Hornafjarðarflugvöllur með blæ alþjóðavallar Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júlí 2019 13:28 Bombardier Q400 flutti hóp erlendra ferðamanna til Hornafjarðar í morgun. Mynd/Ásgeir Núpan Ágústsson. Annir voru á Hornafjarðarflugvelli í morgun þegar þar voru á sama tíma Bombardier Q400 vél frá Flugfélagi Íslands og Jetstream-vél frá Flugfélaginu Erni. Flugfélagsvélin var í leiguflugi með 63 manna hóp erlendra ferðamanna en Ernis-vélin í hefðbundnu áætlunarflugi. Við flugstöðina beið floti sérútbúinna jeppa frá hornfirska fyrirtækinu Ice Explores, ásamt rútubílum. Samkvæmt upplýsingum starfsmanns Ernis á flugvellinum, sem annaðist afgreiðslu beggja véla, var ferðahópurinn á leið í dagsferð að Jökulsárlóni. Hópurinn flýgur aftur til Reykjavíkur síðdegis og er þá aftur von á Bombardier-vél um svipað leyti og vél Ernis lendir þar einnig í áætlunarflugi.Floti sérútbúinna jöklajeppa beið erlendu ferðamannanna.Mynd/Ásgeir Núpan Ágústsson.Hornfirðingar hafa áður séð meiri umsvif á flugvellinum, að sögn Ásgeirs Núpans Ágústssonar flugvallarvarðar. Í fyrra gerðist það að tvær Bombardier Q400 og ein Bombardier Q200 frá Flugfélaginu voru þar á sama tíma og Jetstream-vél frá Erni. Sjaldgæft er að svo stór vél sem Q400 lendi á Hornafirði en hún tekur 76 farþega. Hún er þó ekki sú stærsta sem þangað hefur komið en flugbrautin er 1.500 metra löng. Að sögn Ásgeirs flugvallarvarðar á fjögurra hreyfla farþegaþota færeyska félagsins Atlantic Airways metið, vél af gerðinni BAe 146. Sú hafði 95 sæti um borð og flutti Karlakór Hornafjarðar í söngferðalag til Færeyja. Lending slíkrar vélar beint frá útlöndum yrði þó ekki leyfð í dag þar sem Hornarfjarðarflugvöllur er ekki lengur skilgreindur sem alþjóðavöllur. Til að fá tollafgreiðslu yrði slík vél fyrst að lenda á einhverjum þeirra fjögurra valla, sem hafa stöðu alþjóðaflugvallar hérlendis, en þeir eru Keflavík, Reykjavík, Akureyri og Egilsstaðir.Bombardier og Jetstream saman á Hornafjarðarflugvelli í morgun.Mynd/Ásgeir Núpan Ágústsson.Þessu vilja Hornfirðingar breyta svo unnt sé til dæmis að taka á móti einkaþotum beint frá útlöndum. Þá hefur í tengslum við mikil uppbyggingaráform ferðaþjónustu í Lónssveit verið minnt á þörfina að breyta stöðu Hornafjarðarflugvallar. Jafnframt þykir öryggi fyrir flugmenn skammdrægra véla á ferð milli Íslands og Skotlands að geta haft Hornafjörð í bakhöndinni en hann er sá völlur hérlendis sem næstur er Bretlandseyjum. Bent er á að á Hornafirði sé þegar sinnt tollafgreiðslu gagnvart alþjóðlegri skipaumferð um Hornafjarðarhöfn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur árum um áformin í Lóni og tengingu þeirra við Hornafjarðarflugvöll. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hornafjörður Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00 Vilja að Hornafjarðarflugvöllur geti sinnt millilandaflugi Átta þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela innanríkisráðherra að tryggja að völlurinn geti sinnt millilandaflugi. 11. september 2015 11:40 Stofnandi Napster einn af fjárfestum í lúxushóteli nærri Höfn Sean Parker, stofnandi skráardeilingarforritsins Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, og kona hans Alexandra Lenas eru á meðal fjárfesta í nýju hóteli sem til stendur að byggja á jörðinni Svínhólum, skammt frá Höfn í Hornafirði. 26. júlí 2018 14:14 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Annir voru á Hornafjarðarflugvelli í morgun þegar þar voru á sama tíma Bombardier Q400 vél frá Flugfélagi Íslands og Jetstream-vél frá Flugfélaginu Erni. Flugfélagsvélin var í leiguflugi með 63 manna hóp erlendra ferðamanna en Ernis-vélin í hefðbundnu áætlunarflugi. Við flugstöðina beið floti sérútbúinna jeppa frá hornfirska fyrirtækinu Ice Explores, ásamt rútubílum. Samkvæmt upplýsingum starfsmanns Ernis á flugvellinum, sem annaðist afgreiðslu beggja véla, var ferðahópurinn á leið í dagsferð að Jökulsárlóni. Hópurinn flýgur aftur til Reykjavíkur síðdegis og er þá aftur von á Bombardier-vél um svipað leyti og vél Ernis lendir þar einnig í áætlunarflugi.Floti sérútbúinna jöklajeppa beið erlendu ferðamannanna.Mynd/Ásgeir Núpan Ágústsson.Hornfirðingar hafa áður séð meiri umsvif á flugvellinum, að sögn Ásgeirs Núpans Ágústssonar flugvallarvarðar. Í fyrra gerðist það að tvær Bombardier Q400 og ein Bombardier Q200 frá Flugfélaginu voru þar á sama tíma og Jetstream-vél frá Erni. Sjaldgæft er að svo stór vél sem Q400 lendi á Hornafirði en hún tekur 76 farþega. Hún er þó ekki sú stærsta sem þangað hefur komið en flugbrautin er 1.500 metra löng. Að sögn Ásgeirs flugvallarvarðar á fjögurra hreyfla farþegaþota færeyska félagsins Atlantic Airways metið, vél af gerðinni BAe 146. Sú hafði 95 sæti um borð og flutti Karlakór Hornafjarðar í söngferðalag til Færeyja. Lending slíkrar vélar beint frá útlöndum yrði þó ekki leyfð í dag þar sem Hornarfjarðarflugvöllur er ekki lengur skilgreindur sem alþjóðavöllur. Til að fá tollafgreiðslu yrði slík vél fyrst að lenda á einhverjum þeirra fjögurra valla, sem hafa stöðu alþjóðaflugvallar hérlendis, en þeir eru Keflavík, Reykjavík, Akureyri og Egilsstaðir.Bombardier og Jetstream saman á Hornafjarðarflugvelli í morgun.Mynd/Ásgeir Núpan Ágústsson.Þessu vilja Hornfirðingar breyta svo unnt sé til dæmis að taka á móti einkaþotum beint frá útlöndum. Þá hefur í tengslum við mikil uppbyggingaráform ferðaþjónustu í Lónssveit verið minnt á þörfina að breyta stöðu Hornafjarðarflugvallar. Jafnframt þykir öryggi fyrir flugmenn skammdrægra véla á ferð milli Íslands og Skotlands að geta haft Hornafjörð í bakhöndinni en hann er sá völlur hérlendis sem næstur er Bretlandseyjum. Bent er á að á Hornafirði sé þegar sinnt tollafgreiðslu gagnvart alþjóðlegri skipaumferð um Hornafjarðarhöfn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur árum um áformin í Lóni og tengingu þeirra við Hornafjarðarflugvöll.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hornafjörður Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00 Vilja að Hornafjarðarflugvöllur geti sinnt millilandaflugi Átta þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela innanríkisráðherra að tryggja að völlurinn geti sinnt millilandaflugi. 11. september 2015 11:40 Stofnandi Napster einn af fjárfestum í lúxushóteli nærri Höfn Sean Parker, stofnandi skráardeilingarforritsins Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, og kona hans Alexandra Lenas eru á meðal fjárfesta í nýju hóteli sem til stendur að byggja á jörðinni Svínhólum, skammt frá Höfn í Hornafirði. 26. júlí 2018 14:14 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00
Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00
Vilja að Hornafjarðarflugvöllur geti sinnt millilandaflugi Átta þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela innanríkisráðherra að tryggja að völlurinn geti sinnt millilandaflugi. 11. september 2015 11:40
Stofnandi Napster einn af fjárfestum í lúxushóteli nærri Höfn Sean Parker, stofnandi skráardeilingarforritsins Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, og kona hans Alexandra Lenas eru á meðal fjárfesta í nýju hóteli sem til stendur að byggja á jörðinni Svínhólum, skammt frá Höfn í Hornafirði. 26. júlí 2018 14:14