans hafi verið fellt niður eða hann verið sýknaður. Ekki sé gert ráð fyrir þvi í lögum að maður geti setið lengur í gæsluvarðhaldi en sem nemur dæmdri refsingu. „Fyrsta skrefið er að óska eftir því að fá það sem er kallað gjafsókn, stuðning frá hinu opinbera til að reka málið. Algengast er að menn hafi samband við ríkið áður og óski eftir staðfestingu á því að þeir ná til bótaskyldu og þá snýst deilan aðallega um hvaða fjárhæðir er um að ræða. Ef það gengur ekki er eina úrræðið að höfða einkamál og krefjast bóta fyrir þennan tíma.“ Bragi segir engin fordæmi um mál eins og þetta. Hann segir það handvömm við lagasetningu á sínum tíma að menn hafi ekki áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp. „Það er í raun og veru um tvennt að ræða, bætur fyrir það tjón sem hann hefur orðið fyrir sem er sannarlega umtalsvert en að sama skapi miskabætur fyrir að vera sviptur frelsi í þetta langan tíma. Það eru grundvallarmannréttindi að menn haldi frelsi sínu. Það eru mörg dómafordæmi um það að menn sem ekki hafa verið ákærðir eða sem mál hefur verið fellt niður gegn hafi fengið dæmdar bætur,“ segir Bragi Björnsson lögmaður. Hann segir ekki ákveðið hversu há bótakrafan verður.
Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent