Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2017 22:00 Séð yfir Svínhóla í Lóni. Ofan við bæjarhúsin liggur hringvegurinn við rætur fjallsins. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lónssveit er nú í undirbúningi. Bæjarstjóri Hornafjarðar segir þetta mjög spennandi áform og þeim tengist hugmyndir um alþjóðaflugvöll í sveitarfélaginu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Jörðin Svínhólar komst raunar í fréttirnar árið 1970 þegar hún þótti vænlegust á Íslandi til leitar að góðmálmum. Ítarleg rannsókn það sumar leiddi hins vegar ekkert það magn í ljós sem borgaði sig að vinna, þótt eitthvað fyndist af kopar. En nú sjá fjárfestar önnur tækifæri í Svínhólum.Össurárdalur er óbyggður dalur sem gengur inn í fjalllendið norðan Svínhóla.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fréttablaðið greindi frá því í sumar að One-hreyfingin undir forystu Áslaugar Magnúsdóttur stæði á bak við þessi áform en Áslaug hefur skapað sér nafn í tískuheiminum í New York. Sjálf hefur Áslaug ekkert viljað tjá sig um áformin en í skipulagsgögnum sveitarfélagsins kemur fram að gert sé ráð fyrir að byggt verði upp í Össurárdal, sem er í landi Svínhóla. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það eru mjög spennandi áform sem þar eru í gangi,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, og segir þetta verða stærra í sniðum en hótelið sem opnað var á Hnappavöllum í Öræfum í fyrra. Þetta verði hundrað herbergja hótel með íbúðum og þessháttar. Lónssveit er á Suðausturlandi, milli Hafnar og Djúpavogs, sem eru næstu þéttbýlisstaðir. Í Fréttablaðinu í sumar kom fram að Áslaug hefði keypt land í Lóninu en samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er stefnt að því að bæði innlendir og alþjóðlegir fjárfestar komi að verkefninu. „Þarna á bak við er ábyrgt fólk, sem er með öfluga aðila með sér. Þannig að ég hef trú á því að þetta geti orðið að veruleika,“ segir Björn Ingi. Bæjarstjórinn segir að þessu tengist áhugi á að Hornafjarðarflugvöllur verði opnaður fyrir alþjóðaflug. „Fólk sem hefur áhuga á að koma á þennan stað myndi geta flogið beint til Hafnar. Við erum að sjálfsögðu mjög spennt fyrir því.“Frá Hornafjarðarflugvelli. Jetstream-vél Flugfélagsins Ernis í flugtaksbruni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugbrautin á Hornafirði er 1500 metra löng og gæti án lengingar tekið við minni þotum. „Ef menn náttúrlega fara í fulla stærð á alþjóðaflugvelli þá þurfum við sjálfsagt að horfa á ennþá stærra landssvæði. Það er alveg klárlega til í sveitarfélaginu. Það getur verið að við þyrftum að fara á einhvern annan stað en nákvæmlega þarna, ef við náum þessu alla leið,“ segir bæjarstjóri Hornafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með myndum frá Svínhólum og Össurárdal: Tengdar fréttir ONE hreyfingin byggir upp samfélag í Lóni Áslaug Magnúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Moda Operandi, er einn aðstandanda ONE hreyfingarinnar. Hreyfingin stefnir að því að byggja upp sjálfbært samfélag, hótel, íbúðir og frumkvöðlaaðstöðu í Austur-Skaftafellssýslu. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lónssveit er nú í undirbúningi. Bæjarstjóri Hornafjarðar segir þetta mjög spennandi áform og þeim tengist hugmyndir um alþjóðaflugvöll í sveitarfélaginu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Jörðin Svínhólar komst raunar í fréttirnar árið 1970 þegar hún þótti vænlegust á Íslandi til leitar að góðmálmum. Ítarleg rannsókn það sumar leiddi hins vegar ekkert það magn í ljós sem borgaði sig að vinna, þótt eitthvað fyndist af kopar. En nú sjá fjárfestar önnur tækifæri í Svínhólum.Össurárdalur er óbyggður dalur sem gengur inn í fjalllendið norðan Svínhóla.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fréttablaðið greindi frá því í sumar að One-hreyfingin undir forystu Áslaugar Magnúsdóttur stæði á bak við þessi áform en Áslaug hefur skapað sér nafn í tískuheiminum í New York. Sjálf hefur Áslaug ekkert viljað tjá sig um áformin en í skipulagsgögnum sveitarfélagsins kemur fram að gert sé ráð fyrir að byggt verði upp í Össurárdal, sem er í landi Svínhóla. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það eru mjög spennandi áform sem þar eru í gangi,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, og segir þetta verða stærra í sniðum en hótelið sem opnað var á Hnappavöllum í Öræfum í fyrra. Þetta verði hundrað herbergja hótel með íbúðum og þessháttar. Lónssveit er á Suðausturlandi, milli Hafnar og Djúpavogs, sem eru næstu þéttbýlisstaðir. Í Fréttablaðinu í sumar kom fram að Áslaug hefði keypt land í Lóninu en samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er stefnt að því að bæði innlendir og alþjóðlegir fjárfestar komi að verkefninu. „Þarna á bak við er ábyrgt fólk, sem er með öfluga aðila með sér. Þannig að ég hef trú á því að þetta geti orðið að veruleika,“ segir Björn Ingi. Bæjarstjórinn segir að þessu tengist áhugi á að Hornafjarðarflugvöllur verði opnaður fyrir alþjóðaflug. „Fólk sem hefur áhuga á að koma á þennan stað myndi geta flogið beint til Hafnar. Við erum að sjálfsögðu mjög spennt fyrir því.“Frá Hornafjarðarflugvelli. Jetstream-vél Flugfélagsins Ernis í flugtaksbruni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugbrautin á Hornafirði er 1500 metra löng og gæti án lengingar tekið við minni þotum. „Ef menn náttúrlega fara í fulla stærð á alþjóðaflugvelli þá þurfum við sjálfsagt að horfa á ennþá stærra landssvæði. Það er alveg klárlega til í sveitarfélaginu. Það getur verið að við þyrftum að fara á einhvern annan stað en nákvæmlega þarna, ef við náum þessu alla leið,“ segir bæjarstjóri Hornafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með myndum frá Svínhólum og Össurárdal:
Tengdar fréttir ONE hreyfingin byggir upp samfélag í Lóni Áslaug Magnúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Moda Operandi, er einn aðstandanda ONE hreyfingarinnar. Hreyfingin stefnir að því að byggja upp sjálfbært samfélag, hótel, íbúðir og frumkvöðlaaðstöðu í Austur-Skaftafellssýslu. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
ONE hreyfingin byggir upp samfélag í Lóni Áslaug Magnúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Moda Operandi, er einn aðstandanda ONE hreyfingarinnar. Hreyfingin stefnir að því að byggja upp sjálfbært samfélag, hótel, íbúðir og frumkvöðlaaðstöðu í Austur-Skaftafellssýslu. 30. júní 2017 06:00