Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2017 22:00 Séð yfir Svínhóla í Lóni. Ofan við bæjarhúsin liggur hringvegurinn við rætur fjallsins. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lónssveit er nú í undirbúningi. Bæjarstjóri Hornafjarðar segir þetta mjög spennandi áform og þeim tengist hugmyndir um alþjóðaflugvöll í sveitarfélaginu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Jörðin Svínhólar komst raunar í fréttirnar árið 1970 þegar hún þótti vænlegust á Íslandi til leitar að góðmálmum. Ítarleg rannsókn það sumar leiddi hins vegar ekkert það magn í ljós sem borgaði sig að vinna, þótt eitthvað fyndist af kopar. En nú sjá fjárfestar önnur tækifæri í Svínhólum.Össurárdalur er óbyggður dalur sem gengur inn í fjalllendið norðan Svínhóla.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fréttablaðið greindi frá því í sumar að One-hreyfingin undir forystu Áslaugar Magnúsdóttur stæði á bak við þessi áform en Áslaug hefur skapað sér nafn í tískuheiminum í New York. Sjálf hefur Áslaug ekkert viljað tjá sig um áformin en í skipulagsgögnum sveitarfélagsins kemur fram að gert sé ráð fyrir að byggt verði upp í Össurárdal, sem er í landi Svínhóla. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það eru mjög spennandi áform sem þar eru í gangi,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, og segir þetta verða stærra í sniðum en hótelið sem opnað var á Hnappavöllum í Öræfum í fyrra. Þetta verði hundrað herbergja hótel með íbúðum og þessháttar. Lónssveit er á Suðausturlandi, milli Hafnar og Djúpavogs, sem eru næstu þéttbýlisstaðir. Í Fréttablaðinu í sumar kom fram að Áslaug hefði keypt land í Lóninu en samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er stefnt að því að bæði innlendir og alþjóðlegir fjárfestar komi að verkefninu. „Þarna á bak við er ábyrgt fólk, sem er með öfluga aðila með sér. Þannig að ég hef trú á því að þetta geti orðið að veruleika,“ segir Björn Ingi. Bæjarstjórinn segir að þessu tengist áhugi á að Hornafjarðarflugvöllur verði opnaður fyrir alþjóðaflug. „Fólk sem hefur áhuga á að koma á þennan stað myndi geta flogið beint til Hafnar. Við erum að sjálfsögðu mjög spennt fyrir því.“Frá Hornafjarðarflugvelli. Jetstream-vél Flugfélagsins Ernis í flugtaksbruni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugbrautin á Hornafirði er 1500 metra löng og gæti án lengingar tekið við minni þotum. „Ef menn náttúrlega fara í fulla stærð á alþjóðaflugvelli þá þurfum við sjálfsagt að horfa á ennþá stærra landssvæði. Það er alveg klárlega til í sveitarfélaginu. Það getur verið að við þyrftum að fara á einhvern annan stað en nákvæmlega þarna, ef við náum þessu alla leið,“ segir bæjarstjóri Hornafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með myndum frá Svínhólum og Össurárdal: Tengdar fréttir ONE hreyfingin byggir upp samfélag í Lóni Áslaug Magnúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Moda Operandi, er einn aðstandanda ONE hreyfingarinnar. Hreyfingin stefnir að því að byggja upp sjálfbært samfélag, hótel, íbúðir og frumkvöðlaaðstöðu í Austur-Skaftafellssýslu. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig ekki um ákæru: „Ég ætla að skoða þetta“ Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Sjá meira
Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lónssveit er nú í undirbúningi. Bæjarstjóri Hornafjarðar segir þetta mjög spennandi áform og þeim tengist hugmyndir um alþjóðaflugvöll í sveitarfélaginu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Jörðin Svínhólar komst raunar í fréttirnar árið 1970 þegar hún þótti vænlegust á Íslandi til leitar að góðmálmum. Ítarleg rannsókn það sumar leiddi hins vegar ekkert það magn í ljós sem borgaði sig að vinna, þótt eitthvað fyndist af kopar. En nú sjá fjárfestar önnur tækifæri í Svínhólum.Össurárdalur er óbyggður dalur sem gengur inn í fjalllendið norðan Svínhóla.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fréttablaðið greindi frá því í sumar að One-hreyfingin undir forystu Áslaugar Magnúsdóttur stæði á bak við þessi áform en Áslaug hefur skapað sér nafn í tískuheiminum í New York. Sjálf hefur Áslaug ekkert viljað tjá sig um áformin en í skipulagsgögnum sveitarfélagsins kemur fram að gert sé ráð fyrir að byggt verði upp í Össurárdal, sem er í landi Svínhóla. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það eru mjög spennandi áform sem þar eru í gangi,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, og segir þetta verða stærra í sniðum en hótelið sem opnað var á Hnappavöllum í Öræfum í fyrra. Þetta verði hundrað herbergja hótel með íbúðum og þessháttar. Lónssveit er á Suðausturlandi, milli Hafnar og Djúpavogs, sem eru næstu þéttbýlisstaðir. Í Fréttablaðinu í sumar kom fram að Áslaug hefði keypt land í Lóninu en samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er stefnt að því að bæði innlendir og alþjóðlegir fjárfestar komi að verkefninu. „Þarna á bak við er ábyrgt fólk, sem er með öfluga aðila með sér. Þannig að ég hef trú á því að þetta geti orðið að veruleika,“ segir Björn Ingi. Bæjarstjórinn segir að þessu tengist áhugi á að Hornafjarðarflugvöllur verði opnaður fyrir alþjóðaflug. „Fólk sem hefur áhuga á að koma á þennan stað myndi geta flogið beint til Hafnar. Við erum að sjálfsögðu mjög spennt fyrir því.“Frá Hornafjarðarflugvelli. Jetstream-vél Flugfélagsins Ernis í flugtaksbruni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugbrautin á Hornafirði er 1500 metra löng og gæti án lengingar tekið við minni þotum. „Ef menn náttúrlega fara í fulla stærð á alþjóðaflugvelli þá þurfum við sjálfsagt að horfa á ennþá stærra landssvæði. Það er alveg klárlega til í sveitarfélaginu. Það getur verið að við þyrftum að fara á einhvern annan stað en nákvæmlega þarna, ef við náum þessu alla leið,“ segir bæjarstjóri Hornafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með myndum frá Svínhólum og Össurárdal:
Tengdar fréttir ONE hreyfingin byggir upp samfélag í Lóni Áslaug Magnúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Moda Operandi, er einn aðstandanda ONE hreyfingarinnar. Hreyfingin stefnir að því að byggja upp sjálfbært samfélag, hótel, íbúðir og frumkvöðlaaðstöðu í Austur-Skaftafellssýslu. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig ekki um ákæru: „Ég ætla að skoða þetta“ Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Sjá meira
ONE hreyfingin byggir upp samfélag í Lóni Áslaug Magnúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Moda Operandi, er einn aðstandanda ONE hreyfingarinnar. Hreyfingin stefnir að því að byggja upp sjálfbært samfélag, hótel, íbúðir og frumkvöðlaaðstöðu í Austur-Skaftafellssýslu. 30. júní 2017 06:00