Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Sylvía Hall skrifar 3. mars 2019 14:27 Hatari mun keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. Ásta Sif Árnadóttir Hatari bar sigur úr býtum í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gær og verður lag þeirra, Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Eurovision sem fram fer í Tel Aviv í maí næstkomandi. Íslendingar voru þó ekki þeir einu sem fylgdust með úrslitakvöldinu enda eru dyggustu aðdáendur Eurovision þekktir fyrir að fylgjast náið með undankeppnum þátttökuþjóðanna í aðdraganda keppninnar. Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. Margir hrósa Íslandi fyrir hugrakkt lagaval og sumir gerast svo kræfir að spá okkur sigri í lokakeppninni.Guð elskar íslenskt andkapítalískt BDSM teknó-öskur Á spjallsíðunni Reddit má finna þráð þar sem sigur Hatara í undankeppninni er til umræðu. Þar virðast flestir vera himinlifandi með lagaval íslensku þjóðarinnar og fagna því að sjá Hatara stíga á svið í Tel Aviv. „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru,“ skrifar einn og annar svarar því að hann hlakki til að sjá sveitina fara í útrás til Bandaríkjanna. Notandinn Orionito segist samgleðjast hljómsveitinni innilega og segir hljómsveitarmeðlimi hafa einhverja áru yfir þeim, það sama eigi við um dansara sveitarinnar þrátt fyrir að þær segi ekki orð í atriðinu. „Guð er til,“ segir einn notandi alsæll með sigurinn og annar grínast með að honum líki þá íslenskar andkapítalískar BDSM teknó-öskurhljómsveitir. Atriðið þykir nokkuð sérkennilegt.Mynd/Rúv„Í alvöru Ísland? Ætlið þið að senda þetta?“ Skoðanir þeirra Eurovision aðdáenda sem hafa fjallað um sigurinn á YouTube-síðum sínum eru þó á ýmsa vegu. Til að mynda er YouTube-bloggarinn Alvin Sebetero frá Filippseyjum vægast sagt undrandi yfir lagavali þjóðarinnar. „Þetta er pynting,“ sagði Sebetero á meðan hann horfði á upptöku af flutningi Hatara frá fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Hann þraukaði þó í gegnum myndbandið en sagðist ekki vera viss um að hann gæti staðið upp og klappað ef hann sjálfur væri í salnum. „Verum bara hreinskilin hérna, aðeins agnarsmár hluti heimsbyggðarinnar myndi hala þessu lagi niður og hlusta á það,“ sagði Sebetero á meðan hann lagði mikla áherslu á hve lítill sá hluti væri. „Þetta voru verstu þrjár mínútur allra tíma.“ YouTube-bloggarinn Pocini er þó á allt öðru máli. Hann er himinlifandi með framlag Hatara og segir lagið vera augljóst uppáhald sitt í keppninni í ár. „Þetta lag er kynlíf,“ sagði Pocini eftir að hafa horft á lagið í annað skiptið. Pocini segir Hatara fylla skarð Maruv sem „kynþokkafulla“ framlagið í keppninni í ár en líkt og Vísir greindi frá á dögunum var Maruv vísað úr keppni eftir að hafa neitað að skrifa undir samning Úkraínska ríkissjónvarpsins eftir sigurinn. Í samningnum mátti meðal annars finna ákvæði sem Maruv taldi vera ritskoðun.Sjá einnig: Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Hann sagði lagavalið vera það djarfasta sem hann hafi séð frá því að Lordi tók þátt í keppninni árið 2006. Þá hrósaði hann tónlistarmyndbandinu við lagið í hástert og sagði það vera bestu framleiðslu sem hann hafði séð í Eurovision keppninni frá upphafi. Pocini var hann afar hrifinn af Matthíasi Tryggva Haraldssyni, söngvara sveitarinnar, og bað hann um að hringja í sig. „Ég vil hitta þig, öskrandi söngvari Hatara. Ég vil hitta þig.“ YouTube-bloggari á síðunni Chev‘s Choice segir Íslendinga hafa tekið rétta ákvörðun þegar þeir völdu lag Hatara í gærkvöldi. Hann segir ekkert annað lag hafa komið til greina ef Íslendingar ætluðu sér að komast áfram í úrslitakvöld keppninnar. „Einhverjir gætu sagt að þetta yrði ekki uppáhalds lag dómnefndarinnar, og það er örugglega rétt, en það eru dómarar sem kunna meta atriði sem fara út fyrir kassann.“ Hann sagði það vera mikilvægt að lagið hefði boðskap en væri ekki bara tóm vitleysa. Þó hann sjálfur myndi ekki hlusta á lagið væri eitthvað við það sem fangaði hann. Þá hrósaði hann einnig myndbandinu og sagði lagið vera óvænt en viðeigandi framlag frá Íslandi. „Ég held að Ísland hafi fundið eitthvað sérstakt hérna sem þarf að komast áfram og á skilið að enda í efstu tíu sætunum.“ Eurovision Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 21:00 Hatari vann Söngvakeppnina Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Hafði hún betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. 2. mars 2019 22:15 Lærðu textann við sigurlagið Fyrir þá sem ætla að koma sér í gírinn fyrir keppnina í maí er tilvalið að læra textann við framlag Íslands í ár. 3. mars 2019 10:34 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Hatari bar sigur úr býtum í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gær og verður lag þeirra, Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Eurovision sem fram fer í Tel Aviv í maí næstkomandi. Íslendingar voru þó ekki þeir einu sem fylgdust með úrslitakvöldinu enda eru dyggustu aðdáendur Eurovision þekktir fyrir að fylgjast náið með undankeppnum þátttökuþjóðanna í aðdraganda keppninnar. Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. Margir hrósa Íslandi fyrir hugrakkt lagaval og sumir gerast svo kræfir að spá okkur sigri í lokakeppninni.Guð elskar íslenskt andkapítalískt BDSM teknó-öskur Á spjallsíðunni Reddit má finna þráð þar sem sigur Hatara í undankeppninni er til umræðu. Þar virðast flestir vera himinlifandi með lagaval íslensku þjóðarinnar og fagna því að sjá Hatara stíga á svið í Tel Aviv. „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru,“ skrifar einn og annar svarar því að hann hlakki til að sjá sveitina fara í útrás til Bandaríkjanna. Notandinn Orionito segist samgleðjast hljómsveitinni innilega og segir hljómsveitarmeðlimi hafa einhverja áru yfir þeim, það sama eigi við um dansara sveitarinnar þrátt fyrir að þær segi ekki orð í atriðinu. „Guð er til,“ segir einn notandi alsæll með sigurinn og annar grínast með að honum líki þá íslenskar andkapítalískar BDSM teknó-öskurhljómsveitir. Atriðið þykir nokkuð sérkennilegt.Mynd/Rúv„Í alvöru Ísland? Ætlið þið að senda þetta?“ Skoðanir þeirra Eurovision aðdáenda sem hafa fjallað um sigurinn á YouTube-síðum sínum eru þó á ýmsa vegu. Til að mynda er YouTube-bloggarinn Alvin Sebetero frá Filippseyjum vægast sagt undrandi yfir lagavali þjóðarinnar. „Þetta er pynting,“ sagði Sebetero á meðan hann horfði á upptöku af flutningi Hatara frá fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Hann þraukaði þó í gegnum myndbandið en sagðist ekki vera viss um að hann gæti staðið upp og klappað ef hann sjálfur væri í salnum. „Verum bara hreinskilin hérna, aðeins agnarsmár hluti heimsbyggðarinnar myndi hala þessu lagi niður og hlusta á það,“ sagði Sebetero á meðan hann lagði mikla áherslu á hve lítill sá hluti væri. „Þetta voru verstu þrjár mínútur allra tíma.“ YouTube-bloggarinn Pocini er þó á allt öðru máli. Hann er himinlifandi með framlag Hatara og segir lagið vera augljóst uppáhald sitt í keppninni í ár. „Þetta lag er kynlíf,“ sagði Pocini eftir að hafa horft á lagið í annað skiptið. Pocini segir Hatara fylla skarð Maruv sem „kynþokkafulla“ framlagið í keppninni í ár en líkt og Vísir greindi frá á dögunum var Maruv vísað úr keppni eftir að hafa neitað að skrifa undir samning Úkraínska ríkissjónvarpsins eftir sigurinn. Í samningnum mátti meðal annars finna ákvæði sem Maruv taldi vera ritskoðun.Sjá einnig: Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Hann sagði lagavalið vera það djarfasta sem hann hafi séð frá því að Lordi tók þátt í keppninni árið 2006. Þá hrósaði hann tónlistarmyndbandinu við lagið í hástert og sagði það vera bestu framleiðslu sem hann hafði séð í Eurovision keppninni frá upphafi. Pocini var hann afar hrifinn af Matthíasi Tryggva Haraldssyni, söngvara sveitarinnar, og bað hann um að hringja í sig. „Ég vil hitta þig, öskrandi söngvari Hatara. Ég vil hitta þig.“ YouTube-bloggari á síðunni Chev‘s Choice segir Íslendinga hafa tekið rétta ákvörðun þegar þeir völdu lag Hatara í gærkvöldi. Hann segir ekkert annað lag hafa komið til greina ef Íslendingar ætluðu sér að komast áfram í úrslitakvöld keppninnar. „Einhverjir gætu sagt að þetta yrði ekki uppáhalds lag dómnefndarinnar, og það er örugglega rétt, en það eru dómarar sem kunna meta atriði sem fara út fyrir kassann.“ Hann sagði það vera mikilvægt að lagið hefði boðskap en væri ekki bara tóm vitleysa. Þó hann sjálfur myndi ekki hlusta á lagið væri eitthvað við það sem fangaði hann. Þá hrósaði hann einnig myndbandinu og sagði lagið vera óvænt en viðeigandi framlag frá Íslandi. „Ég held að Ísland hafi fundið eitthvað sérstakt hérna sem þarf að komast áfram og á skilið að enda í efstu tíu sætunum.“
Eurovision Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 21:00 Hatari vann Söngvakeppnina Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Hafði hún betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. 2. mars 2019 22:15 Lærðu textann við sigurlagið Fyrir þá sem ætla að koma sér í gírinn fyrir keppnina í maí er tilvalið að læra textann við framlag Íslands í ár. 3. mars 2019 10:34 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15
Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 21:00
Hatari vann Söngvakeppnina Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Hafði hún betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. 2. mars 2019 22:15
Lærðu textann við sigurlagið Fyrir þá sem ætla að koma sér í gírinn fyrir keppnina í maí er tilvalið að læra textann við framlag Íslands í ár. 3. mars 2019 10:34