Lífið

Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fimm atriði keppa um eitt sæti.
Fimm atriði keppa um eitt sæti. Mynd/RÚV

Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. Útsendingin hófst á langri ræðu sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar þar sem hann skartaði stórum heyrnartólum með hljóðnema.

Gísli Marteinn hóf ræðuna á því að telja upp nöfn bæja og þorpa á Íslandi. Anna Margrét Pálsdóttir kom með nokkuð góðan punkt í tengslum við það.Notandi að nafi Sexygeir gat þó tengt upptalningu Gísla Marteins við sjónvarpssöguna, hún er upprunin úr Áramótaskaupinu frá 1985.Friðrik Ómar reið á vaðið með lagi sínu Hvað ef ég get ekki elskað. Alhvítur klæðnaðir hans vakti athygli tístara. Og líka sönghæfileikar hans.Kristín Bærendsen steig næst á svið með laginu Mama Said. Að mati tístara var ákveðið James Bond þema í laginu. Þá vakti gítar hennar talsverða athygli.Næst steig á svið Tara Mobee með lagið Fighting for Love. Tístarar voru sammála um að hún ætti framtíðina fyrir sér.Þá var röðin komin að Eurovision-reynsluboltanum Heru Björk með lagið Move on. Þar þótti tísturum Bond-þemað einnig koma við sögu.Hatari lokaði kvöldinu og líklega vakti kökugerð þeirra í atriðinu áður en þeir stigu á svið mesta athygli enda virtist hún sótt í smiðju Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins.Landsmenn greiða nú atkvæði um hvaða tvö atriði fara áfram í Einvígið. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr umræðunni á #12stig á Twitter.
 

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.