Telja ólíklegt að Ísland komist á EM í gegnum riðilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 12:00 Íslensku strákarnir eftir síðasta leikinn á HM 2018. Gylfi Þór Sigurðsson hughreystir Jóhann Berg Guðmundsson. Getty/Clive Brunskill Úrslitaþjónusta Gracenote hefur farið í gegnum leiki í komandi undankeppni EM 2020 og reiknað út hvaða þjóðir eru líklegastar til að vera með á EM allstaðar sumarið 2020. Í spá Gracenote kemur bæði fram prósentulíkur hverrar þjóðar og hvort að það líklegra að hún komist beint inn á EM í gegnum riðilinn eða þurfi að fara í gegnum umspilið. Frakkland, sem er með okkur Íslendingum í riðli, er sú þjóð sem mestar líkur eru að komist á EM. Það eru 97 prósent líkur á því að Frakkar verði með í úrslitakeppninni en Frakkar eru heimsmeistarar síðan í Rússlandi síðasta sumar. Næst á eftir koma Belgía (95 prósent), England (90 prósent) og Spánn (89 prósent). Það eru einnig 86 prósent líkur á að Hollendingar verði með á EM allstaðar en hollenska landsliðið hefur misst af tveimur síðustu stórmótum, WEM 2016 og HM 2018. Ísland hefur aftur á móti verið með á þeim báðum. Það eru síðan 85 prósent líkur á að Evrópumeistarar Portúgals fái tækifæri til að verja titil sinn sumarið 2020 og bæði þeir og Króatar (84 prósent) eiga meiri líkur á sæti á EM en Þjóðverjar (81%). Samkvæmt líkunum þá endar Ísland í þriðja sæti í sínum riðli á eftir Frakklandi (97 prósent) og Tyrklandi (46 prósent) en það eru 42 prósent líkur á því að Ísland endi í öðru af tveimur efstu sætunum í riðlinum. Það eru einmitt tvö efstu sætin í hverjum riðli sem gefa beint sæti á EM. Þrátt fyrir þetta eru 53 prósent líkur á að Ísland komist á EM 2020 en þá í gegnum umspilið sem verður spilað í lok mars 2020. Í samantekt Gracenote má einnig sjá hvaða þjóðir eiga engan möguleika á sæti á EM. Úr okkar riðli eru það þrjú lið eða Andorra, Albanía og Moldóva. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Úrslitaþjónusta Gracenote hefur farið í gegnum leiki í komandi undankeppni EM 2020 og reiknað út hvaða þjóðir eru líklegastar til að vera með á EM allstaðar sumarið 2020. Í spá Gracenote kemur bæði fram prósentulíkur hverrar þjóðar og hvort að það líklegra að hún komist beint inn á EM í gegnum riðilinn eða þurfi að fara í gegnum umspilið. Frakkland, sem er með okkur Íslendingum í riðli, er sú þjóð sem mestar líkur eru að komist á EM. Það eru 97 prósent líkur á því að Frakkar verði með í úrslitakeppninni en Frakkar eru heimsmeistarar síðan í Rússlandi síðasta sumar. Næst á eftir koma Belgía (95 prósent), England (90 prósent) og Spánn (89 prósent). Það eru einnig 86 prósent líkur á að Hollendingar verði með á EM allstaðar en hollenska landsliðið hefur misst af tveimur síðustu stórmótum, WEM 2016 og HM 2018. Ísland hefur aftur á móti verið með á þeim báðum. Það eru síðan 85 prósent líkur á að Evrópumeistarar Portúgals fái tækifæri til að verja titil sinn sumarið 2020 og bæði þeir og Króatar (84 prósent) eiga meiri líkur á sæti á EM en Þjóðverjar (81%). Samkvæmt líkunum þá endar Ísland í þriðja sæti í sínum riðli á eftir Frakklandi (97 prósent) og Tyrklandi (46 prósent) en það eru 42 prósent líkur á því að Ísland endi í öðru af tveimur efstu sætunum í riðlinum. Það eru einmitt tvö efstu sætin í hverjum riðli sem gefa beint sæti á EM. Þrátt fyrir þetta eru 53 prósent líkur á að Ísland komist á EM 2020 en þá í gegnum umspilið sem verður spilað í lok mars 2020. Í samantekt Gracenote má einnig sjá hvaða þjóðir eiga engan möguleika á sæti á EM. Úr okkar riðli eru það þrjú lið eða Andorra, Albanía og Moldóva.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira